Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. Qluggalaus hús Eftir Qísla lialldórsson stud. polyt. Þjóðkunn er sagan um Bakka- bræður, er þeir bygðu sjer hús en höfðu enga glugga á. Reyndu þeir að bera myrkrið út en ljósið inn — í pokum. Sagan getur þess að þetta hafi mistekist. Ekki er það algengt, að menn feti í spor Bakkabræðra og byggi gluggalaus hús. Menn eru yfirleitt gáfaðri en svo, og fáum mun detta í hug að atliuga hvað það er, sem vinst við að hafa glugga á húsum — og hvað það kostar. 1 almenningsvitundinni er hús án glugga góður „brandari“ eða hreint ekkert hús. Þó er mögulegt, að innan nokk- urra ára verði gluggalaus hús ekki sjaldsjeð. En gluggar á íbúðar- húsum munu haldast lengi. Það er nú ekki úr vegi að at- huga hvaða þýðingu gluggar hafa yfirleitt. Fyrst og fremst eru þeir til ])ess að veita dagsljósinu inn í hús- ið. En dagsljósið er mjög breyti- legt, bæði eftir því, hve áliðið er árs og svo eftir tíma sólarhrings- ins og ennfremur eftir því, hvern- ig viðrar. Þá gettir verið sæmilega bjart úti við gluggann en rökk- ur innar í herberginu. Dagsljósið er, skoðað sem vinnu- ljós í húsum, breytilegf — óáreið- anlegt og óhentugt. t öðru lagi eru gluggar ávalt óbjettir og hafa því í för með sjer endurnýjun lofts í húsum. — En þessir loftstraumar eru breytilegir, eftir vindátt og vindhraða, og valda erfiðleikum við upphitun (sbr. síðar). t verslunum eru gluggar notaðir til að sýna varning vegfarendum. En í íbúðarhúsum þykir jafnan skemtilegt að geta litið út um „gagnsætt“ glerið. Loks eru gluggar notaðir til að auka ytri fegurð húsa. Þá er gaman að athuga hverir gallar fylgja gjöf Njarðar — gluggunum. Eins og allir yita, eru herbergi með stórum gluggum kaldari á vetrum en herbergi með litlum gluggum, að öðru jöfnu. Þetta stafar af því, að hitatap gegnum glugga er miklu meira en gegnum sæmilega veggi, jafn- stóra. Sjerstaklaga á þetta við um einfalda glugga. Hjer er rjett að geta þess, að hitatap verður á þrennan hátt. 1. við útgeislun. 2. við hitaleiðslu. 3. við hitaskifti eða „konvek- tion“, sem liggur í því, að efni streymir eða skiftir um stað. T. d. má nefna loftstreymi. Hitatapið samanlagt mætti e. t. v nefna hitafall (hita-transmissi- on). — Hitafallið gegnum einfalda glugga er afar hátt og breytilegt eftir vindátt og vindhraða. Veldur það miklum óþægindum og er óhagkvæmt í byggingum, sem notast við vatnsmiðstöðvar- hitun. Því að þess konar stöðvar eru þyngri í vöfunum en gufu- stöðvarnar eða venjulegir ofnar. En vindáttin veldur því, að hita- þörfin er meiri í sumum hlutum byggingarinnar en öðrum og að þetta er breytilegt. Loft er mjög slæmur hitaleiðari. Fitaleiðslan er því lítil. En þegar loftið streymir, eykst hitatapið ört við hitaskifti. Þar af leiðir að vindur veldur svo miklu, og að efri hæðir híisa krefjast meiri hit- unar en þær lægri, sem frekar eru í skjóli — að öðru jöfnu. Hvar, sem loft er notað til hita einangrunar, er þar um að gera, að það hreyfist sem minst. Af þessu leiðir, að með því að skifta loft- rúminu (t. d. í holum vegg) í mörg smá hólf, verður loftskiftið minna en ella og hitatap gegnum loftið minna — en þá er jafn- framt þess að gæta, að hitatapið vaxi ekki þeim mun meira, gegn- um nýju veggina, er aðskilja hólf- in (þvert á aðalveggi). Með því að fvlla holrúmið með kornóttu efni. er oft hægt að fá góða hitaein- angrun. — Hitatap, gegnum einfalda glugga ,á sjer stað í ríkum mæli, fyrir leiðslu gegn um glerið. Leiðslu mótstaða glers er ekki nema ca. 3% af allri hitafallsmótstöðunni gegn um glerið. Becker sýnir fram á það, í bók sinni um hitatap frá húsum, að hitafallið gegn um einfaldar rúður vex um 50% við að vindhraði eykst úr Im/sek. í 8m/sek. Mjög er óþægilegt að vinna úti við einfalda glugga, þegar kalt er ytra. Bæði streymir kalt loft inn í gegn um glufur meðfram rúðum og körmum, eins og geislar hiti rit um gluggann, og verður þessa vart sem kulda. Á landi eins og Islandi, er oft vafasamt, að það borgi sig að hafa einfalda glugga. Það er ekki ófróðlegt að gera örstuttan samanburð á hitatapi gegnum einfalda og tvöfalda glugga. Er hjer gengið út frá viss- um ytri ástæðum, sem sje, að vind hraði sje, þegar mælingin er gerð 1 m/sek. Veggurinn undan sól og útgeislum til himingeimsins litið, þá fæst eftir Becker grunngildi hlutfallstölunnar K.*) Fyrir einfalda glugga: Hitafall g<“gn ntn {rlerift K = 5,8 — — — karma og ptata K = 2,1 — — — ratrma K = 2,8 Samt. fyrir alian elnec'atin: K=0,70 • 5,8+0.15 . 2.1+0,15 . 2 8=4,8 K = 4,8. Fyrir tvöfalda glugga: Hitafall gegn nm glerið K = 2,7 — — — karma og pásta K = 2,1 — — — ramma K = l,4 Samt. fyrir allan glnsreann : K=0,70 • 2,7+0,15 . 2,1+0,15 . 1,4=2,4 K = 2,4. Hjer er reiknað með glugga þar sem glerflötur er ca. 70% af miiropi. Karmar og póstar ea. 15% *) K táknar: þá hitaorku, í kg- hitaeiningum, sem á einum klukku- tíma streymir gegn um 1 fermeter. af óendanlega breiðum, háum og flötum vegg; þegar þessi veggur er úr einskonar efni (homogen), í hverju lagi, þvert á hitafallsátt- ina; og þegar mismunurinn á hita- gráðunni, öðrum megin og hinum megin veggjarins, er 1° Celcius og þeldur áfram að vera það,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.