Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 1
L e i k 1 i s t i n. Um nýjustu hætti hennar í Evrópu. Skömmu áður en jeg fór frá Kaupmannaliöfn var byrjað að sýna l>ar einn af gamanleikum Shakespeares, „The Táming of the Shrew“ (Kvenskassið tamið). — Aðalhlutverkið, skassið og Petr- uccio, sem tekur að sjer tamning- una, ljeku þau Bodil Ipsen og Poul Reumert. Þrátt fyrir það, að þarna mátti sjá þessa tvo langfrægustu leik- ara Dana saman á leiksviði Dag- marleikhússins — en þangað höfðu þau flúið harðstjóm þeirra Adam Poulsens og Kröicrs á konunglega leikhíisinu — voru það ekki þau fyrst og fremst, scm drógu fólk á frumsýninguna. Aðalgaldurinn við sýninguna var sá, að leikurinn var — eftir leikskránni að dæma „set med Henry Hellesens Ojne“, þ. c. færð- ur í nýtísku búmng. Henry Hellesen er blaðamaður, en þetta Var þó ekki í fyrsta skifti', sem hann fekst við leiklist. því að hann hafði áður komið upp sýningum auk þess, sem hann hefir skrifað um leikhús. Það er alls ekki ný hugmynd að færa Shakespeare í nýtísku búning. Fyrsta sporið mun þó Max Reinhardt hafa gert, er hann ljet leika ,,The Merry Wives of Windsor“ í búningum frá 188'). Aftur á móti hafa stúdentar frá Qxford gengið svo langt að tak^. • ' 7 - t í . v-,’ ; . • , ticr.ig sorgafleikána og ..m’oderni- sera“. Ljeku þeir Hamlet í poka- buxum, golftreyjum og öllu til- heyrandi. Og það er eins og Sliake- speare láti sjer ekkert bregða, þótt allir geri sjer að skyldu að breyta honum og lieimfæra hann á alla tíma. Því að í leikritum lians er svo mikið af þekkingu á liinu lireina eilífa eðli manns og konu, að innihaldið — boðskapur- inn — er hið sama fyrir nútíma- inanninn eins og samtímamenn Shakespeares. Hvers vegna þá að vera að lialda umbúðunum, sem aldrei geta orðið annað en meiningarlaust skraut, bera engan annan árangur en þann, að rugla áhorfendur og leiða þá burt frá þeim sannleika, •sem leikurinn boðar ? Spurningunni liefir Hellesen Svarað: Burt með þær! Og til að undirstrika það, hefir vinur hans Emil Reesen samið músík við leik- inn í anda 20. aldarinnar: Jazz! Enginn skyldi halda, að jeg sje að mála myrkrahöfðingjann á vegginn með þessari fyrstu lýs- lngu minni. Að vísu er jazz-músík ekki fínn pappír meðal þeirra, sem einblína á klassíkina. En það útilokar ekki, að hægt sje að semja merkilegri verk í jazz-músík en t. d. „Sonny Boy.“ Án þess að segja að Reesen hafi samið neitt ódauðlegt verk, er Óhætt að segja að jazz hans svar- pði fullkomlega tilgángl- strftfm. Hamlet í pokabuxum og golftreyju. að undirstrlka gang leiksins og nýtísku form lians. Meðferð leikenda var lýtalaus, enda vildi svo vel til að aðalhlut- verkin eru svo stór að annara gætir tæplega — annars hefðu kraftar leikhússins ekki mátt lyfta hinni állþungu byrði. Léikurinn lýsir hinu eilífa stríðí karls og konu — hvort á að hafa yfirhöndina. Katariha er í leik- byrjun hið argasta skass, sem jafnvel faðir hennar hræðist. —« Petruecio tekur það hlutverk að sjer að „temja“ hana. Þau gift- ast, og fer giftingin fram á ný- tísku hóteli. Petrnccio kemur til vígslunnar í ferðafötum, tekur engum sönsum, lendir í orðasennu við gestina, lemur þá o. s. frv., alt til að gera Katarinil sem mesta nkapraun. Endar þátturinn með ftð hann nemur hana á braut með sjer á mótórbjóli. Þa’U koma Seiflt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.