Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 7
LESBÓK morgunblaðsins Teo Henning málari. Sjálfsmynd á sýningunni í Wien. vert norðar, og þess vegna er lítið um gestkomur á þessum bæ. Yar því um margt að spyrja og mörgu að svara, eftir því sem íslensku kunnátta mín leyfði. Þetta var í lok júlímánaðar 1927. — Bóndinn vildi fá að vita allieimsfrjettir og konum nægði það ekki, heldur reyndi hann að skýra þær á seni rjettastan hátt. Hann var alveg hissa að jeg skvldi ekki vita meira en liann um það sem var að gerast í Austurríki um þær mundir. En það var nú langt síðan að jeg fór frá Wien, og frjettimar sem birt- ust í íslensku blöðunum, skildi hann betur en jeg. Og hann var í einu og öllu verðugur fulltrúi Thule-eyjarinnar, enda þótt hann væri fátækur og ætti fleiri börn heldur en kýr. Með miklu erfiði aflaði hann nauðsynlegra heyja. Með nærgætni ræktaði hann mat- jurtagarð: kartöflur, rófur og tröllasúrur (rabarbara); annað þreifst þar ekki. Kornvörur og salt, timbur og búsáhöld og alt annað verður hann að flytja heim til sín á hestum, margra mílna leið frá þjóðveginum. Hann sýndi mjer bókasafnið sitt og var hreykinn af því. Það var í hyllu sem var lþó metri á lengd. Smábóndi er hann, en hann hefir gáfu hugsjónamanns, göfgi fursta og konungshug. Ef til vill er hann afkomandi einhvers hinna norsku stórhöfðingja er flýðu land 874 og stofnuðu sjálfstætt ríki á íslandi. Eina íslenska konan, sem er í Aust urrfci, Ájðrfhrr Jade« bwóusírú, getur t. d. rakið ætt sína til Har- aldar hárfagra Noregskonungs. Fyrir þremur árum átti jeg því láni að fagna, eftir að jeg hafði gengið á Heklu og skoðað Geysi, að koma til Þingvalla. Betri stað hefði hinir gömlu hofgoðar alls ekki getað valið sem þingstað, heldur en þetta Eldorado íslenskr- ar náttúrufegúröar, þar sem mál- ari gæti haft hin dásamlegustu viðfangsefni alla sína æfi. Jeg dvaldi þar um hríð, og þótti sárt að verða að skilja við þennan stað. Jeg tók saman pjönkur mín- ar og lagði á stað. Kom jeg þá að drifhvítu tjaldi, sem stóð á grænni flöt milli kletta. Þetta tjald áttu nokkrar fagrar blómarósir úr Reykjavík, og eyddu þarna sum- arfríi sínu. Það voru verslunar og skrifstofustúlkur, fagrar og spengi legar, kátar en gáskalausar. Þær voru í stuttum jökkum og sport- buxum og með stuttklipt hár. — Gamla íslenska þjóðbúninginn nota nú í Reykjavík aðeins aldr- aðar konur, því að kvikmynda- húsin tvö bera þangað tískuna frá París og London jafn snemma og hún kemst til Wien. Jeg kynti mig þessum stúlkum sem málara og fekk þann heiður að mála fjelagsmerki þeirra á tjaldið, og mjer veittist sú ánægja að mega mála fegurðarbletti í kinnarnar á þeim öllum! Um mörg dásamleg hjeruð hefi jeg farið, hvert öðru fegurra. — Hvert þeirra varð mjer sem ný op- inberun, með síbreytilegri litauðgi, landslagi og svip. Jeg sá æfin- týralegar hraunmyndir, eldgíga stóra og fagurl^ga myndaða, mýr- ar og vötn, rjúkandi land af jarð- hita, goshveri og sjóðandi brenni- steinshveri, volduga jökla og fossa, sem eru nærri því eins miklir og Niagara, en honum ef til vill feg- urri. Oft varð jeg svo hrifinn, að jeg hjelt að jeg mundi ekkert feg- urra sjá, en þegar jeg kom á næsta leyti, ætlaði jeg ekki að trúa mínum eigin augum. Alveg eins hefir þeim farið, gest unum, sem komið hafa á sýning- una í Wien. Sumir hjeldu að jeg væri vitlaus og hefCi gaman af l2Á því að bera hið ótrúlegasta á borð fyrir auðtrúa fólk. Aðrir hjeldu að jeg væri umboðsmaður fyrir eitthvert málaralita-firma, og hefði því þarna til sýnis alla þá liti, sem firmað framleiddi. Jeg verð því að taka skýrt fram: Töfraeyjan er eins og jeg hefi málað hana. Það er eigi aðeins að hún liafi heillað augu mín, heldur einnig hjarta mitt, því að jeg elska þetta ein- kennilega margbreytninnar land; jeg elska hina fámennu íslensku þjóð, sem hefir stofnað sitt eigið ríki, þar sem enginn hermaður er til, þar sem glæpir eru svo að segja óþektir, þar sem engir öreig- ar eru, en menning á öllum svið- um, háskóli og sjerfræðiskólar, söfn, vísindafjelög, leikhús, spítal- ar. Ur Reykjavík, sem eigi aLls fyrir löngu var liafnarlaust fiski- mannaþorp, með 300 íbúum, hefir þjóðin gert borg, þar sem eru 26.000 íbúar, 2500 talsímar, 8(K) bílar, flughöfn og fjöldi stórhýsa úr sementssteypu og með öllum nýtísku þægindum. I byrjun ann- arar þúsund ára aldar sinnar hefir íslenska þjóðin verið svo stórstíg, að það líkist mest því sem er í Bandaríkjunum. Og þó er hún enn, eins og hún var: göfug og heiðar- leg þjóð! Smælki. IU tmusAHT Hún: Vinur minn, jeg neyðist til þess að segja þjer frá því að pabbi er orðinn gjaldþrota. Hann: Er það ekki eins og jeg hefi altaf sagt, að hanu mundi finna upp á einhverju ráði til þess að stía okkur í sundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.