Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 3
LBSBÖK MOBGUNBLAÐSINS 363 ■þar fyrir sunnan. í norðurhlutan- ura eru 3 hverfi. Skuggahverfi e'r fyrir austan Arnarhól, raeðfrara sjónura frá Klapparstíg (meðt.) inn að Hringbraut og upp að Laugavegi (frát.). Þá er Austur- hlíð austan í Skólavörðuholtinu frá Hringbraut upp að Skóla- vörðutorgi og niður að Frakka- stíg (frát.) og Laugavegi (meðt.). 1 þessu hverfi er barnaskólinn nýi. Fyrir neðan Frakkastíg (meðt.) er Tungan i tungunni milli Laugavegar (raeðt.) og Skólavörðustígs (meðt.), I suðurhluta Austurbæjar eru líka 3 hverfi. Fyrst er Ásgarður, fyrir sunnan Skólavörðustíg (frát.) að Bergstaðastræti (frát.) og Njarðargötu (meðt.). í þessu hverfi eru næstum allar götur kendar við Æsi og virðist því sjálfsagt að kalla hverfið Ásgarð. Fyrir innan Njarðargötu (frát.) tekur við Suðurhlíð, sunnan í Skólavörðuholtinu, upp að Skóla- vörðutorgi og niður að Hring- braut og Bergstaðastræti (frát.). Er það hverfi nú fyrst að byggj- ast. Þar er Landsspítalinn og þar á Háskólinn og Stúdentagarður- inn að vera. Bn hingað til hafa ekki verið önnur íbúðarhús á þe'ssu svæði heldur en Listasafn- hús Einars Jónssonar og hús Hans pósts. Fyrir neðan þessi bæði hverfi er Laufás frá Bergstaða- stræti (raeðt.) niður að Hring- braut og vestur að Hellusundi (frát.) og Ökothúsvegi (frát.). Hverfi þetta er nefnt eftir húsi því, er Þórhallur biskup bygði hjer nokkru fyrir aldamótin. Var það lengi einstakt á þessum slóð- um og er Laufásvegurinn, sem liggur eftir hverfi þessu endilöngu, áður kendur við það. Vesturbærinn skiftist í tvent um Bræðraborgarstíg, sem ráðgert er að nái alla leið niður að höfninni, í innri hluta og ytri hluta. 1 innri hlutajnum eku 2 hverfi. Hið nyrðra nær frá Grófinni (frát.) og Garðastræti (meðt.) að Tún- götu (meðt.) og Bræðraborgarstíg (frát.). Hverfi þetta kallast Ægis- síða vegna þess ,að margar götur þar eru kendar við sjóinn (Ægis- gata; Ránargata; Bárugata, ÖJdu- gata, Marargata, Unnarstígur). í elsta hluta þessa hverfis eru Hlíð- arhús. Fyrir sunnan Túngötu (frát.) taka við Sólvellir milli Garðastrætis (frát.) og Bræðra- borgarstígs (frát.) suður að Hring- braut. í ytri hluta Vesturbæjar eru líka 2 hverfi. Annað kallast Bræðra borg, frá Hringbraut og Bræðra- borgarstig (meðt.) norður að Ve'st- urgötu (frát.) og vestur að Fram- nesvegi (frát.). Liggur Bræðra- borgarstígurinn eftir því endi- löngu og ,er það því kent við hann. Hitt hverfið kallast Selland, vestan Framnesvegar (meðt.) og norðan Vesturgötu (meðt.) að fyr- irhugaðri framlengingu Bræðra- borgarstígs (meðt.) niður að höfn. Nær það hverfi yfir meginhlutann af Se'lslandi og Ánanaust. Þá eru upp talin öll hverfin inn- an Hringbrautar. Utan Hring- brautar er að vísu miklu fámenn- ara, en landrými er þar miklu meira og má búast við, að bygðin aukist þar mikið í framtíðinni, enda hefir hún aukist nokkuð hin' síðari ár. Það virðist því full á- stæða til þess að skifta þeim hluta bæjarins líka í hverfi, og þó að sum þeirra sjeu fámenn nú, geta þavi orðið fjölmenn síðar. Je'g hefi því líka skift þessum hluta bæjarins í 14 hverfi. Þeim má skifta í tvent, nærhverfin, sem liggja að Hringbrautinni eða skamt frá henni, og fjarhverfin, sem eru lengra í burtu. Nærhverfin eru 5, þrjú ve'stan bæjar og tvö austan bæjar. Vestan bæjar- eru Bráðræðisholt, Melarnir og Grímsstaðaholt. • Bráðræðisholt nær að Kaplaskjólsstíg (frát.) og niður í mýrina, þar sem hún er lægst. Melarnir taka þar við og ná frá Kaplaskjólsstíg (meðt.) yf- ir Sauðagerði, Haga og Loftskeyta stöðina niður í Vatnsmýrina. Grímsstaðaholt er suðvestur af Melunum milli Kaplaskjóls og Skildinganess. Austan bæjar eru tvö nærhverfi. Hið syðra et Öskju- hlíð, sem nær yfir Vatnsmýrina, upp í Öskjuhlíð, yfir Suðurpól og Eskihlíð og út í Norðurmýri. Þar tekur við Rauðarárholt, frá Há- teigi og Sunnuhvoli, og nær yfir alla bygðina norðan í holtinu nið- ur að Hringbraut, niðhr að sjó og inn að Fúlutjarnarlæk. Fjarhverfin eru 9, tvö vestan bæjar, en sjö austan bæjar. Vest- an bæjar eru Kaplaskjól og Eiði. Nær hið síðara aðeins yfir jörðina Eiði með Hæðarenda, sem tekin var undan Sletjarnarneshre'ppi 1923 og lögð undir Reykjavíkurbæ. Af fjarhverfunum austan bæjar má fyrst nefna Fossvog. Nær hann inn fyrir Biistaði, en einnig telst til hans Leynimýri austan undir Öskjuhlíð. Þá er Kringlumýri. Þar er ennþá ekki önnur bygð en Seljaland. Þar fyrir norðan taka við Laugamar fyrir innan Fúlu- tjarnarlæk. Ná þær yfir allan dal- inn, sem Laugalækurinn retanur eftir, milli Grensliáls og Laugar- áss, alt til sjávar, svo að þar með telst Kirkjusandur og Laugarnes. Fyrir norðan Laugarás taka við Sundin, frá Köllunarkletti fram með sjónum (sundunum) alla leið inn að Elliðaám og stíður að þjóðveginum. Á þessu svæði hefir að kalla má ekki verið önnur bygð en Kleppsspítali, fyr en 1928, er bygð voru þar nokkur hús, og enn fleiri hafa bæst við í ár. Takmörk- in milli Sundanna og Lauganna liggja alstaðar eftir háhryggnum á ásum þeim, sem á milli liggja. Fyrir sunnan Laugarnar og Sund- in eru Sogin og liggja takmörkin milli þeirra um þjóðveginn. Sogin ná frá Grenshálsi yfir Sogamýr- ina og- norðurhluta Bústaðaholts alt inn að Elliðaám. Hinumegin við Elliðaárnar hefir hingað til að- eins talist til Reykjavíkurbæjar ræma úr Ártúnslandi fram með ónum, þar se'm Rafmagnsstöðin stendur. En í ár hafa jarðirnar Ártún og Árbær verið lagðar und- ir bæinn. Alt svæðið innan Elliða ánna myndar eðlilega sjerstakt hverfi, sem kalla mætti Ártún. Loks er Breiðholt, sem nær yfir land jarðarinnar Breiðholts fyrir sunnan Fossvog. Sú jörð var lögð undir Reykjavíkurbæ ásamt Bú- stöðum árið 1923. Frh,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.