Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 2
362 LESBÖK M0RGUNBLAÐSIN5 RG9H3fiUIK Ah=Amarhóll. Ás- Ásgarður. Au- Austurhlíð. Bb- Bræðraborg. Br=Bráöræðisholt. G=Grimsstaðaholt. Lf~ Laufás. Me=Melarnir R=Rauðarárholt, Se = SellanB. Sk-Skuggahverfi. S<5=Sólvellir. Su=Suðurhlíð. TJ=Tjarnarbrekka. Tu=Tungan. VI=Víkin. Þ=Þingholt. Æ=Ægissíða. O=0skjuhlíB. kalla jeg þá bæjarhluta Miðbæ, Austurbæ og Vesturbæ í samræmi við það, sem tíðkast hefir. En til þess að gera skiftingu þéssa jafn- ari og eðlilegri, er Miðbærinn ekki aðeins látinn ná yfir sjálfa kvos- ina, heldur einnig bfe'kkurnar beggja vegna við hana eða ríflega TJm Lækjargötu skiftist Mið- bærinn í vestur- og austurhluta. í vesturhlutanum eru 2 hverfi. Annað nær yfir sama svæði, sem hingað til hefif venjulega verið kallað Miðbærinn, að viðbættu Grjótaþorpi. Nær það milli hafn- arinnar, Lækjargötu og Tjarnar- innar að Tjarnargötu norðan Von- arstrætis (meðt.1), Túngötu (me'ð- t.), Garðastræti (frát.1) og Gróf- inni (meðt.). Þetta hverfi kallast Víkin. Benti Pjetur Zóphóníasson mjer á það nafn, og virðist mjer það einkar vel viðeigandi um elsta hluta Reykjavíkur. Það næf yfir meginhlutann af heimalandi jarð- arinnar Reykjavík, er langt fram eftir öldum var æfinlega kölluð Vík á Seltjarnarnesi. Hitt hverfið í vesturhluta Miðbæjafins kallast Tjarnarbrekka. Er hún fyrir sunn- an Víkina og nær upp að Garða- stfæti (meðt.) og suður að Hring- braut milli kirkjugarðsins og skemtigarðsins. Nafnið Tjarnar-- brekka ef gamalkunnugt, en hjef látið ná yfir nokkru víðara svæði en tíðkast hefir. 1 Meðt. táknaf, að gatan, sem hefnd er, er talín með (inclusive'), en frát., að hún er ekki talin með (exelusive). í austurhluta Miðbæjarins eru líka 2 hverfi. Kallast hið syðra ÞLugholt. Þau ná frá Lækjargötu og Tjörninni suður að Skothúsvegi (meðt.) og Hellusundi (meðt.), upp að Bergstaðastræti (meðt.) og norður að Skólavörðustíg (frát.) og Bankastræti (frát.). Mikill hluti þe'ssa hverfis hefir hingað til verið kallaður Þingholtin, en auk þess nær það yfir Stöðlakots- og Skálholtskotsland. Nyrðta hverfið kallast Arnarhóll og nær ríflega yfir það svæði, er Arnarhólstún náði áður yfir. Þetta hverfi nær frá Kalkofnsvegi (frát.) og Lækj- argötu suður að Bankastræti (meðt.) og Laugavegi (frát.) og austur að Klapparstíg (frát.). Austurbærinn skiftist í tventj norðurhluta fyrir ndrSan Skóla- vörðustíg (meðt.) og suðurhluta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.