Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1931, Blaðsíða 3
lesbók morgunblaðsins 4sá= 59 Frá andnesjttm og óbygðnm. Ferðasögubrot og hugleiðingar. Eftir Skugga. Flestir eiga einhverja merkis- daga, er sjerstaklega marka rás viðburðanna á æfi þeirra. Svo er einnig með mig. Þingmáríumessa 2. júlí, 1930, er einn af þessum stóru dögum. Hin mikla alþingishátíð var ný- afstaðin og Reykjavíkurbær far- inn að skríða saman, eftir mann- hvörfin hátíðardagana. Dauft var yfir Reykjavík þessa Þingvalladaga. Jeg get svo vel borið um það, því við fórum hvorugt á Þingvöll, lijónakornin. Þar höfðnm við livorugt komið, en fórum þó hvergi, vegna lög- legra forfalla: Okkur vantaði myndir af kónginum. Hátíðleg kyrð ríkti á götum borgarinnar þessa daga. Af lif- andi verum var fátt að sjá annað en ketti og varalögregluþjóna, er gáfu hvorir öðrum viðsjált augna- tillit. j, Nú er jeg á hraðri ferð á göt- um borgarinnar, beinlínis í þeimí erindagerðum að hitta laxveiða inann og bjóða honum ánamaðka' á krókinn. Þótt ljótt sje frásagn- ar átti jeg dálítið fyrirliggjandi af þessari laxa-mungát, það voru fallegir uppalningar, feitir og stór- ir og hafði þeim frekar fjölgað sjálfa hátíðardagana. Jeg er þá rjett kominn inn á eina helstu götuna og fjölförnustu og sje nú í huga mjer hvernig laxinn vakir í bláu straumvatninu og tifar uggunum, en á bakk- anum stendur veiðimaðurinn með stöngina, færið, öngulinn og orm- inn. Og veiðimaðurinn viðhefur alla sína kænsku, kunnáttu og reynslu, til að fá laxinn, elskhuga sjjin, þennan pndursamlega, fagra. sprettharða fisk, til að gína við orminum. Og veiðimaðurinn gín yfir straumvatninu, laxinum og orminum, uns hann hefir fengið laxinn á sitt band, því hann elsk- ar laxinn. — Fallegar eru ungu stúlkumar, sem streyma fram hjá mjer eftir endilangri götunni. Þarna tifa þær uggunum ótt og títt, glitrandi og fjaðurmagnaðar eins og lax í straumi. Þær eiga sama erindi eftir götunni og laxinn upp í árnar. Maður má egna fyrir þær allar, í ,.teorí“, en helst ekki nema eina í „praxis". Veiðistöngin og ástin eru svo nauðalíkar „Góðan daginn“ ! —■ Þetta er kunningi minn, norðán úr landi, nýbakaður búfræðingur, smiður og margt annað gott til lista lagt: „Hvar hefir þú verið, hvaðan kemurðu og hvert ertu að fara“? L „Var á Þingvöllum á þjóðhátíð- inni, er á förum vestur á Straum- nes á Ströndum, ráðinn smiður við vita sem þar á að reisa.,, „Hvað heitir verkstjórinn" ? „Sveinn“ ! „Vantar verkamenn ‘ „Getur verið. Jeg er á leið til að hitta hann. Gaktu með mjer“. Verkstjórinn, ungur maður, snyrtilegur, og knálegur, bauð af sjer prúðmannlegan þokka. Jeg hafði sjeð þenna mann áður — en hvar? Jú — hann kannaðist við mig. — Það var hjerna um veturinn að fundum okkar bar saman. Jeg var þá í þann veginn að verða þjóðfrægur og menn keptust um að ná af mjer tali. En svo henti mig það glappa- skot, að jeg ljet sannfæringu mína hreinskilnislega í ljós og það op- inberlega. — Og þá fekk jeg salt- arann í hausinn. Þetta stóð alt heima — rjett eins og tilviijunin væri hjer að vega á löggilta grammavog. — Verkstjórinn segirt „Já, get bætt við einum dug- legum manni. Kaup 1,20 um tím- ann, 12 tíma vinna á dag. Vista- fjelag. Hver leggi sjer til matar- áliöld. „Hermóður‘% vitagagna- skipið, liggur ferðbúinn við hafn- argarðinn rjett undan Vitagagna- búrinu. Förum eftir tvo tíma“, Þar með var jeg ráðinn sem meðverkamaður að vitagerð í þarfir fósturjarðaririnar, vestur ,á Straumnes fyrir norðan Aðalvík.á Ströndum, einhverju alóbyggileg- asta og óvistlegasta andnesi lands- ins. Nú varð -að láta hendur standa fram úr ermum. Jeg þurfti að ráð- stafa mörgu og taka saman pjönk- ur mínar, því leiðangurinn var áætlaður alt að þrem mánuðum, böðlaði saman farangri í 2—3 strigapoka, tók með mjer sjónauka og ljósmyndavjel, liringdi á bíl og ók niður að höfn, kvaddi konu mína með tárum á hafnargarðin- um og stökk út í „Hermóð“ þar sem hann lá ferðbúinn og drekk- hlaðinn við hafnargarðinn. Rjett á eftir athugaði skipstjóri hvort. alt væri „klárt“, mannskapur kominn o. s. frv., losaði landfestar og ljet út úr höfninni . Klukkan er um 7 að kvöldi þeg- ar við losum* landfestar. Á ytri höfninni er strjálingur af skip- um, þar á meðal útlend herskip og farþegaskip, eftirlegukindur í minningu þúsundára-bardagans. í dag hefir verið drungað loft, smá- þykknað eftir því sem á daginn leið. Úti á flóanum er SV- stormur ogundiralda og út með Eyjum sjest hvíthnýta á dökkbláum báruföld- unum. Stýrimaður kemur aftyr eftir skipinu, festir upp hraðamæl- irinn og gefur xit „logg“-línuna. Nú erum við komnir út fyrir Eyj- ar og stefna tekin á Öndverðarnes. Jeg er að horfa á höfuðborgina'; er smáhverfur í þokuna og reyk- inn. 1 dag er hún óvenjulega þreytuleg og döpur. Ef til vill er hún að hugleiða |>að, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.