Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1931, Blaðsíða 7
151 TiESBÖK MORGUNBLAÐSINS Doumergue, liinn fráfarandi forseti Frakka, fór fyrir skemstu kveðjuför til Tunis. — Myndin er tekin þar syðra og sýnir hún forsetann þar sem hann er að skoða byssur hinna innfæddu hermanna í Tunis. — Kristindómsofsóknir í Rússlandi. Þess hefir áður verið getið að bolsastjórnin í Rússlandi hefir lát- ið loka fjölda mörgum kirkjum, op nú liefir nýlega verið ákveðið að loka skuli innan skamms 70% af þeim kirkjum sem eftir eru. Þá var einnig ákveðið að banna klukknahringingar algerlega, og prestum var bannað að flytja bænir á páskunum. Ennfremur hef ir verið ákveðið að loka guðfræði- deild háskólans í Leningrad fyrir fult- og alt. Frægir menn sem ekki gátu lært í æsku. --------------- * Herbert. Spencer, hinn heims- frægi enski heimspekingur, var rekinn úr gagnfræðaskóla þegar hann var 13 ára. Var hann þá sendur til frænda síns, sem kendi honum. Bismarck var mjög efnilegt barn, en þegar hann kom í skóla kom það í ljós að hann var enn enginn námsmaður. Ilann var einna ljelegastur í sínum bekk. Við burtfararpróf var hann sá 18. í röðinni af 20 nemöndum. En ein- kennilegt er, að enginn hinna skaraði neitt fram íír þegar fram í sótti. Friedrich List þjóðmegunar- íræðingur, var einnig mesti skussi við nám og var rekinn úr skóla. Charles Darwin fjell líka við próf. Sama er að segja um Gerhardt Hauptmann. Hið eina, sem hann gat gert í skóla, voru stílar. I öllum öðrum námsgreinum fjell hann, og var því að lokum settur til að læra búskap. En hann varð nú samt eitt af mestu skáldum Þýskalands. Leiðrjettingar. í niðurlagi grein- arinnar ..Astand og horfur í Þýska landi“ í seinustu Lesbók, höfðu slæðst villur: Verndarsambönd, i staðinn fyrir varnarsambönd (í IIT. kafla). Og í IV. kafla á önnur málsgrein að lesast þannig: „Loks sá hann sjer ekki annað fært, er fram í sótti, en að bera þau undir J)ingið“. Smælki. Það var um borð í stóru farþega skipi, að farj>egi nr. 33 dó lir pest, og skipstjóri bað bálsmanninn og einn háseta að fleygja líkinu fyrir borð svo að ekkert bæri á. Þeir komu aftur og sögðu: — Nú er því lokið. — Það er gott. .Jeg vona að enginn hafi sjeð til ykkar, er þið komuð með veslings 33 — — — 331 æpti bátsmaður — })að var Gyðingurinn í nr. 32, sem við fleygðum fyrir borð! — Eruð þið alveg vitlausir, J>rumaði skipstjóri. Hann var bráð- lifandi! , — Já, það sagði hann líka, en við sögðumst trúa betur skipstjór- anum en honum. í litlu sænsku þorpi, sem Sollen- tuna heitir, er sjóður, sem stofn- aður var fyrir 20 árum og átti að verja til styrktar „hreinum jóm- frúm“. f þessi 20 ár hefir engin sótt um styrk úr sjóðnum og er hann nú orðinn 11 þúsund krónur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.