Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1929, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1929, Blaðsíða 5
LBSBÓK MORGUNBIiAÐSINS 357 R feröalagi. Eftir sjera Sigurð Einarsson. „Ef inni er þröngt tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftins þök. Hýsfeu aldrei þinn harm, það er best að heiman og út ef þú berst í vök.“ Einar Benediktsson. Klukkan er 6 árdegis. Jeg stend á torginu fyrir framan járnbraut- arstöðina. Hún er æruverðug og sótug eins og járnbrautarstöð á að vera. Og full af úrillu og geð- vondu fólki, taugaæstu, órólegu ferðafólki, se'm er ekki búið að jafna sig eftir þá geðraun, að vera rifið upp kl. 5^2- Jeg er í yndis- legu skapi. Munurinn á mjer og þessum mönnum liggur i, að þeir eru allir að fara til einhvers á- kveðins staðar, sem þeir þurfa að liafa náð fyrir ákveðinn tíma. Það er vitfirring. Alt það, sem þeim finst óþægilegt í ferðalögum, er mjer unaður. Jeg er ekki að fara neitt sjerstakt að því leyti, að mjer er alveg sama hvar jeg verð á morgun um þetta leyti, liggur e'kkert á. Menn sætta sig við lestina, toll- skoðuuina. vegabrjefsóþægindin, þvættinginn, hávaðann, tafirnar, koffortaburðipn, af því að það er böl, er ekki verður-komist hjá, ef þeir eiga að ná ákvörðunarstað sínum. — Jeg nýt þessa alls, en ákvörðunarstaðir mínir hafa ein- att orðið mjer til vonbrigða, En það er sjálfum mjer að kenna. Jeg hefi trúað ferðamannabókun- um, reitt mig á Bennett og Cook og mannkynssögma sem mjer var kend. Jeg er löngu hættur öllu slíku. Klukkan er sex og jeg er að leggja á stað í ferðalag, sem verður eins langt og teygt verður úr síðasta skilding mínum. Jeg er einsamall. Það kemur enginn og segir við mig „góða ferð“, og „manstu nú hvort þú hefir tannbursta með“, og „þú verður að skrifa fljótt“. Enginn htfir hjálpað mjer til að láta niður í ferðatöskuna. Eigi að síður e*r alt i röð og íeglu, og jeg kominn á stöðina fullum hálftíma áður en lestin fer. Jeg hefi 15 mínútur til þess að yfirvega hvers jeg skuli Sigurður Einarsson. ne57ta og 10 mjnútur til þess að neyta þess. Og í þessar 15 mín- útur er heilinn í mjer fullur af ilm og angan og göfugu bragði. Jeg afræð að fá m.jer ofurlítið stykki af h.vítu, mjúku brauði, bita af kaldri gæsasteik og glas af daufu víni. Og nú er jeg fær í allan sjó, þangað hil „Mitrópa“ tekur að sjá fjrrir- líkamlegri vel- líðan minni. Jeg fer niður á stjettina, þar sem lestin bíður stynjandi í tengsl- um. En það er of sne'mt að fara inn. Jeg geng um á gljáandi asfalt- inu og nýt þess að ve'ra til, teygi í vitund minni hvert augnablik eins og lopa. Jeg er nýrakaður og jeg finn snertinguna af tár- hreinum nærfötum um allan líkam- an eins og svala blessun. Svo fer jeg að leita mjer að sæti. Það má e'kki ver^ í enda vagns, ekki yfir möndli, ekki of framarlega í lest- inni. Það á að vera gluggasæti og horfa til þeirra áttar, sem ekið er í, borð undir glugganum og eitthvað til að styðja fótum á. Slík sæti má kaupa sjer með sjerstökum fanniðum. En það er að svifta sig þeirri ánægju að finna þau sjálfur, og geri jeg það því aldri. Þá er að koma sje'r fyrir, láta pípuna á borðið, tóbakið, pípuhreinsarann, eldspýturnar, liylki með 5 vindlum og eina öskju af vindlingum, þrjú til fjögur stór morgunblöð, láta ferðatöskuna upp í netið, helst þannig að hún falli ekki í manns eigið höfuð, ef Imn skyldi detta; hengja frakkann sinn á snaga, tæma alt verðmæti vii vösum hans, svo því verði ekki stolið meðan verið er að borða, setja upp svarta alpahúfu og ■þunna þráðarvetlinga á hendurnar. Það er vegna þess, að á messing húnunum í lestinni er lag af göml- . um, þvölum svita, sóti og spans- grænu. Þetta er mikið og vanda- samt verk, og nú sest .jeg uiður til þess að njóta stundvísi minnar og eigin öryggis. Alt er í lagi, vegabrjef, farmiði, farangur. Og nautnin verður innilegri við það að sjá asann og gauraganginn, heyra ópin og þvaðrið í hinum. Nú er dyrunum lokað og lestin tekur þjösnalegan linykk. Feitur kaupsýslumaður kemur æðandi með skjalatösku, sem hann -veifar ; ákafa vfir höfði sjer. Hann verð- ur eftir. Yndislegt! Mátulegt handa slóðum og rúmlötum mönn- um! — Og svo á stað! Húrra! Það urgar í teinunum. Loftið fylí- ist af suðu, \erður höfugt af lyki og vörmu stáli, áburðarolíu og eim. Það ymur i eirþráðunum með fram brautinni og simastaurarnir þjóta fram hjá með hásu hvissi. Hraðatilfinningin seytlar upp í gegn um fæturna, smeygir sjer upp eftir skrokknum, fer með kuldakitli upp í hársrætur. Jeg lít snöggvast út, jörðin æðir fram hjá, hraðast hjá lestinni, hægar eftir því sem lengra dregur frá. Veröldin er orðin að skoppara- kringlu, sem snýst um miðdepil langt, langt í burtu og þeytir lestinni á rönd sjer,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.