Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59 unni. Þráfaldlega rekumst við á gemsur, sem þjóta fram hjá okk- ur. Nú heyrum við aftur bjöllu- hljóma frá hœsta selinu, „der Oberleger“, þar sem við ætlum að nátta. Það er dýrðlegt fyrir fjallgöngumann að komast á á- fangastað. Kofinn liggur skamt frá jöklinum, hár foss stevpist beint niður í djúpið, en kvöldgol- an þyrlar úðanum og kælir sól- brend andlitin. Fyrir utan kofann situr selbúinn og er að reykja úr langrí Tyrol-pípu og rabba við þrekinn, sólbrendan veiðimann, sem beinir sjónauka sínum upp til jiiklanna. Steinörn hefir í þessu flogið fram hjá og er kominn nið- ur til gemsanna, en það er orðið svo skuggsvnt, að ékki er unt að fylgja flugi hans með augunum. — Það er sjaldgæf sjón, að • sjá konung loftsins á þessum slóðum. Selbúinn býður okkur inn; eldur snarkar þar á glóðum og hrein- fágaður messingpottur glóir þar eins og gull, en olíulampi ber daufa birtu um borð og bekki, er standa upp við vegginn. Diskar og bollar, pönnur og pottar á veggjunum varpa kveðju á komu- menn. Selstúlkan er að hreinsa mjólkurálít, en setur brátt pott á hlóðir til þess að bjóða hungruð- um gestum alparjettinn „Kás- knöpfle' eða ,Kásspatzen‘, líkt og skyr er boðið á íslenskum sveita- bæjum. Selbúinn fer nii að leika á hörpuna sína, en veiðimaðurinn á járnnegldum fjallaskónum snýr sei stúlkunni í ótal hringi og stappar í gólfið, svo að kofinn leikur á skjálfi og fjöllin í kring berg- mála. Við veitum okkur einnig þessa ánægju að dansa við sel- stúlkuna, eins og við höfðum gert áður, en hún hverfur loks inn í kytru sína, er hún hefir búið oss rúm í heyi þar. Við kveikjum í pípunum okkar og spilum um stund á spil; eldurinn slokknar brátt á glóðunum og við göngum til hvíldar, því að kl. 5 næsta morgun ætlum við að halda áfram til þess að komast upp á næsta tind. Við sofnum við bjölluhljóma úr fjarska, niðinn í vatninu og ámátlegt væl hornuglunnar. Daginn eftir vöknum við kl. 4 — veiðimaðurinn er kominn á kreilc og er að elta örn. Við klæð- umst í snatri. Ský og þoka bylgj- ast niðri í dalnum, en efstu tind- arnir glóa í geislum morgunsól- arinnar. Þokan hefir myndast við loftkælinguna um kvöldið, en kemst bersýnilega ekki upp úr dainum. Dásamleg sjón að sjá sól- ina glóa yfir skýjunum. Við drekk- Við heyskap > Alpafjöllum. um te í skyndi og etum ost og brauð, kveðjum selbóndann og hröðum okkur af stað. Við nemum oft staðar til þess að njóta útsýnisins; skýin eru á hraðri ferð fram með klettasnösunum; það er eins og fjöllin sjeu stór skýjaverk- smiðja — en fjallatindarnir verða æ margbreyttari og örva til söngs og gleði í þessari miklu einveru náttúrunnar. Eitthvað er þarna á ferð í fururjóðri — það er fjalla- hjörtur og vafalaust eru fleiri þar; alt í einu hoppar snæhjeri yfir götuslóðann. Loks komumst við að sæluhúsi, er ferðafjelagið hefir lát- ið reisa, tveggja hæða hús með mörgum hálmpokum fvrir ferða- menn. Þar eru einnig ágæt rúm, jafnvel í 3000 metra hæð. Við fáum þar nóg að eta hjá gestgjafanum, brauð, ost. og pylsur, bjór, vín og annað, er múldýrin hafa flutt þangað upp. Hjer eru einnig leið- sögumenn, björgunarstöð, stundum einnig hundar, er hafðir eru til leitar. Sími liggur niður í dal- inn og veðurathuganir eru gerðar þarna uppi. Oft er glatt á hjalla í þessum gistihúsum, ef marga ferðamenn ber þar að, og snjóbyl- ur skellur á. Við höldum áfram og komumst. upp á fjallshrygginn. Hinumegin sjáum við niður í dal, þar sem síð- ustu þokurákirnar flögra fram með gnípunum, en lengra balca til glóa margir fjallatindar í morgun- sójinni. Djúp og dimmblá fjalla- vetn hvíslast liingað og þangað í þessu dularfulla fjallalandslagi. Nú klifrum við varlega og ætlum að komast upp á tindinn, við tök- um til kaðalsins og festum hann í 10 til 15 metra fjarlægð og lesum okkur áfram. Við verðum að nota klakabrjótinn og getum hvílt okk- ur, þegar klakabrjóturinn situr fastur í einlivérri fjallaskoru. Erf- iðast er fyrir þann, sem fyrstur fer, því að hann verður að reyna hverja fótfestu, hvort hún dugir. Mörg slys verða einmitt af því, að menn fara ekki nógu varlega. En enginn fjallgöngumaður lætur slíkt á sig fá, því að alstaðar get- ur slvs borið að. Nú lækkar fjallakamburinn og liggur í austur að tindinum okk- ar, en við verðum að ganga yfir jökul áður, sem endar að sunnan- verðu í sprungu einni. Snjóbirtan er mikil og við verðum að nota snjógleraugu. Við neytum mið- dagshvíldar mppi á jöklinxnn í brennandi sólarhita, berhöfðaðir og með sólbrenda handleggi. Við bruggum okkur te úr bráðnuðum snjónum og finnum þegar nýtt fjör færast um okkur. Nokkrar aipakrákur eru hjer á flögri til þess að leita að matarleifum eftir ferðalanga. TTndir niðri krunkar hrafn, en alpafuglinn aecentor alpinus flögrar fram hjá og syng- ur lag sitt, er öllum Alpagöngu- mönnum þykir vænt um að heyra. Enn eru nokkrar jökulsprungur eftir, sem annaðhvort er hægt að lcomast yfir eða fara í kring um. Loks erum við komnir að sjálfum tindinum þeim megin, sem við ætl- um að fara upp. Við verðum nú að klifrast upp um 200 metra. Nú verðum við að nota kaðalinn og reyna hverja fótfestu vandlega. Alstaðar er lausagrjót, því að ís

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.