Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Side 1
13. tölublað. Sunnudaginn 31. mars 1929. IV. árgangnr. Hið enðurlíkamaða líf. (Uita regenerata). Eftir Dr. Helga Pjeturss. i. Hjá öllum lifandi verum, dýruin og jurtum, er til hæfileiki sem í líffræðinni er nefndur endurvöxt- ur, regeneration. Mætti um þetta efni rita langt og fróðlega; en hjer verður að fara fljótt yfir. Þessi endurskapandi kraftur er sístarf- andi, því að hinn lifandi líkami er altaf að slitna og eyðast, og myndi fljótt ónýtast, ef ekki væri endurvöxturinn, sem þó einkum gerií vart við sig, þegar sár verð- ur eða skemdir, sem þó eklti fara fram ór því sem gróið getur. En mjög misjafn er þessi hæfileiki hjá hinum ýmsu verum í lífríki jarðar vorrar. Ef maður missir framan af fingri t. d., þá getur gróið fyrir stúfinn, en sjálfur köggullinn eða köggulhlutinn, vex ekki aftur. Hjá sumUm hinum lægri hryggdýrum getur heill framlimur vaxið aftur, herðarblað og alt saman, þó að tekið sje burtu; og hjá dýrum hokkru ofar, ferfætlum (lacerta) vex halinn aftur, þó að brotni af, en ekki eins fullkominn að gerð og áður. Enuþá miklu betur kem- ur þó þessi endurvaxtarhæfileiki í ljós neðar í dýraríkinu, hjá hrygg- leysingjunum. Eru þar krossfisk- arnir frægir. Það má eyðileggja mestan hlutann af krossfiski (as- terias), líklega alt að níu tíundu hlutum af þyngd dýrsins, skilja aðeins eftir einn arm, og þó er endurvaxtarkrafturinh ekki lain- aður. Þessi eini armur bætir við sig ineð endurvexti því sem vantar á heilt dýr; þ. e. langmestur hluti dýrsins vex aftur. Ef vjer sker- um svo gamla arininn af, þá liöf- um vjer krossfisk sem er endur- líkamaður, endurholdgaður (rein- carneraður) og í öðru lífi. Og hann hefir endurholdgast án þess að eignast nýja foreldra. Er þetta alt býsna íhugunarvert, því að þarna höfum vjer fyrir oss dýr, sem lifir þótt það liafi dáið, og er að vísu alveg eins líkamlegt í öðru lífi og það var fyrir dauðann. II. Nú víkur málinu að amerískum lækni, dr. L. R. G. Crandon og frú hans, sem er miðill ágætur. Eins og áður var getið, kemur endur- vaxtarhæfileikinn í minsta lagi fram hjá manninum; en dr. Cran- don og þeim, sem með hon- um starfa, hefir tekist að sýna fram á að endurvaxtarhæfileikinn er til, þó að maðurinn sje dáinn. Á fundum með frú Crandon (Mar- gery) sem miðli, líkamaðist hönd bróður hennar, sem dó 1911, og framleiddi gómför. Gómfarið er, eins og kunnugt er orðið, óbrigðult til að ákveða manninn og er sú þekking mjög notuð við glæpa- málaralinsóknir. Virðist ekki auðið að hugsa sjer betri aðferð fyrir framliðinn til að sanna sig en þá að hann líkaini hönd sína og fram- leiði góinfar, eins og Walter Stin- son, bróðir frú Crandon hefir nú gert margsinnis, svo að ekki virð- ist unt að koma tortrygni við. — Hefir dr. Crandon og samstarfs- fólk hans gengið frá rannsóknum þessum með hinni mestu vand- virkni. IH. Agætur dýrafræðingur dr. R. J. Tillyard, fjelagi í vísindafjelaginu enska (P. R. S.), hefir mjög vand- lega kynt sjer þetta mál, og alger- lega fallist á niðurstöður Crand- ons. Skrifaði dr. Tillyard ritgerð, sein kom 18. ágúst 1928 í hinu heimskunna náttúruvísindatíma- riti „Nature“ og þar seni hann lýsir því yfir að framhald per- sónuleikans eftir dauðann, sje vís- indalega sannað. Og ekki getur minsti vafi á ]>ví leikið að dr. Tillyard hefir rjett að mæla. — Frainhald lífsins eftir dauðaun er ekki trúaratriði framar. Og er ohætt að teija framkomu þessarar ritgefðar eftir dr. Tillyard, með <dlia stærstu tiðindum árið sem leið. Mun flestum hafa komið mjög á óvart, að sjá slíka grein í „Na- ture , tímariti sem hefir verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.