Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 4
364 LBSBÖK MOROUNBLAÐSENB Fdein orð um K. F. U. K. Eftir Quðrúnu Ldrusdóttur. Jeg hefi eigi ósjaldan orðið þess vör, að hjer á landi er mörgum lítt kunn starfsemi Kristilegs fje- lEgs ungra kvenna, eða K. F. U. K., eins og fjelagið er kallað í daglegu tali. Jeg vildi fegin ráða ofurlitla bót á því með þessum línum. Fyrir rúmum aldar fjórðungi þektist starfsemin ekki hjer á landi, en hafði þá náð útbreiðslu víðsvegar um önnur lönd. Nú starfar K. F. U. K. i öllum heims- álfum. í fyrrasumar hjelt fjelagið alheims fund í Búdapest. Þar mættu fulltrúar frá 34 löndum (1 frá íslandi). Fundinn sátu um 500 konur, yngri og eldri, af margvís- legum þjóðflokkum og tungumál- um, en sameinaðar í áhuga fyrir málefni Drottins á meðal hinna ungu. Laust fyrir síðustu aldamót stofnaði síra Friðrik Friðriksson K.'F. U. K. hjer í bænum. Var hann þá nýskeð búinn að stofna K. F. U. M. eða kristilegt fjelag ungra manna. Jeg minnist þess nú, er jeg rita línur þessar, hve kalt andaði þá stundum í garð síra Friðriks, og hve lítt margir skildu viðleitni hans fyrir æsku- lýðinn. Eh hverjir mundu nú vilja óska þess, að starfsemin hefði eigi verið hafin? Jeg get eigi stilt mig um að segja ofurlitið frá upphafsatriðum K. F. U. K., hjer í Reykjavík. Það væri ekki óhugsanlegt að frásögn mín kynni að glæða áhuga fyrir fjelaginu og málefni þess. Sira Friðrik Friðriksson hafði stofnað K. F. U. M. með fáeinum drengjum, er hjeldu fyrstu fund- ina sína í bæjarþingstofunni, sem er í efri hæð hegningarhússins við Skólavörðustiginn. Annað hús- næði áttu þeir ekki þá. Síra Frið- rik hefir stundum, !,bæði í spaugi og alvöru, minst á »tugthús«-veru sina, en happasæl hefir hún orð- ið og blessunarrík fyrir marga. Það voru hreinir lofgjörðar-ómar, §em bárust frá fundum drengj- anna, eins og andlegir vorboðar, sem töluðu einkum til hinna ungu, og það leið heldur ekki á löngu áður en ungu stúlkurnar fundu einnig hvöt hjá sjer til þess að stofna með sjer svipaðan fjelags- skap, og hvert áttu þær þá að snúa sjer annað en til síra Frið- Guðrún Lámsdóttir. riks Friðrikssonar, hins sjálfkjörna foringja hinnar kristilegu æsku- lýðshreyfingar. En síra Friðrik færðist undan í fyrstu. Drengirnir skipuðu önd- vegi hjá honum. En þá varð einni litlu stúlkunni, sem nú er vel metin kona hjer í bænum, að orði: »Þurfa stúlkur þess ekki að verða sáluhólpnar eins og dreng- ir?« Spurning barnsins kann að virð- ast brosleg eða barnaleg, en hvað sem um það er: síra Friðrik færð- ist ekki lengur undan beiðni stúlkn- anna, og — K. F. U. K. varð til. Stofnun fjelagsins, með fáeinum unglíngsstúlkum, eða öllu held- ur börnum, þótti þá enginn stór-viðburður, og var að litlu getið. Hver hirðir um sögu fræ- kornsins, sem falið er í myrkri mold? En þó á örsmá ögnin í sjer fólgið lifsmagn, sem borið fær sýnilegan ávöxt. — Starfi fjelagsins hefir miðað áfram, hægt að vísu, í líkingu við jurtina, sem teygir sig eftir ljósinu, og það eru vissulega margar góðar minning- ar tengdar við bókstafina fjóra: K, F. U. K. En hver er þá stefna fjelags- ins í starfsaðferð ? Þeirri spurn- ingu verður best svarað með því að segja í stuttu máli frá grund- vallaratriðum fjelagsins og stefnu- skrá, sem sameiginleg er um öll lönd, þar sem fjelagið starfar: »Kristilegt fjelag ungra kvenna« vill leitast við að sameina allar þær konur, sem trúa á Guð föð- ur, skapara sinn, Jesúm Krist frelsara sinn, og Heilagan anda huggara sinn, samkvæmt Guðs opinberaða orði í heilagri ritning; sem ennfremur eru sameinaðar í Guðs kærleika og hafa áhuga á málefni Drottins og vilja taka höndum saman um það, að Guðs ríki komi og Guðs nafn helgist á meðal ungra kvenna«. — Ýmsum aðferðum er beitt með- al hinna mörgu f jelagsdeilda víðs- vegar um heiminn, til þess að ná þessu takmarki, og væri það altof langt mál, ef upp ætti að telja, einungis mætti nefna fáein dæmi: í erlendum stórborgum, þar sem ytra skraut og íburður dylur oft og einatt saurug skúmaskot, hef- ír K. F. U. K. leiðbeiningarstöð fyrir ungar stúlkur, sem koma ókunnugar til borganna. Á járn- brautarstöðvum getur að líta bók- stafi fjelagsins og auglýsingu hvar leiðbeiningaskrifstofuna sje að finna. Þangað leitar fjöldinn all- ur af ungum stúlkum, sem ant er um sóma sinn og vilja tryggja sjer góðan fjelagsskap. Þá á fjelagið víðast hvar í borg- um og bæjum hús eða heimili, þar sem ungar stúlkur eru boðn- ar og velkomnar, hvort heldur til dvalar um lengri tíma, fyrir mjög sanngjarnt verð, eða um stundar- sakir, svo sem við lestur góðra bóka eða með handavinnu sína. Heimili þessi eru hin snotrustu; vingirni og hlýindi mæta aðkomu- stúlkunni, hún finnur, að hjer er hún velkomin, hjer á hún vini, þótt hún sje öllum ókunnug, og hún gengur brátt úr skugga um, á hvaða grundvelli vináttan hvíl- ir. — Alt, sem þjer viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.