Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1929, Blaðsíða 8
368 L8SBÖK MOBGUWBLABSIÍfS Mjólkurafurðasýning' var nýlega haldin í Lundúnum. Á þeirri sýningu var t. d. he'ilt mjólkurbú, með öllu, sem þar til heyrir: kúm og vjelum og — mjaltakonum. Má hjer á myndinni sjá nokkrar af hinum laglegu stúlkum á leiðinni í fjósið til að mjalta. ilinn hcilagi „drauma-kaktus“. „Frá þeim, sem ekkert á, mun tekið verða það, sem hann ekki á“. Þáð er eins og þetta hafi rætst á Indíánunum í Wyoming. Indíán- ar ,þessir eru afkomendur af stór- um þjóðflokki, sem nefndist Amer- inda. I fornöld voru Indíánar þess- ir stórir og sterkir, liraustleika- menri á allan hátt, metnaðargjarn- ir og hugrakkir. En þegar Norður- álfumenn komu til Ameríku flæmdu 'þeir Indíána frá löndum sínum, drájni þá eins og hráviði og komn þeim á flæking. Nokkrir þeirra séft ust að í Wyoming, alls- lausir. Það vár aðeins eitt, sem hvítu mennirnir höfðu ekki getað tekið frá þeim, og það var hin ein- kennilega peyote-jurt—kaktus, er á uppruna sinn í Me'xiko. Indíánar tyggja jurt þessa, og hún hefir þau áhrif á þá, að þeir gleyma öllum raunum sínum og þá dreym- ir fagra vökudrauma, líkt og menn sem neyta ópíums. I draumum sín- um mintust þeir fornrar frægðar og þess vegna hafa þeir geymt og varðveitt sögu sína, með sama áhuga og ýmsir þjóðflokkar varð- veita trúarbrögð sín. En það var örðugt að ná í kak- ‘'tusinn. Hann vex aðeins upp til há- fjalla, þar sem varla e'r fært yfir öðrum en fuglinum fljúgandi. Og einmitt vegna þess hve örðugt er að ná í kaktusinn, og hverja eiginleika hann hefir, hafa Indí- ánar talið hann heilaga jtírt og af guðdómlegum upprupa. Það eru því aðeins útvaldir menn, sem fá leyfi til þess að sækja kaktusinn upp til fjalla, og áður en þeir geri það, fer fram helgiathöfn og eru þeir vigðir hátíðlega til fararinnar. En nú hafa hinir vísu löggjafar í Wjfoming bannað Indíánum að eta þessa jurt. Þeir segja, að hún sje áfeng og"það sje því bannlaga- brot að eta hana. Hvíti þjóðflokk- urinn, sem rænt hafði Indiána öllu, sem þeir áttu, fje' og frelsi, getur nú ekki unnað þeim hinna fogru drauma. 1 fjölda mörg ár hafa Indiánar lifað kyrlátu og friðsömu lífi og ekkert skift sjer af því, hver lög voru sett í land- inu. En nu risu- þeir upp og mót- inæltu. Og ýmsir merkir menn tólcu málstað þeirra, þar á meðal einn merkur prestur. Þeir halda því fram, að e'kki sje hægt að benda á neitt dæmi þess, að notk- un kaktussins hafi orðið til tjóns, en að hún sefi hug og sje til hugg- unar fyrir þessa þjóð, sem er að deyja út. Ennfremur benda þeir á, að notkun hennar standi í sam- bandi við guðsdýrkun þeirra og trúarbrögð. Smælki. — Hefirðu heyrt það, að Han- sen er kominn til hinstu hvíldar? — Nei, er hann nú orðinn em- bættismaður! Kenslukona: Heyrðu, drengur minn, þú getur alls ekki reilmað dæmin þín. Áttu ekki systur eða bróður, se’m getur hjálpað þjer? Drengur: Nei — en jeg held, að jtg eignist bráðum annaðhvort. Járnsmiðurinn: Þetta eru ljótu tímarnir. Fyrst koma rækailans bílarnir og taka frá manni at- vinnuna, og svo kemur tannlæknir og setst að hjer og tekur frá manni alla aukavinnu. — Hvað geýmið þjer hjerna í meninu yðar, frú? — Lokk af manninum mínum. — Hann er þó vonandi ekki dáinn ? — Nei, en hann er orðinn nauð- sköllóttur. t»*feldarpr«at»miíja h,f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.