Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGTJNBLAÐSENS 149 eign, og þá til alþjóðarafnota, eftir því sem aðstaða leyfir. Að öllu því athuguðu sem sagt hefir verið hjer að ofan, er það fullljóst, að frá því fyrst er sögur fara af leikhúsum, er talkensla ein aðalundirstaðan fyrir góðri leik- list. Á þessum síðustu árum út- varps og talmynda, er enn meira útlit fyrir það, en áður, að hið talaða orð komist til meiri vegs og virðinga, en jafnvel nokkurn tíma fyr. Það virðist því óneitanlega vera nokkuð barnalegt að halda því fram að þetta eldgamla grund- vallarboðorð fyrir allri þroskaðri leiklist sje hjegóminn einber. Og sorglegt er til þess að vita, að hjer á íslandi — þar sem hin unga leiklist einmitt þarf alvar- legrar umvöndunar með — skuli vera verið að reyna að villa leikur- unum sýn, og telja þeim trú um að allur listskóli sje gagnslaus, og verri en ekki neitt. Það er áreiðan- lega bjarnargreiði sem hefnir sín grimmilega, sje þessu ljeð eyra. Svo mikið traust er vonandi hægt að bera til íslenskra leikara — og allra ísl. listamanna, að þeir hlusti ekki eftir slíkum blekking- um, enda munu þær tæplega fram- bornar af kærleika til listarinnar, heldur af hreinni og beinni van- þekkingu, eða þá af enn öðrum bvötum, sem engum — allra síst leiklistinni — verður að liði til lengdar. — Prófessor Jorga hinn nýi forsætisráðherra í Rú- meníu. G lettu r í H ólaskóla Skólasaga frá 1748. Halldór biskup Brynjólfsson1) var mjög reikningsglöggur og naumur á vistir, sem hann átti að ieggja af við skólapilta. Bar það einatt við, að matvæli þau, er hann lagði skólanum, hrukku ekki til, kendi hann þá eyðslusemi pilta um og ölmusugæðum þeirra við gest og ganganda. Hann fjekk því til leuSar komið, að þáverandi amt- maður ljet það boð út ganga, að hver piltur skyldi rækur úr skóla, sem uppvís yrði að því, að gefa öðrum af skólafæðinu. TJm þessar mundir var Bjarni Halldórsson2) sýslumaður í Húna- vatnssýslu og bjó að 'Þingeyra- klaustri. Hann var búlduleitur maður og hafði mikla ístru, var honum því erfitt um allan gang og másaði mikið, er hann gekk. 1 skólanum var þá piltur einn að nafni Pjetur Björnsson. Hann hafði alist upp hjá Bjarna og kunm svo vel að herma eftir hon- um, að lítið sýndist afbregða. Einn vetur kom vinnumaður Bjama að Hólum í kynnisför til frændkonu sinnar, en hún var höf- uðráðskona á stólnum. Hann var luralegur vexti og dónalegur í allri framgöngu sinni, en átvagl svo mikið, að enginn vissi til, að hann hefði nokkuru sinni orðið fullsadd- ur Af unggæðisforvitni kom pilt- um nú saman um að ná vinnu- manni til sín og vita, hvað satt væri í þessu, og bar þá svo vel í veiðar, að kvöld það var þeim borinn illa soðinn bygggrjóna- grautur í 8 trogum, 4 á hvort borð. Þótti piltum grauturinn ekki lostætur og neyttu hans ekki að neinu ráði nema þeir væri vel svangir. Þegar þeir höfðu etið lvst sína, heltu beir grautnum í tvö trog barmafull og auk þess var töluverður slatti í hinu 3.; hrærðu svo miklu af smjöri saman við grautinn og leiddu svo vinnumann Var biskup á Hólum 1746 til 1762. 2) Sjá Sýslmannaæfir T. 616 til 619 bls. að grautartrogunum, án þess að nokkur vissi af. Ilann át með hægð upp úr fyrsta troginu og nærfelt úr .öðru, því hann hasaði upp af smjörinu. Var honum þá gefið brauð að eta með, svo að hann gæti lokið úr því. Hann gerði það og, en gafst upp við þriðja trogið. Þá var hann búinn að spretta öllu frá sjer og leit íit sem kálffull kýr. Hann segir, að miklir blessað- ir menn sje þar saman komnir, sem liafi veitt sjer svo vel, hann muni ei til að hafa fengið slíkan saðning. Þessu næst biðja piltar liann upp á æru og trú, að segja engum frá þessu, því þar liggi mikið við. Þegar hann verði kall- aður ti! borðs, skuli hann /bera fyrir lystarleysi og lofar hann því með dýrum eiði, að segja engúm frá, og sagði að þá væri illa laun- uð sú góðvild, er hann hefði orðið fyrir. Því næst komu þeir honum í rúm í gestaskemmunni, svo eng- inn vissi af, og hentu að því búnu gaman að matfrekju mannsins. Nú segir ekki af honum fyr en hann er kallaður til borðs, brigðar hann þá öll orð sín og segir, að piltar hafi gefið sjer svo mikinn mat, að hann sje fullsaddur og bafi ekki lyst á meiru. Biskup skrifar nú upp skýrslu hans með þjenurum sínum og vildu þá eink- um berast böndin að 8 piltum, er hann greindi frá, að hefðu gengið sjer fyrir beina. Frásögn hans þótti og styðjast við þau líkindi, að kvöld petta voru grautarleif- arnar miklu minni en annars var títt. Að þessu búnu lætur biskup- inn alt fólk sitt hátta og þjenara sína, sem voru í biskupsstofunni. forsiglar svo allar dyr og hurðir til þess að enarir heimamanna færi út og bæri piltum njósn um þetta. Hætur hans sváfu á lofti þar og fleiri berbercrisstúlkur. en þá allir voru sofnaðir. smeygir ein ber- bererisstúlkan sjer í nærklæðunum út um stofuglugga, er Tar á hjör- um í loftinu, og hlevpur upp að skóla og nær til þeirra, er hún þekti þar fyrirliða, og segir þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.