Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Side 4
100 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS Það er ekki víða við strendur landsins, sem við þurfum á þess- konar björgunarbátum að halda. Við getum ekki að svo stöddu sagt hvað víða. Hins vegar er ljóst, að við þurf- um, eins og aðrar þjóðir, að koma upp mörgum fluglínustöðvum, eink anlega á suðurströnd landsins, þai sem skipströnd eru tíðust, Við er- um að rannsaka, hvar þörfin er mest. Góð fluglínustöð kostar 3—5 þúsund krónur. Þá er að minnast á hitt aðalvið- fangsefnið: hætturnar úti á rúm- sjó. Við þekkjum q11 björgunarskip- ið „Þór“ og alt það mikla gagn, sem það skip hefir unnið í Vest- mannaeyjum. En það er auðsætt, að kostnaðar vegna verður okkur ókleift að gera út svo stór og dýr björgunar- skip í öðrum veiðistöðvum hjer á landi. Þess gerist heldur ekki þörf. Okkur er þegar Ijóst, að þar eig- um við að fara að dæmi Norð- manna. Björgunarfjelag þeirra (stofnað 1891) á 28 björgunarskút- ur, seglskútur, framúrskarandi og víðfrægar skútur, sem eru færar í allan sjó og verstu veður og hjálpa um 3000 norskum fiskimönnum úr sjávarháska árlega. Þær eruá vetr- um í stærstu fiskiverum, ein í hverju veri, og þær fylgja bátun- um út á miðin á hverjum degi, eru þegar til taks, ef eitthvað bjátar á. Tveir af okkur höfum sjeð og skoðað þessar ágætu björgunar- skútur í Noregi. Hver skúta kost- ar 45 þús. kr. Framvegis ætlar norska fjelagið að byggja þær dá- lítið lengri og hafa í þeim öflugan hreyfil, en segja þær muni þó ekki kosta nema 55 þús. kr. Við höfum fullan hug á því og teljum okkur brýna nauðsyji að eignast — helst fjórar þesskonar björgunarskútur, eina í Faxaflóa, aðra handa Vestfjörðum, þriðju handa Austfirðingum, og loks eina handa Norðurlandi, ef þörf krefur. Nú sjá menn fram á kostnað- inn. Fjelagið okkar þarf um 300.000 krónur til að koma björgunarstarf- semi sinni í viðunandi byrjunar- horf — eitt togaraverð! En j)á þurfum við líka vafa- laust 50.000 kr. eða fult það til ársútgjalda. Við ölum þá von, trúum því og treystum, að þetta fje muni fást, muni nást saman í gjöfum góðra manna, tillögum fjelaga vorra um land alt og góðum styrk úr rík- issjóði. Þarfirnar eru margar, þarfir þjóðfjelagsins. En hver sem lítur út á sjóinn og hugsar sig um, hann mun játa, að hjer er um brýna nauðsyn að ræða — sauaKallaða lífs-nauðsyn. / ur. tí. lón Vídalín og postilla hans. Danski presturinn dr. Arne Möller hefir Samið rit eitt mikið, „Jón Vídalín og hans Postil/ ‘ sem fyrir skemstu er útkomið, 440 bls. í stóru postillubroti á þykkum gljápappír og hið prýðilegasta að öllum ytra frágangi. Áður hefir dr. Möller, svo sem kunnugt er, samið allmikið rit um Hallgrím Pjetursson og passíusálma' hans, sem liann hlaut fyrir doktors-nafn- bót. sína, og nokkru síðar yfirlit. yfir íslenskan sálmakveðskap („Is- lands Lovsang gennem Tusind Aar“), hið vandaðasta rit. Dr. Möller er orðinn sjerfræðingur í íslenskum kirkjulegum bókment- um og megum vjer íslendingar kunna honum þakkir fyrir mikmn áhuga hans á að kynna þessar bókmentir vorar löndum sínum og þá um leið Norðurlandaþjóðunum hinum, og það því fremur sem það, er hann ritar um þessi efni, er alt hið vandaðasta og byggist á alveg sjálfstæðum rannsóknum. Þetta á ekki hvað síst heima um þetta síðasta rit hans, um „Jón Vídalín og postillu hans.“ Hann kallar rit sitt „en biografisk og litterærkritisk Undersögelse“ og ei það frá upphafi til enda bygt á strangvísindalegum rannsóknum sjálfs hans. Hefir þetta efni aldrei fyrri verið rannsakað jafn ítarlega og hjer, og þar sem jafn gjörhugull og lærður maður hefir við rann- sóknirnar fengist, ræður að líkum, að hjer sje ýmislegt nýtt á borð borið fyrir lesendur, bæði íslenska og danska. En eins og gefur að skilja, á rit þetta umfram alt er- indi til íslenskra lesenda og má telja framkomu þess bókmenta- legan viðburð, að minsta kosti fyrir oss íslendinga ,sem teljum Vídalín meðal merkustu sona þjóð- Dr. Arne Möller. ar vorrar og postillu hans meðal þeirra bóka, sem öndvegi skipa meðal íslenskra rita, sem samin hafa verið á íslensku síðan siða- skifti. 1 fljótu bragði gæti það virst ekkí hneysulaust fyrir þjóð vora, að enginn Islendingur skuli hafa orðið til þess, að ráðast í slíka rannsókn, en útlendingur (þó af íslensku bergi brotinn í móðurætt) orðið fyrstur manna til að vinna það verk, sem engum var skyldara að vinna en sjálfum oss. En þess er vel að gæta, að svo skamt er umliðið síðan er oss fór að vaxa fiskur um hrygg til útgáfu vísindalegra rannsóknar- rita, og hinsvegar fjöldi viðfangs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.