Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Síða 1
46. tölublað. Sunnudagiun 17. nóvember 1929. IV. árgiMbfur. Huerfi Reykjauíkur og íbúatala þeirra síðan um alöamót. Eftir Þorstein Þorsteinsson, hagstofustj. I. í Reykjavík búa nú rúmlega 25 þúsund rn'anns eða hluti allra landsmanna, en um síðastliðin alda mót voru hjer aðeins tæplega 6700 manns. Þessi mikli vöxtur hefir auðvitað breytt mjög útliti bæj- arins. Það er orðið þröngbýlla en áður, og auk þess hefir bærinn þanist út og nýir bæjarhlutar myndast, er áður voru lítt eða ekki bygðir. Þetta liggur í augum uppi. En hitt er ekki jafnaugljóst, hvernig vexti hinna ýmsu bæjar- hluta hefir verið háttað á ýmsum tímum. Til þess að fá vitneskju um það, þarf að athuga mannfjöld- ann í hverjum bæjarhluta á ýms- um tímum. En hingað til hefir bænum ekki verið skift í ákveðna bæjarhluta með föstum takmörk- nm. Þar sem bærinn ef nú orðinn svo stór og að ýmsu leyti með misimmandi sniði, gæti það þó oft verið til mikils hægðarauka og Upplýsinga að ýmsu leyti, ef bæn- um væri skift í hverfi með ákveðn- um takmörkum. Og eftir því sem bærinn stækkar, verður æ meiri þörf á slíkri skiftingu. Reyndar hefir bænum stundum verið skift í þrjá hluta, Miðbæ, Vesturbæ og Austurbæ, en takmörkin milli þeirra hafa vekið óviss, að minsta kosti milli Miðbæjar og Vestur- bæjar. En auk þess hefir þessi skifting verið óhentug vegna þess, hve þessir hlutar hafa verið mis- stórir, því að með Miðbænum hefir venjulega aðeins verið átt við sjálfa kvosina milli hafnar- innar og Tjarnarinnar, frá Lækn- um að Aðalstræti, en alt þar fyrir vestan verið talið Vesturbær og alt fyrir austan Lækjargötu Austur- bær. Með þessu móti verður Mið- bærinn örlítill í samanburði við hina tvo hlutana, hvort heldur sem litið er á mannfjölda eða flatarmál. Heppilegast virðist að skifta bænum í mörg smáhverfi, sem svo má sameina í stærri bæj- arhluta, og má þá ýmist nota stærri eða smærri skiftingu eftir því, hvernig á stendur eða um hvaða efni er að ræða. Jeg hefi nú gert tilraun til þess ao skifta bænum 1 ákveðin hverfi og bæjarhluta, sem nota mætti til mismunandi víðtækrar skiftingar bæjarins og skal hjer gerð grein fyrir niðurstöðunni. Fyrir nokkru síðan hefir verið gefinn út skipulagsuppdráttur af bænum innah Hringbrautar og hefi jeg bygt á honum, það sem hann nær. Þar sem ákveðið er, að bæjar- hluti þessi takmarkist algerlega af Hringbrautinni og hún liggi eins og belti utan um hann frá Rauðarárvík að Eiðsvík, þá virðist eðlilegt að skifta bænum í tvent um Hringbrautina, innbæinn eða aðalbæinn innan Hringbrautar, og úthverfin utan Hringbrautar. Innbænum hefi jeg skift í 14 hve'rfi, sem aftur má sameina í 3 stærri bæjarhluta, ef menn þurfa ekki á nákvæmari skiftingu að halda. Hverjum þessara 3 bæjar- hluta má líka skifta í tvent og fá«t þá 6 minni bæjarhlutar. Má þannig eftir atvikum skifta bænum í 3, 6 eða 14 hluta. Hverju hverfi og bæjarhluta hefi jeg gefið ákveðið nafn til aðgreiningar á þeim. Þai* sem nöfn voru til áður á hvetfum í bænum, svo sem Skuggahverfi, Þingholt, Sólvellir, hefi jeg leit- ast við að halda þeim, en hefi sett þeim ákveðin takmörk, og hefir þá oftast ekki orðið komist hjá því að færa þau nokkuð út, en það ætti ekki að þurfa að vdrða að neinum baga, því að áður hafa takmörkin verið mjög óviss. Á einstaka stað hefir hverfum verið skift um götur, þannig að húsin hvoru megin götumwr heyra til sínu hverfi. Þannig er t. d. um Hringbrautina og Lækj- argötu. En annars hefir það verið aðalreglan að láta húsaraðirnaf beggja vegna við sömu götú fylgja sama hverfinu, eú láta takmörkin milli hverfanna liggja milli gatna á bak við húsin. Þegar innbænum er skift í þrent,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.