Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Blaðsíða 8
32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smælki. Konur ætla að fljúga yfir At- lantshaf. Tvær amerískar konur, ungfrú Mildred Johnson (hún er norsk að ætterni) og frú Estlxer Warnier ætla að freista þess í fe- brúar að fljúga frá Evrópu til Ameríku. Ætla þær að leggja leið sína um Azoreyjar. Hafa þær pant- að þriggja hreyfla flugvjel í Þýskalandi til fararinnar. Nýtísku Maríumessa. 1 borginni Grawfordsville í ríkinu Indiana í Bandaríkjunum, er árlega haldin einkennileg samkunda. Þar mega ekki aðrir vera en konur, og þær konur einar, sem Maríunafn bera. Allar þessar Maríur koma saman á fund úti í skógi, sem er rjett hjá borginni, og er þar oft glatt á hjalla. í sumar voru þar saman komnar 1246 Maríur. Þar var val- in sjerstök fegurðardrotning úr hópnum, og einnig voru veitt heið- ursverðlaun hinni feitustu Maríu, mögrustu Maríu, stærstu Maríu og minstu Maríu. Ennfremur fjekk sú María verðlaun, er lengst liafði ferðast um æfina og sjerstök verð- laun fjekk ein María fyrir það, að bæði mamma liennar og amma liöfðu heitið sama nafni. Miljónamæringurinn Thomas Ryan í New York er nýlega lát- inn. Hann ljet eftir sig 375 miljón- ir dollara. Einkasonúr lians bjóst við því að erfa öll þessi auðæfi, en það var nú eitthvað annað, því að þegar erfðaskráin var opnuð, kom í ljós, að gamli maðurinn arf- leiddi hann aðeins að tveimur skyrtuhnöppum. Hann hefndi sín þannig á syninum fyrir það, að sonurinn hafði sett sig harðlega upp á móti því, að faðir sinn gift- ist aftur fáum dögum eftir að hann hafði mist fyrri konu sína. Húsfreyja: Þetta er sannarlega lítið verð fyrir herbergið, þótt ekkert annað sje tekið til greina en útsýnið. Tilvonandi leigjandi: Ef þjer viljið láta mig fá það fyrir lielm- iijgi minna, þá skal jeg skuldbinda mig til þess að líta aldrei út llm giuggann! Útför Nikulásar stórfursta. í tilefni af útför Nikulásar stór- fursta, sem var yfirhershöfðingi Rússa í stríðinu mikla, var hald- in sorgarhátíð mikil í París. Er þessi mynd tekin þá, og sjest fremst á henni Millerand, fyrverandi forseti. Jón er allur hruflaður í framan og með glóðarauga. Vinur hans: Hvaða óskÖp eru að sjá þig maður? Á jeg ekki að hjálpa þjer að komast heim? Jón: Nei, þakka þjer fyrir, jeg kem að heiman! — Hvers vegua ertu að grá.ta, drengur minnf —llhú, mamma hefir drekt ö!l- um ketlingunum .... — Það var illa gert af henni. —- Já, hún liafði lofað ])ví að jeg skyldi fá að drekkja þeim. 100 ára varð ensk kona, Har- riette Bartee, fyrir skömmu, og þykir það merkilegt, að hún veit enn ekki um heimsstyrjöldina miklu. Þegar stríðið skall á 1914 var hún hættulega veik, svo að ættingjar hennar þorðu ékki að segja henni frá stríðinu. Tókst' þeim að halda því algerlega leyndu fyrir henni, og Veit hún ekki enn í dag um þennan ógurlegasta liild- arleik, sem háður hefir verið í heiminum. Sonur Sarah Bernhards, leik- konunnar frægu, er nýlega dáinn. Hann hjet Maurice Bernhardt og var forstjóri leikhúss þess í París, sem kennir sig við móður hans. Stór gistihús. f Berlín er nú verið að reisa tvö stór gistihús, annað í miðri borginni og hitt í Berlín W. í þessum gistihúsum verða 1000 og 1200 gestaherbergi og í kjöllurunum verða gerðir stórir' blómgarðar, eins og í May- fair í Lundúnum. Jlann: Láttu mig fá hringinn, úr því að þú hefir slitið trúlofun okkar. ITún: Það dettur mjer ekki í hug. Jeg hefi ekkert út á hringinn að setja. í»afold*rprentsmi9j» h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.