Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Page 4
364 LBgBÖK MOROUNBLAÐ8TMB Fdein orð um K. F. U. K Eftir Quðrúnu Lárusdóttur. Jeg hefi eigi ósjaldan orðið þess vör, að hjer á landi er mörgum litt kunn starfsemi Kristilegs fje- lngs ungra kvenna, eða K. F. U. K., eins og fjelagið er kallað í daglegu tali. Jeg vildi fegin ráða ofurlitla bót á því með þessum línum. Fyrir rúmum aldar fjórðungi þektist starfsemin ekki hjer á landi, en hafði þá náð útbreiðslu víðsvegar um önnur lönd. Nú starfar K. F. U. K. i öllum heims- álfum. í fyrrasumar hjelt fjelagið alheims fund í Búdapest. Þar mættu fulltrúar frá 34 löndum (1 frá íslandi). Fundinn sátu um 500 konur, yngri og eldri, af margvís- legum þjóðflokkum og tungumál- um, en sameinaðar í áhuga fyrir málefni Drottins á meðal hinna ungu. Laust fyrir síðustu aldamót stofnaði síra Friðrik Friðriksson K.'F. U. IC hjer í bænum. Var hann þá nýskeð búinn að stofna K. F. U. M. eða kristilegt fjelag ungra manna. Jeg minnist þess nú, er jeg rita Iínur þessar, hve kalt andaði þá stundum i garð síra Friðriks, og hve lítt margir skildu viðleitni hans fyrir æsku- lýðinn. E’n hverjir mundu nú vilja óska þess, að starfsemin hefði eigi verið hafin? Jeg get eigi stilt mig um að segja ofurlítið frá upphafsatriðum K. F. U. K., hjer í Reykjavík. Það væri ekki óhugsanlegt að frásögn mín kynni að glæða áhuga fyrir fjelaginu og málefni þess. Síra Friðrik Friðriksson hafði 1 stofnað K. F. U. M. með fáeinum drengjum, er hjeldu fyrstu fund- ina sína í bæjarþingstofunni, sem er í efri hæð hegningarhússins við Skólavörðustíginn. Annað hús- næði áttu þeir ekki þá. Síra Frið- rik hefir stundum, [bæði í spaugi og alvöru, minst á »tugthús«-veru sína, en happasæl hefir hún orð- ið og blessunarrík fyrir marga. Það voru hreinir lofgjörðar-ómar, bárust frá fundum drengj- anna, eins og andlegir vorboðar, sem töluðu einkum til hinna ungu, og það leið heldur ekki á löngu áður en ungu stúlkurnar fundu einnig hvöt hjá sjer til þess að stofna með sjer svipaðan fjelags- skap, og hvert áttu þær þá að snúa sjer annað en til síra Frið- Guðrún Lárusdóttir. riks Friðrikssonar, hins sjálfkjörna foringja hinnar kristilegu æsku- lýðshreyfingar. En síra Friðrik færðist undan í fyrstu. Drengirnir skipuðu önd- vegi hjá honum. En þá varð einni litlu stúlkunni, sem nú er vel metin kona hjer í bænum, að orði: »Þurfa stúlkur þess ekki að verða sáluhólpnar eins og dreng- ir?« Spurning bajnsins kann að virð- ast brosleg eða barnaleg, en hvað sem um það er: síra Friðrik færð- ist ekki lengur undan beiðni stúlkn- anna, og — K. F. U. K. varð til. Stofnun fjelagsins, með fáeinum unglíngsstúlkum, eða öllu held- ur börnum, þótti þá enginn stór-viðburður, og var að litlu getið. Hver hirðir um sögu fræ- kornsins, sem falið er í myrkri mold? En þó á örsmá ögnin í sjer fólgið lífsmagn, sem borið fær sýnilegan ávöxt. — Starfi fjelagsins hefir miðað áfram, hægt að vísu, í líkingu við jurtina, sem teygir sig eftir ljósinu, og það eru vissulega margar góðar minning- ar tengdar við bókstafina fjóra: K. F. U. K. En hver er þá stefna fjelags- ins í starfsaðferð ? Þeirri spurn- ingu verður best svarað með þvi að segja í stuttu máli frá grund- vallaratriðum fjelagsins og stefnu- skrá, sem sameiginleg er um öll lönd, þar sem fjelagið starfar: »Kristilegt fjelag ungra kvenna« vill leitast við að sameina allar þær konur, sem trúa á Guð föð- ur, skapara sinn, Jesúm Krist frelsara sinn, og Heilagan anda huggara sinn, samkvæmt Guðs opinberaða orði í heilagri ritning; sem ennfremur eru sameinaðar í Guðs kærleika og hafa áhuga á málefni Drottins og vilja taka höndum saman um það, að Guðs ríki komi og Guðs nafn helgist á meðal ungra kvenna«. — Ýmsum aðferðum er beitt með- al hinna mörgu fjelagsdeilda víðs- vegar um heiminn, til þess að na þessu takmarki, og væri það altof langt mál, ef upp ætti að telja, einungis mætti nefna fáein dæmi: í erlendum stórborgum, þar sem ytra skraut og íburður dylur oft og einatt saurug skúmaskot, hef- ír K. F. U. K. leiðbeiningarstöð fyrir ungar stúlkur, sem koma ókunnugar til borganna. Á járn- brautarstöðvum getur að líta bók- stafi fjelagsins og auglýsingu hvar leiðbeiningaskrifstofuna sje að finna. Þangað leitar fjöldinn all- ur af ungum stúlkum, sem ant er um sóma sinn og vilja tryggja sjer góðan fjelagsskap. Þá á fjelagið víðast hvar í borg- um og bæjum hús eða heimili, þar sem ungar stúlkur eru boðn- ar og velkomnar, hvort heldur til dvalar um lengri tíma, fyrir mjög sanngjarnt verð, eða um stundar- sakir, svo sem við lestur góðra bóka eða með handavinnu sína. Heimili þessi eru hin snotrustu; vingirni og hlýindi mæta aðkomu- stúlkunni, hún finnur, að hjer er hún velkomin, hjer á hún vini, þótt hún sje öllum ókunnug, og hún gengur brátt úr skugga um, á hvaða grundvelli vináttan hvíl- ir. — Alt, sem þjer viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.