Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Blaðsíða 8
64 r' 1* LBSBÓK morgunblaðsins Prestur (er að spyrja dreng): Hvað segir nú guð um öll þessi boðorð ? Drengur: Hvað ætli hann geti sagt — hann hefir sjálfur sett þau! Elsti maður í Rússlandi er bóndi, sem heitir Nikolas Sjopov- ski og á heima í þorpinu Iaty, sem er í fjallahjeraðinu hjá Suce hum í Abkasía. Hann er 147 ára að aldri, fæddur í Póllandi árið 1782, á dögum Katrínar drotning- ar. Hann er eklci orðinn mjög hrumur, þarf ekki að nota gler- augu, en heyrniu er orðin mjög sljó. — Er það satt, að föðurbróðir þinn sje svo veikur, að þið megið búast við öllu? — Nei, ekki öllu — við erfum ekki nema helminginn. Óeirðirnar á Spáni. Primo de Rivera heldur ræðu fyrir nemendum liðsforingjaskóla. — Pabbi, fáum við Pjetur ekki píanóið þegar við eruiu gift»? —- Jú, telpa mín, en jeg' held, að þú ættir ekki að segja Pjetri frá því fyr en eftir brúðkaupið. Heldurðu, að maður geti elskað tvær konur samtímis? —* Já, þangað til önnur hvor kemst að því. Sjúklingur (með óráði) : Hvar er -~jeg? Hvar er jeg? í paradís? Kona hans: Hvaða vitleysa er nú í þjer, Þorbjörn! Sjerðu ekki, að jeg er hjerna hjá þjer? —• Jæja, Lína, hefirðu brotið allar valhneturnar ? —• Ekki allar, frú —* sumar eru svo stórar, að jeg kem þeim ekki upp í mig. — Hvaða tryggingu getið þjer sett fyrir láninu? —■ Drengskaparorð heiðarlegs manns. — Jæja, komið með heiðarlegan mann, og þá skuluð þjer fá pen- ingana. Um síðustu mánaðaraót blossuðu upp óeirðir hjer og þar á Spáni, gegn einræðisstjórn Primo de Ri- vera. Var talið áreiðanlegt, að meiri brögð hefðu orðið að óeirð- um þessum, en símfregnir hermdu frá Spáni, því þar er skeytaskoðun og ritskoðun og alskonar kúgun höfð í frammi, sem kunnugt er. Undirrót óeirðanna að þessu siniii var að sÖgn sú, að einvalds- herrann ljet dæma liðsforingjaefni í þungar refsingar fyrir andúð gegn sjer, og andúðina, er kom einkum fram í liðsforingjaskólan- um í Segova á síðastliðinu hausti. Á fáum dögum tókst Primo de Rivera að bæla niður uppreisnina að þessu sinni. Hjet hann því þegar, að menn þeir, einkum her- menn, er hefðu haft sig í frammi, skyldu sæta þungri hegningu. —- Meðal þeirra er handteknir voru var Sanchez Guerra, foringi frjáls- lyndra íhaldsmanna og fyrverandi forsætisráðherra. Var hann hand- tekinn í Valencia og fluttur burt á herskipi. Var þess getið til að hann mundi færður í útlegð. Þetta tiltæki vakti þegar mjög mikla gremju. Samhljóða áliti fjölda rnanna, sem kunnugir eru á Spáni, er það að óánægjan með stjórn Primo Primo de Rivera. de Rivera fari sívaxandi. Ef hon- um tekst mikið lengur að kalda völdum, þá komi það til af því, að almenningur óttist nokkuð lang varandi óeirðir, þegar honurn verð- ur velt iir stóli. — Jeg er farinn að finna á mjer ellimörk. Nú sje jeg ekki lengur ‘ fsafoidarprentsmitsja h.f. hema á mín eigin Spíl,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.