Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1929, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1929, Blaðsíða 4
3áé LESBÖK MORGUNBLAÐSINB vang um morguninn, höfðu átta menn — þar á meðal skipstjórinn, — farist, e“n hinum 6 var bjargað. Um Scapa Flow. Þessi inikli flói er á milli Hross- eyjar, Syðri-Rínaldseyjar og Há- eyjar, og er um 11 mílufjórðunga á lengd og 7 á breidd, þar seni hann er breiðastur. Inn í hann * liggja þessi sund: Háeyjarsund frá Atlantshafi, Hólinasund og Wast- ersund frá Norðursjó *og Hoxasund inn úr Pettlandsfirði. 1 stríðinu mikla var nafnið Seapa Flow kunnugt um allan heim, því að þar hafði meginfloti Breta þá aðseturstað. Þegar ári.ð 1912 var um það rœtt að gera Scapa Flow að herskipahöfn, en það varð ekkert úr því. Þegar stríðið brast á neyddust Bretar til þess að loka í skyndi Háeyj- arsundi, Hólmasundi og Waster- sundi á þann hátt að sökkva þar skipum. Yar þetta gert til þess, að þýskir kafbátar kæmist þar ekki í gegn um. Opið var þá að- eins Hoxasund (og nokkur hluti Háe(yjarsunds), en þau voru svo vel varin að tundurduflum og kaf- bátanetjum, og ekki voru eftir nema örmjóar rásir fyrir epsku herskipin að sigla eftir. Þýskur kafbátur, sem reyndi að komast inn í Scapa Flow, skömmu eftir að stríðið hófst, varð fastur í nefjunum og þar druloiaði öll áhöfn hans. Meðan á stríðinu stóð var meira líf umhverfis Scapa Flow en nokkru sinni áður. Öll hús, sem hægt var að fá, voru tekin handa hCrmönnum. Gtræddu Onkneyja- bændur meira á þessu en þá hafði nokkru sinni órað fyrir. Allar landbúnaðarafurðir komust í geypi verð, og gátu þændur lieimtað fyrir þær hvað, sem þeir vildu. Ensku herskipin í flóanum þurftu að fá um 350 smálestir af nauta- kjöti á mánuði og mestmegnis var það fengið úr Orknej’-jum. Þegar stríðinu var lokið, urðu Þjóðverjar að skuldbinda sig til þess að láta allan herskipaflota sinn af hendi við bandamenn, og sigla honum sjálfir til Scapa FIO'w, en þar átti hann að „geym- ast“. Menn mega geta því nærri að Þjóðverjum Iiafi þótt þetta súrt í brotið. Skipin, sem þeir voru skyldaðir til að afhenda og sigla þangað, voru: 11 orustuskip, 5 brynvarin beitiskip, 8.beitiskip, um 50 tundurbátar og tundurs' ’!!- ar o. fl. Ski|> þessi komu til Scapa Flow dagana 23.—27. nóve'mber 1918 og voru ,,kyrsett“ þar meðan Banda- menn ráðguðust um hvernig skifta ætti þessu mikla herfangi. En þá lcom nokkuð óvænt fyrir, sem eng- um hafði komið til hugar. Hinn 21. júní 191!! „skruppu“ ensku skipin út i Norðursjó, en meðan þau voru á burtu, söktu Þjóð- verjar sjálfir iillum herskipum ,s>n- uni, eftii' fyrirmælum vnn Reuters flotaforingja. Skipshafnirnar fóru í bátana' og björguðu sjer í land. Ensku herskipin komu nokkru seinna inn í flóann, en þá voru flest þýsku skipin sokkin. Þó tókst að draga tvö beitiskip og nokkra tundurspilla upp á grunn- sævi. Og þarna lá nú hinn mikli ]>ýski floti á mararbotni, og mun Þjóðverjum hafa þótt það betra, er. að vita hann í óvinahöndum. Má og vera, að þetta hafi verið besta úrlausnin fyrir bandamenn, því að hverjir vildu fá bróður- partinn af flotanum og horfði til vandræða út af því. lTr Straumnesi, sem er norðan- vert við flóann, sáu menn hvert þýska skipið á eftir öðru sökkva til botns. Menn ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum. En er þýsku sjóliðarnir komu í land og báðust gistingar, urðu menn að trúa. Um morguninn höfðu skóla- börnin á Straumnesi farið út í flóann á gufuskipi, til að skoða þýska flotann, en áður en þau voru komin heim aftur, voru fyrstu. skipin farin að sökkva. J. W. Robertson kaupmaður í Leirvík, sá er áður er getið, varð með þeim fyrstu til þess að reyna að bjarga sokknu skipunum. Hefir honum tekist að lyfta 4 tundurbátum, en kostnaður varð svo mikill, að liann tapaði stórfjc á þéssu. Seinna hefir fjelag oit.i; í Lundúnum, Cox & Danks bjargað um 20 tundurspWum, orustuskip- inu ,,Moltke“ og fleiri skipum. — Hafa þau verið seld skipasmíða- stöðvunum í Skotlandi, sem brota- járn. Leiðin frá Straumnesi til Scapa Pier liggur rjett fram hjá eynni Oava og stóra þýska bryndrekan- um „Hindenburg“, sem Bretum tókst að draga upp á grunnsævi áður. en hann sökk. Siglntrje, íeykháfar og nokkuð af þilfarinu er yfir sjó. Frá borði heyrast ham- arslög og hvinur í vjelum, sem vinna þar að viðgerð. Lengra úti situr sjófugl á öðrum fæti á siglu- toppi, sem er hið eina er sjest af öðru þýsku herskipi. Rjett inn við land sjest „Seydlitz“, og liggir þar á tjliðinni, og ennfremut nokkrir tundurspillar, sem dvegr '.r hafa verið á þurt land og liggja ftatir. Víða sjest á siglutoppa upp úr sjónum og má af þeim sjá hvar þýsku skipin liggja. Raddirframliðinna Eitt af dæmum um það, hvernig hjátrú og hindurvitni hertaka huga manna, er eftirfarandi saga, sem fer eins og eldur í 'sinu um dálka lieimsblaðanna: Arabar, sem heima eiga í nánd við Hebron, eru nú tryltir af hræðslu- Þarna hafa Gyðingar ver- ið drepnir hrönnum saman að und- anförnu, í hinum blóðugu ofsókn- um. En eftir blóðbaðið heyrðu menn nótt eftir nótt raust, sem kom upp úr jörðinni og hrópaði: „Hví hafið þjer úthelt saklausu blóði?“ eða: „Kennið þjer e'kki í brjósti um meðbræður yðar?“ Arabar halda því fram, að þess- ar raddir komi aðallega úr Mac- pelahs helli, þar sem sagan segir að þeir Abraham, Isak og Jakob sje greftraðir. Og þeir segia, að nótt eftir nótt sje kallað þaðan: „Hver: vegna eVu synii mínir drepnir?“ Stundum segja þeir, að ógurleg hróp heyrist neðan úr jörf unni: „tsraelssynir, hví setjið þjer blett á nafn forföðurs yðar?“ Fyrirburðir þessir hafa skotið Aröbum miklum skelk í bringu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.