Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Side 2
58 Léséók morgunélaðsins sem rauriar víða ná 2—3000 metra upp. En Alpagöngumaðurinn, sem klifrar og skríður á gnípur og staði, þangað sem ókleift virðist vera að komast, verður að hafa betri útbúnað. Hann hefir langan staf, sem er ineira en mannhæð, ldakabrjót og mannbrodda og 30— 50 metra langan kaðal. Vistir hef- ir hann einnig með sjer, rúgbrauð og ost, niðursoðin matvæli, súkku- laði og konjakk, ef á þarf að halda, og ullarltápu, því komið getur fyrir, að hann verði að láta berast fyrir undir berum himni. Nú leggjum við af stað 2 eða 3 og ætlum að heimsælíja einhvern tind- inn, sem ef til vill gnæfir 3000 íuetra yfir sjávarflot, — en þeir, sem farnir eru að eldast, hat'a með sjer leiðsÖgumann, og er nóg tií af slíkum mönnum, sem hafa tekið próf í þessari iðn og lifa af henni. Þýsk-austurríkska Alpafje- lagið er mjög útbreitt og hefir það umboðsmenn sína í hverjum Alpa- bæ, en verkefni fjelagsins er að sjá um leiðsÖgu ferðamanna, veita aðstoð, er slys ber að höndum, og loks að vernda ýms fögur svæði. Fn við ungu mennirnir þurfum ekki á leiðsögumanni að nalda. Við forum nú af stað inn eftir dalgöt- unni. Til hægri og vinstri eru blómlegar ehgjar með allskonar litaskrauti, þar vaxa brönugrös, •krókusar og allskonar önnur fÖgur sumarblóm, en blómasvæði þessí eru afgirt, svo að kýr og hestar eyðileggi ekki gróðurinn. Glaðir og reifir og sönglandi höldum við áfram og eftir klukkutíma erum við komnir inn í dalbotninn. Enn sjást nokkrir bæir á stangli og eru þeir allir bygðir úr bjálkum með sjerstöku byggingarlagi, er tíðk- tst mjög í Bayern, Tvrol og Sviss, en uppi víð gluggana á húsum þessum spretta geraníur, en bros- andi meyjaandlit gægjast út. — Bjölluhljómar berast úr fjarska frá kúm þeim og kindum, sem eru þar á beit í nándinní og hafa ekki verið fluttar upp á Alpaengin. Loks slitnar vegurinn og slóði að- eins liggur upp eftir fjallinu gegn- um þjettan greniskóg. Þar niðar lítill fjallalækur, hlær og stiklar niður brattann. Við nemurn nú staðar eitt augnablik og hressum okkur á brauði og osti og tæru fjallavatninu, áður en við höldum áfram. Við glöggvum okkur síðan á landmælingabrjefinu og er þá gott að kveikja sjer í pípu á með- an, og nú tekur greniskógurinn við okkur, dulur og leyndardómsfull- ur. Við verðum að hægja hönguna eftir því sem við komumst ofar. Bakpokinn er nokkuð þungur í byrjun, en menn venjast hoiium fljótt. Alstaðar verður lausagrjót á vegi manns, klettar, er lirunið hafa úr björgunum og verðum við að komast yfir þá. Nú verður oss litið til baka. Við erum komnir allhátt. Skógurinn er lágvaxnari og Ijósari og sjáum við niður í fjalladalinn. Sólin er komin upp yfir fjöllin hinumegin og speglast í hvítu bandi fljótsins, er líður í ótal bugðum niðri í dalnum og hefir safnað í sig öllum fjallalækj- unum beggja megin. Grænu engin mynda eins og umgjörð um bænda býlin, en reykur járnbrautarinn- ar líður upp í geiminn lengra í burtu. Við höldum ferðinni áfram og altaf þynnist skógurinn, sem blandaður er rauðbeyki, elrivið, pílvið og reyni og að síðustu dafnar aðeins fura og dvergapíl- viður, því að á veturna liggur hjer venjulega snjór 2^-3 metra. Lyiig- tegundin erica angar hjer og nú verða fyrir okkur grassljettur, sem smálækir seitla í gegnum. Við vörpum jakkanum og göngum með bert brjóstið Og drögum djúpt andann og nálgumst jökulinn. Þá heyrum við alt í einu dásamlegan bjölluhljóm, sem bergmálar í fjalla hlíðunum. Við erum að nálgast fjallaselið og það setur nýtt fjör í okkur. Jeg sje í sjónauka mínum lieila hjörð á beit undir kletta- vegg einum og þaðan berast hljóm- arnir. Við hljótum að koma bráð- um að seljunum, enda karna kof- arnir í ljós, er við komum fyrir næstu snös, og eru þeir reistir upp við volduga kletta og í skjóli fyrir snjóskriðum, er falla niður á vor- in. Þrátt fyrir þreytuna og sólar- hitann örvum við gönguna síðasta sprettinn til þess að njóta hvíldar í kofanum og hjala um stund við fögru selstúlkuna. Eyrir framan kofann er brunn- ur, er kýrnar drekka úr kvölds og morgna. Dyrnar eru opnar á kofanum, en enga selstúlku sjáum við og engan hjarðmann, er við lítum inn. Loks kemur gömul kona fram lir horni einu og varp- ar á okkur kveðju. Unga og snotra selstúlkan, sem var hjer í fyrra og sem við dönsuðum þá við fram á • nótt við cithar- og harmóníkuspil, er nú farin í burtu og hefir giftst veiðimanni einum frá búgarði bar- ónsins þar í grend. En við miss- um ekki móðinn, því að í efsta selinu hlýtur að vera selstúlka, er við fáum að dansa við í kvöld. Gainla konan gefur okkur mjólk að drekka og ost að eta og segir okkur frá lífinu þarna uppi, hversu alt hafi gengið vel um sum- arið og engin skepna hrapar, en við segjum henni frá, að við höfum oft farið áður um þessar slóðir og að við þekkjum sveinana Sepp, Xaver og Zens vel. En við verðuin að halda áfram, því að við ætluin að ná í Hestvatnshúsið (Rappensee haus), er þýsk-austurríkska Alpa- fjelagið hefir látið reisa efst uppi Við stígum enn upp á við — til hægri og vinstri eru brattar hlíð- ar með safamiklu grasi og ilmandi jurtum, er gefa mjólkinni sjer- stakt bragð og gera Alpa-ostinn eins ljúffengan og hann er. Víða eru glufur og sprungur, er fjalla- lækir hafa runnið um og dýpkað. Alstaðar eru klettar og steinar í grashlíðunum, er hafa dottið nið- ur á vorin. Þar er nautfje á beit og bjöllur þeirra hljóma um alt nærlendið uns hausta tekur, snjór fellur og skepnurnar eru fluttar niður í dalina. Er við lítum til baka, er selið langt fyrir neðan okkur og við eygjum óljóst hjarð- manninn, sem er að vingsa hatt- inum til okkar í kveðjuskyni. Nú færist kyrð yfir alt, en tindar fjall anna glitra og glóa í dýrðlegu litaskrauti. Kvöldgolan færist nið- ur hlíðarnar og leitar heita lofts- iris í dalnum. Alt í einu heyrast brak og brestir eins og í vjel- bvssu. Grjótskriða hefir orðið, skríkjandi fugl flögrar upp úr lágvaxinni furunni og nokkrar gemsur skunda niður á eng- ið. Gemsurnar, sem eru frá- bærlega fráar á fæti, höfðu losað um nokkra steina og valdið skrið-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.