Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1929, Blaðsíða 8
104 ( LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flcttinn frá Kabul. Hjer á myndinni sjest höll bresku sendi- sveitarinnar í Kabul, höfuðborg Afghanistan og sendiherrann, Sir Francis Himphreys. Hann og öll sendisveitin er nú komin frá Kabul og' allir Evrópumenn, sem þar voru. Voru þeir fluttir þaðan á bresk- um flugvjelum til Peshewar. afabróðir hennar). Þegar faðir minn (fíeddur 1842) var að alast upp á Núpi á Berufjarðarströnd bjó Stefán Ólafsson í Víðidal, og kom það fyrir, að faðir minn sá i • ■ ... hann í DjúpavogskaupStað. Þang- að er fjögra daga ferð fram og til baka lir Víðidal, Faðir minn sagði, að Stefán hefði verið mínn- isstæðasti maður, sem hann het'ði sjeð í æsku, fyrir sakir stærðar og forneskju. Skegg liafði hann allmikið og hár niður á herðar, mikilúðlegur en þó frekar fríður sýnum. Eittlivert helsta afrek Ste- fáns, sem jeg veit um með vissu, er það, þegar hann bar kvíguna yfir fjallið í þæfingsófærð. Sigfús Sigfússon o. fl. hafa ritað allmik- ið um Stefán. Þegar Stefán tók að eldast flutti liann úr Víðidal; lagð- ist dalurinn þá í eyði, ))angað til Sigfús nokkur Jónsson, ættaður af Hjeraði, — einnig harðmenni mik- ið og sterkur, — bygði aftur dal- inn og bjó þar fram undir síðast- liðin aldamót. Sigfús þennan sá jeg eftir að hann fluttist að Bragðavöllum í Hamarsfirði, inn af Djúpavogi. Þá var hann ganiall orðinn. Ekki var hann hár, en æði þrekinn. Sagði faðir minn mjer, að þegar Sigfús var á yngri árum, þá hefði hann sjeð hann láta upp á hest sinn hálftunnusekk (100 pund) með hvorri hendi. Mjer er sagt, að einstöku menn hafi gert þetfa, en til þess þarf góða krafta, ekki síst fyrir fremur lága menn eins og Sigfús var, etl hann var einhver sá laglegasti og snarmannlegasti maður, sem jeg hefi sjeð á þeim aldri. Get jeg þessa vegna þess, að eklti völdust aðrir en harðfrískir menn til að byg^ja Víðidal. Fimleikamaður hafði Sigfús verið afburða mikill Og söngmaður svo góður, að Ólaf- ur læknir Thorlacius, sem heyrði bæði Herold og Geir Sæmundsson. syngja, segir hiklaust, að Sigfús hafi tekið þeim báðum fram hvað röddina snerti. Eitt sinn var það um hávetur, er Sigfús kom heim úr kaupstaðar- ferð af Djúpavogi, að aðkoman var heldur ömurleg í Víðidal. Var þá snjóflóð búið að sópa burt bæn- Um, eu kona lians og börnin, þá ung, — eitt nýfætt, — höfðu þó komist af fyrir merkilega tilvilj- un, og höfðust við í fjárhúsun- um. Sigfús þessi dó snögglega með askinn sinn í hnjánum; sat hann þá að snæðingi. Síðan laust fyrir aldamót hefir dalurinn aftur legið í eyði, en er afrjettarland frá Lónssveit og liggur undir Stafafellsland. Og það er einmitt í Víðidal, sem tuddi sá er uppalinn, sem Kapp- róðrarhorn íslands er af. Fleiri horn hefi jeg fengið af þessu nauta kyni, sem eru ennþá stærri, en ekkert svona fallega lagað. Stafa- fellsbóndi lætur geldneyti sín ganga í Víðidal oft langt frám á vetur. Það virðist ekki illa tilfallin hending, að verðlaunagripur einn- ar hinnar harðfengilegustu íþrótt- ar, skuli vera þaqnig til kominn og uppvaxinn í dal þeim, sem að- eins er fær afburðamönnum em- um til búskapar. Lýsing á horninu. Aðalmyndirnar á horninu erve tveir kappróðrarbátar, sinn hvoru megin, eru þeir almentir og sækja fast fram að settu marki. Undir og yfir bátunum þeytast fiskar og fuglar fram í köpp við þá; eru ugga- og sporðaköst í hverri báru en fuglar í skýjum. Á eftir öllu þessu geysast gammar tveir. Er það áhugi og kergja sú, sem renn- ur keppendum í skap. En silfur- kjafturinn, sem bítur í hæl horns- ins, er vættur sú, sem stjórnar úr- slitasprettinum. Búnaður allur er úr skíru silfri og ebenviði. Efst á lokinu er „Einn á báti.“ Má vera, að það sje Ingjaldur í skinnfeldi, sem þar sækir fram. Móðir: Drengur ípínn, því ferðu ekki út og leikur þjer með vinum þínum. Snáði: Jeg á ekki nema einu vin, og jeg liata haun. Hann: Ósköp eruð þjer föl í kvöld, ungfrúl Hún: Segið þá eitthvað svo jeg geti roðnað! ísafoldarprentsmiSja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.