Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Page 6
102 rit eitt, enskt að uppruna en í danskri þýðingu: „The Practice of Christian Graees. Or the Whole Duty of Man.“ Bók þessa hafði Vídalín íslenskað áður en hann íór að vinna að postilln sinni, en sennilega aldrei lokið við þýðing- una til fulls, því að þegar hún er gefin nt löngu seinna, er það gert eftir eintaki sem Jón biskup Árna- son er sagður hafa „reviderað“. Bókin var ekki prenuð fyr en löngu eftir dauða Vídalíns. Kom síðari hluti hennar nt sjer á parti 1738 og nefndist „Guðrækilegar Bænir“ (en Steinn biskup gaf út), en fyrri hlutinn ekki fvr en 1744 og nefndist „Skylda mannsins við Guð, sjálfan sig og Náungann,“ og sá Harboe um iitgáfu hans. Þessi uppgötvun Möllers á sam- bandi postillunnar við „Skyldu“ er því merkilegri, sem það rit virð- ist einnig hafa haft býsna mikil áhrif á mótun kristindómsskoð- unar rjetttrúnaðarmannsins Vída- líns í heittrúnaðar-átt. Pjór'ar af prjedikunum í postillunni (á 3. jóladag, 9. og 10. snd. e. trinita- tis og á Skírdag) álítur Möller að sjeu að miklu leyti teknar að láni frá þessu riti. En auk þess gætir áhrifanna þaðan víðar í prjedik- unum. liót+ m;nni brögð sjeu að því en í nýnefndum fjórum prje- dikunum. Einnig hygst dr. Möller verða var áhrifa frá þessarí ensku guðsorðabók í bænum Vídalíns (sjerstaklega hinni alkunnu „bæn eftir prjedikun“ í postillunni.) í fljótu bragði gæti nú einhverj- um virst sem höf. rits þessa væri með rannsóknum sínum að draga úr gildi Vídalíns sem prjedikara. En sá hefir ekki verið tilgangur höf. Miklu fremur er það tilfinning höf. fyrir því, liVe stórmerkileg bók Vídalíns-postilla er, vegna á- hrifa hennar á trúarlíf heillar þjóð ar í fulla öld, sem vakið hefir hjá lionum þessa rannsóknar-löngun hans. Höf. hefir . vafalítið gengið að því vísu, að hjer væri alls ekki um „frumlegt rit“ að ræða í þeim skilningi að þar hefði alls ekki verið við neinar heimildir stuðst. Því að fyr á timum þótti alls enginn ljóður á slíkum ritum, gð þar væri stuðst við annara rit LESBÓK MORGUNBLAÐSINS („farið í smið.ju“). Virðingin fyr- ir bókfræðilegum eignarrjetti var í þá daga öll önnúr en nú tíðk- ast. Ekkert var algengara en að uppbyggilegir rithöfundar. lán- uðu hver hjá öðrum það, er þeim þótti vænlegt til sálubóta lesend- um sínum. Það skifti minstu hvort, „frumlegt“ væri það, er bor- ið var á borð fyrir góðfúsan les- ara. Hitt var aðalatriðið, að það vrði honum til „sannra sálunota“. Og eins hefir Vídalín vafalítið lit- ið á málilð. Hann er með postillu sinni að semja guðsorðabók handa íslenskri alþýðu, sniðna sjerstak- lega'eftir ástæðnm hennar og þörf- i>m þeirra tíma. Fæstar af þess- um prjedikunum hans (ef nokkur) eru samdar til flutnings í kirltju, heldur til heimalestrar. Vídalín gerði yfirhöfuð sem biskup næsta lítið að því að prjedika, nema á stórhátíðum kirkjuársins, og á föstunni (þ. e. miðvikudögum), eða við sjerstök kirkjuleg tæki- færi. En þótt gildi Vídalínsprjedik- ana sem guðsorðabókar breytist ekki vitund við það, sem upplýst verður um frumleika þeirra, þá getur ekki hjá því farið, að það hafi nokkur áhrif á skoðanir manna á bókfræðilegu gildi post- illunnar og á höfundinum sem rit- höfundi, og að nýjar upplýsingar um uppruna prjedikananna og til- orðning þeirra heimti „nýtt mat“ á hvoru tveggja. Þessa gengur dr. Möller þá ekki heldur dulinn. — Hann álítur t. a. m. að ofmælt sje, að kalla prjedikanir þessar „ramm- íslenskar“, eins og próf. Magnús Jónsson hefir gert, eða að tala um Vídalín sem „ef til vill íslenskasta kennimanninn, sem Island hafi átt,“ eins og sá hefir gert, sem þetta ritar, að minsta kosti verði að taka fram um leið hvað átt sje við með því. Hann vill og gera minna úr biblíuþekkingu Vídalíns, þekkingu hans á klassískum bók- mentum og kirkjufeðraritum, þar sem sanna megi, að Vídalín ausi flest það úr heimildarriti sínu, Harmoníu. Mikið af þeim lærdómi, sem menn finni hjá Vídalín og dáist að, sje þaðan fengið. Hann vill ekki heldur við það kannast hjá sjera M. J. að það sje „mælsk- an, sem kalli ritningarorðin oft og einatt fram í heilum fylkingum," því að þessar heilú fylkingar ritn- ingarstaða í ræðum hans hafi lest- ur Harmoníu „kallað fram.“ Dr. Möller telur sig lítt sam- mála þeim, er þetta ritar, um það, að Vídalín komi í prjedikunum sínum fram sem ákveðinn talsmað- ur lúterskrar kristindómsskoðun- ar. Þrátt fyrir allan rjetttrúnað sinn sje Vídalín alls ekki svo lút- erskur sem venjulega sje talið. — Rjettlætingu af „trúnni einni“ sje þar alls ekki haldið fram. Trúar- hugtakið hjá Vídalín sje alls ekki hið rjetta lúterska: Velgjörningar Krists og meðal þeirra sáluhjálpin, er sje einn þeirra, „heyri oss ekki til“ eftir skoðun Vídalíns — fyr en vjer „fullgjörum það, sem af oss heimtist" — menn rjettlætist m. ö. o. aðallega af verkunum! Þess vegna telji Vídalín oss um- fram alt nauðsynlegt, að vita „hverjir að sjeu þessir sjerdeilis hlutir, sem guð kiefur af oss, hvað ef vjer framkvæmdum, gjörir oss eilíflega sáluhólpna.“ M. ö. o. sáluhjálpin er samningsmál milli guðs og mannsins. Einnig skoðun Vídalíns á ritningunni sje ólút- ersk, þar sem hann skoði ritning- una aðallega sem lögbók. Loks sje skoðun Vídalíns á sakramentunum og á hinu kirkjulega embætfi alls ekki lútersk, þar sje Vídalín miklu fremur „smitaður“ af hinum enska heittrúnaði, sem fyrir oss verði í ,.Skyldu.“ En þar sje síst haldið fram hreinni lúterskri, heldur kal- vínskri kenningu. Dr. Möller lýsir kristindómsskoðun Vídalíns (sem þó minna beri á hinu lúterska en kalvmska), sem hafi að mark- miði siðferðilega betrun lífernisins. En slíkur kristindómur hljóti fyr eða siðar að leiða yfir í skynsem- istrú. — Trúarinnileikans saknar hann mjög í prjedikunum Vída- líns. Styrkleiki Vídalíns sje ekki á sviði trúfræðinnar, heldur á sviði siðfræðinnar. Sem siðameistari sje Vídalín mestur. En þrátt fyrir það, sem höf. finnur postillunni og kristindóms- boðskap hennar cil foráttu, kann- ^st hann þó yið óvenjulegan kenni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.