Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1929, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1929, Blaðsíða 7
LBS®ÖK MORGUNBLAÐSINS 359 •engan trúnað á spiritismann, en þó leið að því, að jeg sannfærðist um sannleiksgildi hans. Jeg veit um 70 háskólakennara við viður- kenda háskólá, sem hafa haft kjark til að viðurkenna sannleik- ann, og mjer þykir leitt að segja ykkur Norðurlandabmun það, að aðeins einn skandinavískur pró- fessor er meðal þeirra.Það var pró- fessor Haraldur Níelsson í Reykja- vík, Áhrif stríðsins á andahygg ju. —* Þegar stríðið skall á, urðu fieiri til að veita spíritismanum athygli. Þúsundir manna ljetust á vígvellinum. Þetta voru menn i blóma lífsins. Þeír áttu fjölmarga ástvini, sem syrgðu þá, og höfðu hug á, ef mögulegt væri, að kom- ast í samband yið þá. Þannig var það íneð mig. Jeg misti son minn, bróður minn, báða niága mína, og tvo náfrændur. Hvert voru þeir farnir? Lifðu þeir einhversstaðar, eða voru þeir liorfnir? Þá var það að jeg uppgötvaði að borðdans, högg og tal miðla voru bendingar og boðskapur til okkar. Hvernig áttu framliðnir að gefa okkur merki. öðruvísi en að setja þ)au fram fyrir efnisbundna skynjan okkar. Þe'ir, sem ekki liöfðu gefið þessu gaum, voru likir fólki, sem heyrir símann hringja, en hefir ekki rænu á að taka heyruartólið til að hlusta. Það var eftir að jeg hafði fengið persónulegar sann- anir fyrir tilveru framliðinna og sambandi þeirra við okkar heim, að jeg ásamt konu minni ákvað að helga líf mitt sálrænum rannsókn- um, og til að útbreiða þann boð- skap, sem þeim rannsóknum fylgdi. I Sannanir fyrir framhaldslífi. — Kona ein, sem jeg þekti í Lundúnum, hafði mist son sinn í striðinu. Hún náði sambandi við hann með hjálp hins ágæta miðils frú Osborne Leonard. Þégar bún hafði talað nokkrum sinnum við hann, spurði hún hann einu sinni, hvort hann gæti gefið henni nokkra sönnun fyrir því, að hann lifði í raun og veru í öðrum heimi. Hann sagði henni þá frá því, að hann hefði nýlega verið að hjálpa vini sínum, sem hvin þekti líka, yf- ir um. Hann hefði vérið á flugi yfir óvinahersvæði, og hefði hann verið skotinn niður. Sama dag spurðist frúin fyrir hjá hermála- ráðuneytinu, hvort hans hefði ver- ið saknað, en svo var ekki. En daginn eftir kom tilkynning um það, að hans væri saknað. Benti hún þá á staðinn, sem sonur henn- ar hafði sagt henni frá, og fanst hann þar nokkrum vikum seinna. Móðir Conan Doyle. : —* Jeg vil gjarnan segja frá eig- jn reynslu minni. Jeg var á fundi með miðli einum frá Toledo. Sá jeg þá fyrst lýsandi hring, sem líktist helgibaug. Síðan kom í ljós inni í honum andlit móður minnar. Jég hefi aldrei sjeð hana greini- legar. Hún var að öllu leyti eins og um það leyti sem hún dó. —- Þetta var engin skynvilla, því að ltona mín og frú Gowan þektu liana líka. Talmiðlar. Um talmiðla hefir verið rætt mikið. Sumir halda því fram, að þeir búktali. Það er ekki trúlegt, allra síst fyrir þá, sem hafa heyrt þrjá framliðna tala í einu við þrjá menn á miðilsfundi, en miðillinn var e'kki nema einn. — Allir viðstaddir voru kunningjar og of einlægir spíritistar til að vilja rejma hið minsta til að falsa. Andinn, sem talaði kínversku. — Jeg skal segja ykkur söguna af dr. Raymond. Hann var kennari í • kínversku við háskólann í Ox- ford. Hann var einn dag á miðils- fundi. Heyrði hann þá einn and- ann tala kínversku á gamalli dauðri mállýsku. Dr. Raymond skýrði frá því, að hann væri að þýða kínverskt kvæði, sem hann ætti dálítið örðugt með. Andinn bað hann að hafa yfir fyrstu hend- inguna í kvæðinu, og gerði dr. Raymond það. Hafði þá andinn yf- ir alt kvæðið og sneri því á nútíma kinversku. Eftir það átti dr. Ray- mond ekki erfitt með að þýða kvæðið. Hugsanaflutningur. — Aðalrök andstæðinga spíri- tismans eru þau, að í flestum til- fellum sjeu fyrirbrigðin bygð á hugsanaflutningi. Þetta getur að vísu átt sjer stað, en ekki alstaðar, að minsta kosti ekki við þá sögu, sem jeg skal nú segja. — Maður nokkur í Melbourne varð fyrir þeirri sorg að missa tvo efniléga syni sína í skipskaða. Nokkru síð- ar náði hann sambandi við þá. — Bað þá annar þeirra liann að ganga aísíðis. Hann sagði honum frá því, og’ tók honum vara fyrir að segja mömmu sinni frá þVÍ, að bróðir sinn hefði verið etinn af stórum fiski. — Var það hákarlf spurði faðir lians. — Já, það var ekki ólíkt því, en það var ekki venjulegur hákarl, svaraði dreng- urinn. Skömnm síðar veiddist ó- venjuleg tegund hákarls þar í nánd, og fundust í honum leifar drengsins. Hjer gat ékki verið um hugsanafluting að ræða, nema frá hákarlinum. Conan Doyle sýndt við þetta tækifæri margar myndir af fram- liðnum, sem teknar voru eftir dauð ann. Gat þar að líta myndir af honum sjálfum ásamt syni hans, konu hans ásamt ástvinum hennar og marga fleiri. Hann lauk máli sínu á þá leið, að hann byggist ekki við að hafa sannfært fólk til fulls, eða „um- vent“ þvi, en hann kvaðst vona, uð hann hefði gefið því eitthvað að hugsa um. ekki hringt neyðarbjöllunni .... ?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.