Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 2
Is mörg hundruð kílómetra langan fjörð. Inni í firðinum voru frjó- samar sljettur, og þar vaxa ýmsar jurtir, sem menn vissu ekki áður að fyndist á Grænlandi. Þarna voru stórar hjarðir sauðnauta og hreindýra, og þar voru pólarúlfar, snæhjerar og fleiri dýr. í firðinum voru ísbimir og selir og áttu sjer þar nokkurs konar paradís. Menn ætla að fleiri slíkir firðir muni finnast þar. Hitt vitum vjer ekki enn, hve meginlandsísinn á Grænlandi er þykkur, meginlandsísinn, sem ligg ur eins og kápa á öllu landinu. Þetta ætlar prófessor Wegener sjer að rannsaka, og þess vegna hafa allir vísindamenn í heimi mikinn áhuga fyrir rannsóknarför hans. Grænland er einnig lykillinn að veðurspám vorum. Hvort sem kem- ur loftlægð við austurströnd eða vesturströnd þessa mikla kulda- gjafa, hefir það áhrif á veðrátt- una í Norðurálfu. Auk þessa er Grænland sjerstaklega vel til þess fallið að þar sje gerðar rannsóknir viðríkjandi segulmagni jarðar, líf- fræði, jarðfræði og mannfræði. En hvernig mundi það hægt að ákveða þykt meginlandsíssins? Þar er Alfred Wegener hraut- ryðjandi vísindanna. Hann var sá fyrsti sem notaði jarðskjálftamæli (seismograf) til þess að mæla jök- ulþykt. Með dynamitsprenginum fram- leiðir Wegener jarðhræringar, sem fara hraðar í gegn um jökul, held- ur en fasta fold. Jarðskjálftamæl- arnir sýna þá hve lengi hræring- arnar eru að berast gegn um jök- ulinn. Og á því er hægt að sjá hvað jökullinn muni vera þykkur. Þetta er framkvæmt þannig: — Mælt er nákvæmlega í ýmsar áttir frá sprengingarstaðnum, og jarð- skjálftamælar settir þar í tjöld, sem engin birta kemst í gegn um. Allar hreyfingar koma í ljós á spegli, sem hangir á þolinmóðum í umgjörð, og er svo kvikur, að hin- ar smávægilegustu hræringar hreyfa hann. Nú er beint ljós- geisla á spegil þenna, og endur- kastar hann birtunni á „filmu“- band, sem er á hreyfingu og tekur myndir af hræringunum. Á þenna LESBÓK M( 'RGUNBLAHSLNÖ hátt er hægt að „stækka“ hrær- ingarnar eitthvað 30 þúsund sinn- um. — Það var fyrirætlun Wegeners að koma upp þremur stöðvum á Græn landi: einni í Umanakfirði* á vest-’ urströndinni, annari 400 km. inni á meginlandsjöklinum, og þeirri þriðju í Scoresbysundi á austur- ströndinni. Sumarið 1929 fór Weg- ener prófessor, ásamt vísindamönn nnum Georgi, Löwe og Sorge til Umanak til þess að finna leið upp á jökulinn, og um haustið komu þeir heim aftur til Þýskalands. I sumar sem leið fóru þeir svo aftur til Grænlands í aðalleiðangurinn. Og nú var stofnuð fyrsta vetur- setustöðin á miðjum meginlands ísi Grænlands! Jeg hefi lítið frjett af leiðangr- inum. Seinasta frjettin kom 2. október 1930, og var svohljóðandi: „Á fjórðu liundasleða ferðinni til miðstöðvarinnar á meginlandsísn- um, brast alt í einu stórhríð á okk- ur og ógurlegur kuldi. Snjókoman var 21 sentimeter. Yildu þá 9 af Grænlendingum okkar ekki fara lengra, og sneru heimleiðis. Við dr. Löwe erum einir eftir ásamt 4 Skrælingjum, og höldum áfram“. Síðan hefir maður ekki frjett neitt meira af þeim. En það er álit mitt, að engin ástæða sje til þess að óttast um þá. Menn mega ekki gleyma því, að í veðurvonskunum þarna geta loftskeytastöðvar hæg- lega bilað. Og þegar svo er komið, þá eru vísindamennirnir algerlega einangraðir. En við verðum að minnast þess, að árið 1869—70 misti leiðangur þeirra Koldewey og Hagemanns skip sitt „Hansa“, en þó komu þeir fram sjö mánuð- um seinna. Hafði þá rekið 2500 kílómetra á ísjaka suður fyrir Grænland og alla leið að Friðriks- dal. — Wegener prófessor er enginn við vaningur í norðurförum. Hann hef- ir bæði eigin reynslu og annara við að styðjast. Árið 1888 fór Frið- þjófur Nansen á skíðum þvert yfir Grænland frá austri til vesturs. Vísindafjelagið norska vildi ekki styrkja hann til þessarar farar, * Þar er Guðmundur Gíslason frá Eyrarbakka í vetur. því að það leit á hana sem glæfra- för. Það voru einstakir menn, sem styrktu hann. En í þessari ferð fekk Nansen sönnun fyrir því, að kuldapóll er á Grænlandi, og að alt landið er hulið jökulkápu. Peary, Rasmussen og de Quer- vain voru þeir næstu, sem fóru yfir Grænland. Wegener prófessor var einn í hinum mikla danska vísindaleið- angri undir yfirstjórn Mylius Erichsen 1906—1908. Hann var einnig í leiðangri J. P. Kochs 1912 til 1913. Þá fór hann yíir Græn- land þar sem það er breiðast (1000 km.). Árið 1926 kyntist jeg Wegener prófessor á fundi í „Aero Arktis“. Hann er framúrskarandi vilja- sterkur maður, þrautseigur með af- brigðum, rólegur og glöggskygn, en gæðamaður. Það er álit mitt á Alfred Wegener. —-----«*Sí!S^>—- - Margt smátt gcrir eitt stórt. Margt smátt fer forgörðum í heiminum án þess að menn skeyti því, eða taki eftir því í svipinn. En þegar farið er að telja sáman hve miklu þetta nemur, þá bregður mönnum í brún. Hjer koma nokkrar tölur, sem sýna þetta og sanna: Árið, sem leið, er talið að reykt- ar hafi verið 328 miljarðar af sígarettum í heiminum. í stubb- unum, sem fleygt var, var nægi- legt tóbak í 4000 miljónir sígar- etta. Á hverju ári er fyrir klaufa- skap og að óþörfu teglt svo mikið af ritblýjum að nægja mundi til þess að framleiða 300 miljónir nýrra ritblýja. Með öðrum orðum: Sá trjáviður, sem tegldur er niður að óþörfu á hverju ári í ritblýjum, samsvarar skóg, þar sem eru 90000 trje. (Eftir þýsku blaði).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.