Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 63 ísinn í dönsku sundumun, Myndin hjer að'öfan er af gufuskip- inu ,,C. P. Tietgen'* frá Árósum, sem lengi hefir legið fast í ísnum utan við Sletterhage. Mörg önnur stór gufuSkip dönsk hafa líka orðið föst í ísnum og crðið að dúsa þar sem þau „voru k-ömin, svo sem „Aarhus“ hjá Slettcrhage, „C. P. A. Koch“ og „Köbenhavn“ hjá Helsingjaey’ri og „Aalborghus“ hjá Álaborg. — Þar sem „C.. F. Titgen“ liggur, vai ísinn 4 metra þykkur þegar myndin var tekin. Smælki. Eyja Robínsons. Eins og menn vita, er saga Daniels Defoes um Robinson Cru- soe bygð á sannsögulegum atburð- um — æfíntýrum sjómannsins Al- exanders Selkirks, sem dvaldi al- einn í mörg ár á eyðiey. Fyja þessi er vestan við Suður- Ameríku, út af Chile. í rauninni eru það þrjár eyjar, sem lieita Juan Fernandez-eyjar, og þykjast menn vita með vissu, að Selkirk hafi hafst við á hinni stærstu, sein heitir Mas-a-Thierra. Eýjan er enn í dag mjög svipuð því,: sem hún yar á dögum Sel- kirks. Þýskur vísindamaður, dr. W. Schmitt að nafni, hefir dvalið þar langa hríð til þess að rann- saka liið fjölskrúðuga dýralíf, sem þar er, sjerstaklega í ám og tjörn- um, og hefir hann lýst þessu í ensku tímariti. Það er dásamlega fagurt á eynni. Þar skiftast á lág fjöll með skógi vöxnum hlíðum og frjósam- ir dalir, sem silfurtærar ár og læk- ir renna eftir. Það er satt, sem segir í Robinson Crusoe, að þar eru viltar geitur, sem auðvelt er að temja, svo að þá, sem þar eru, þarf hvorki að skorta mjólk, ost nje smjör. Mannæ’tur hafa' aldrei þangað komið, og sagan um Frjádag er því á engu bygð nema skáldskap. Nú hafa nokkrir meun setst að á eynni og hafa bústað sinn austan á hénni. Þeir tala spönsku og flest- ir lifa þeir á fiskveiðum. Þar veið- ist t. d. mjög mikið af gríðarstór- um humrum, sem þykja hið mesta sælgæti, en eyjarskeggjar eru ekki meiri kaupmenn en svo, að þegar þeir liafa etið eins mikið af humr- um. þessum og þeir kæra sig um, selja þeir gjarna alla dagsveiðina fyrir eina dós af einhverju niður- soðnu, þegar skip lrggja undir eynni. Þar er aðéins ein búð og hún er ekki opin nema tvisvar í viku. En loftskeytastöð er á eynni og útvarpstæki, svo að þar er nú ekki lengur jafn einmanalegt og þegar Alexander Selkirk var þar. Dómarinn: Hvað eruð þjer gamlar, stúlka mín? Stúlkan (feimnislega) : Það vil jeg helst ekki segja. Dómarinn: En jeg þarf að fá að vita það, Þjer getið að minsta kosti sagt mjer hvað þjer voruð gamlar fyrir 10 árum? Stúlkan glaðlega: Það er mjög auðvelt; þá var jeg tuttugu og fimm ára! Prestur: Hvað á barnið að heita ? Guðmóðirin: Það er best hún heiti Terpentína. Prestur: Það aftek jeg með öllu. Guðmóðir: Við skulum þá láta hana heita Guðrúnu. í Barcelona á Spáni lá nýlega við, að kona væri kviksett. Hún hafði fengið spönsku veikina og „dáið“ úr henni og svo yar húu kistulögð. Nú er það .venja á Spáni, að líkkistur standa opnar þangað til þær eru boruar til grafar. En þegar Lokið var neglt á þessa kistu, heyrðu líkmenn eitt- hvert þrusk inni í henni. Brá.þeim. mjög í brún, ea eftir nokkra stund tóku þeir þó kjark í sig og opn- uðu kistuna. Reis konan þá upp í kistunni, en svo mikið hafði henni orðið um það, að hún hjelt að hún hefði verið kviksett, _að hún dó eftir noklcrar mínútur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.