Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Side 3
LESJ3ÓK MORGUNBLAÐSINS 99 mörgum og miklum erfiðleikum bundið, að hjer þarf mikið fje, og ekki þess að vænta, að bót verði ráðin í skjótri svipan á þess- um þjóðarvandræðum. Eitt er víst: Þessi fjelagsskapur hefir fengið ágætar undirtektir um land alt. Um síðustu áramót var fjelagatalan 1350, þar af 71 æfifjelagar, og nú mun hún vera um 2000. G. Bjömson, forseti S. V. F. í fyrstu Árbók Slysavarnafje- lagsins, sem er útbýtt hjer á fund- inum, er gerð grein fyrir otörfum fjelagsins á úmliðnu ári. Þar hefir því nær eingöngu verið um undir- bxiningsstörf að ræða, undirbúning nndir væntanlegar framkvæmdir. En jeg get bætt því við, að stjórn fjelagsins hefir nú rjett nýlega fest kaup á vönduðum björgunarbát. Við höfum fengið hann keyptan — fyrir tækifæris- verð — hjá enska björgunarfjelag- inu. Verðið er 500 pund sterling. Þessi bátur kemur hingað í næsta mánuði og lerður fyrsti björgunarbáturinn hjer á landi. Þennan bát ætlum við að hafa í Sandgerði.'Við höfum fundið, að skipströnd eru tíðust og mann- hættumest einmitt á þeirri slóð, milli Reykjaness og Garðskaga. Vitanlega þarf að byggja hróf yfir bátinn í Sandgerði. Allur kostnaður, þegar. báturinn er þang gð kominn, verður í minsta lagi 15 þús. kr. Við getum þess með þakklæti að Eimskipafejlagið ætl- ar að flytja bátinn heim endur- gjaldslaust. Hjer er ekki tóm til að lýsa þessum vandaða bát nánar.En fólki verður gefinn kostur á að sjá hann um sumarmálin, ]>egar hann kemur hingað. Á síðasta þingi voru veittar 10,000 kr. til slysavarna. Þær 10 þús. kr. hefir atvinnumálaráðherra veitt Slysavarnafjelaginu til þess- ara bátskaupa og kunnum við þakkir fyrir. Þegar við nxi lítum fram undan okkur á ætlunarverk og viðfangs- efni Slysavarnafjelagsins, þá eru þau mörg og margvísleg, og verða sum mjög kostnaðarsöm. Við höfum látið vinna að því að safna sem nákvæmustum skýrslum um mannskaða á sjó á undanfar- ínni tíð. Þeirri tafsömu vinnu er ekki lokið enn. Þá höfum við bók, sem færð verða í öll slys, er framv. vilja til og þær upplýsingar, sem bestar verða fengnar um orsakir þeirra, Á þeim rannsóknum verður að byggja allar framkvæmdir fje- lagsins. Þá koma hjer til greina ýms mikilvæg atriði, sem að vísu ekki lievra undir verksvið S. V. 1. en fjelagið þó mun stýðja og liafa vakandi gætur á. Má ]>ar til nefna allskonar lend- ingaæbætur, vita (þar á meðal radiovita), sjómerki, hafnarmerki, veðurspár, eftirlit með fiskiskip- um, hentugasta lag og gerð hreyfil báta og fiskibáta yfirleitt. Þá mun og fjelagið gera sitt til þess að efla sundkunnáttu, sem mest má verða, og kenna út frá sjer bestu aðferðir við lífgun druknaðra. En það er, gefnr að skilja, ekki ætlunalrverk fjelagsins að afla fjár í þessar þarfir, af því að þær hevra ekki nema óbeinlínis undir verkahring þess. En við viljum nú benda á tvenn aðalætlunarverk fjelagsins, og þar þurfum við á miklu fje að halda. Við eigum þar annars vegar við slys, sem hljótast af skipströnd- um, og hinsvegar við hin afar tíðu slys úti á rúmsjó, og þá aðallega bátaslysin. 1901—1925 strönduðu lijer við land á 5. liundrað skipa, eða að meðaltali 17 skip á ári (skip yfir 12 smálestir). Við getum ekki sagt ann, hversu margir hafa farist við öll þessi skipströnd. Til þess verður að leita í fjölda blaða og tímarita, sem oft ekki ber sanian. En marg- ar af þeim slysförum eru mönn- mn enn í fersku minni; er þess skemst að minnast, hvernig fór þegar Jón forseti strandaði. Til þess að bjarga mönnum í land úr skipum, sem stranda, þarf ýmiskonar tæki, alt eftir stað- háttum. Þar sem rif eða sker eru langt undan landi, þarf stóra og öfluga björgunarbáta. Eru það nú öflugir hreyfilbátar. Dýrustu björgunar- bátstöðvar Englendinga kosta 30 þús. sterlingspund (báturinn sjálf- ur 16 þús. sterl.pd.). IJar sem ströndin verða á skerj- um eða grynningum rjett skamt undan landi, — eins og hjer milli Garðskaga og Reykjaness — eru hafðir miklu minni, opnir björg- unarbátar, hreyfillausir, eða með litlum hreyfli. Þar sem engin sker eða rif eru úti fyrir og skipin stranda mjög nærri landsteinum — eins og hjer á mestallri suðurströnd landsins, og reyndar víðast hjer við land - ]>ar þarf alls ekki björgunarbáta, enda ]>á oft ekki hægt að koma þeim á flot vegna brims í lend- ingu. En þar eru settar fluglínu- stöðvar. Er þá liiifð byssa, eða smákanona, eða eldflugur (rakett- ur) til að kasta línu út í skipið, mjórri línu. Með henni er svo drúginn gildur strengur út og festur í skipið. En þar með fylgir einskonar björgunarstóll, sem hægt er að draga fram og aftur eft.ir strengnum. Eru strandmennirnir dregnir í þessum stól í land. Jeg gat þess, að við eigum von á fyrsta björgunarbátnum um sum armál, að hann á að fara í Sand- gerði og geta komið að liði á öllu svæðinu milli Reykjaness og Garð- skaga. Þar eru víða rif og sker en öll skamt undan landi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.