Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 4
20 Lesbójl mobgunblaðsins af múropi. Rammar ea. 15% af múropi. Sjest af framanskráðum saraan- burði, að hitafallið er h. u. b. helmingi minna við tvöfalda glugga en við einfalda — þó ekki sje tekið tillit til leka. Ennfremur gætir áhrifa vinda mun minna við tvöfalda glugga en einfalda. Hitafallstala tvöfaldrar rúðu vex frá K = 2,7 til 3,2. Hita- fallstala einfaldrar rúðu vex frá K = 5,8 til 8,8. — Þegar vindhraði eykst frá l'm/sek. í 8 m/sek. Ef taka skal tillit til leka, vegna þess að gluggarnir eru óþjettir, verður ennþá meiri munur á ein- földum gluggum og tvöföldum. Mun mega bæta við tvöfalda glugga frá 50—100% af hlutfalls- tölu tvöföldu glugganna og við ein falda glugga frá 40—80% af hlut- fallstölu þeirra. T.oftstramnar gegnum útveggi eru engir teljandi, í góðum húsum, og hitafallstala þeirra langt um lægri en glugganna. Það sjest við út- reikning, á hitatapi húsa, að liita- tap gegnum glugga er töluvert stór hluti úr öllu hitatapinu, en misjafn auðvitað, eftir því, hvern- ig hlutfallið er milli gluggaflatar og veggflatar o. fl. o. fl. En hjer er ekki ætlunin að gera neina útreikninga, heldur aðeins benda, í stórum dráttum, á nokkra galla og kosti glugga. Þegar bygð eru stór hús, veldur það oft vandræðum að sjá um, að dagsljós sje nóg hvarvetna. Þess vegna verða löng og há hús oft þunn og með útskotum í allar áttir, en geilum á milli. Þeir, sem komið hafa inn í bakgarða húsa í stórborgum. munu seint gleyma því myrkri og þeim örðugleika, sem slíkri sjón kann að fylgja. Sótugir kaldranalegir míirar gnæfa á alla vegu. Er líkast því. sem hellismunni sje. þar sem glórir í reykþrunginn blett af himninum, eins og gráa klessu, efst, uppi. Víða erú þessir garðar svo litlir en húsin svo há, að aldrei sjer sól, nema í efstu gluggunum. Er því næsta skuggalegt í þeim hlutum hússins, sem að garðinum snúa, jafnvel þótt sumar sje. Sums staðar eru lóðir dýrar og pkjri síst í stórborgum eða bæjum, En þarna er fleygt tugum fer- metra og hundruðum fermetra í einskisverðan hiisabakgarð. Og húsið er bygt, sem fyr var sagt, í álmum þvers og langs og á skakk, eftir öllum kúnstarinnar reglum — aðeins til þess að ná í ofurlitla dagsglætu, lítinn tíma sólarhringsins og breytilega eftir óviðráðanlegum lögmálum. Af þessum byggingarhætti leið ir ennfremur, að fitveggir verða bæði fleiri og stærri en ella að jöfnu rúmmáli, og hitatapið enn- þá meira en vera þyrfti. Alt eru þetta gallar sem fylgja þeirri gömlu kröfu um dagsljós. Já, ef hægt væri að komast af án glugga, þá ynnist jafnvel ennþá meira, því að mun hægara og ódýr ara er að byggja gluggalaust hús en hús með gluggum. Tnnan húss kæmu þá fram stór- ir heillegir veggir, sem til margs mætti nöta, en til einskis eru með- an gluggar eru á, er þó eru svo til ónothæfir nema til að líta út um. — Það er því skiljanlegt, að menn taki það til athugunar, hvort hægt sje að bæta úr ljósþörfinni með tilbúnu ljósi — t. d. rafmagns- Ijósi, þar sem ekki hagar vel til með dagsljósið. 1 næturmyrkrinu er ekkert dags ljós að fá — þar hafa menn þegar orðið að nota tilbúið ljós. Og þetta tilbúna ljós er nú þegar orðið svo ódýrt, að ekki nemur nema fáein- um hundruðustu hlutum af því. sem var fyrir 50 árum. Einhvern tíma reyndi jeg hve mikið jeg gæti innunnið mjer á klukkutíma, við að snúa rafmagns- vjel og selja rafmagnið fyrir 35 aura kilowatt-tímann, eins og hjer tíðkast,' Held jeg, að það hafi verið 334 eyrir, sem mjer reiknaðist til, að jeg gæti haft á klukkutíman- um — þó með því að taka nærri mjer. Sjest af þessu, hve rafmagn- ið er ódýrt, borið saman við manns aflið; og á það sjálfsagt eftir að verða ódýrara, þegar tímar líða fram. A hverju ári koma fram nýir lampar — háfjallasólir og dags- ljósaperur. Þá hefir og vísindum þeim. er um lýsingu fjalla, fl«ygt fram á síðustu árum. Áður fyr þótti það ljós best, sem skærast var og mest skein í augun — nú er öðru nær. Ef vel er, má hvergi sjást verulega sterk- ur, ljóspunktur. Ljósinu á að dreifa, svo að það falli af stórum flötum og á stóra fleti. Það hvílir þá augað og blindar ekki, Almenningur venst smám saman því. sem kalla mætti ljósmentun. Er hægt að fá smekk fyrir gott l.jós eins og góða músík. Ljós eru nú þegar framleídd, sem innihalda ultra-fjólubláa geisla. Eru þeir sagðir heilsusam- legir, ef í hófi eru. Sams konar geislar sólarljóssins ná oft og tíð- um ekki niður í gegn um gufu- hvolfið og nær aldrei í gegn um rúðugler.*) I leikhiisum eru nú óvíða not- aðir gluggar og segir enginn neitt við því. Á geymsluhúsum og íshúsum eru og sjaldan gluggar, en víða hafa menn málað glugga á, til sjónhverfinga, og er mikið vafa- mál hvort prýði er að. Hvers vegna að kamouflera íshxis eins og bamaskóla ? Nei sannleikurinn mun sá, að það sem hentugt er og bygt eftir sinni þörf og á sínum stað verður, ef ekki strax, þá með tímanum álitið fallegt. Víða er nú þegar sjeð fvrir loft- breytingum í húsum með vind- snældum. Ekki þarf ])ví glugganna með til loftræstingar. Og litla þörf hafa skrifstofuhús. íkauphús og verksmiðjur fyrir glugga á efri hæðunum a. m. k. Er búðarþjónum, skrifstofufólki og verkamönnum ætlað annað að gera en ligg.ja úti í gluggúnum. Hinsvegar er, á slíkum stöðum. dagsljósið gersamlega ófullnægj- andi og tilbúið ljós lífsnauðsyn. Ber því að athuga hve mikið fje ynnist með því að spara glugg- ana, bæði hvað lóð snértir, bj’gg- ingarkostnað, hita, gluggaþvott 0. fl. — *) Jeg hefi heyrt að rúðugler ]iað sem sagt er að sje gagnsætt fyrir ultra-f jólubláa geisla verði á skömmum tíma (við notkun) ó- gagnsætt fyrir þá sömu geisla,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.