Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1931, Blaðsíða 8
192 LESBÓK MORGrUXBLAÐSINS Knattspy r nan. Knattspyrnufjelag Reykjavíkur hefir nú enn einu sinni unnið sjer titilinn „Besta knattspymufjelag lslands“. Flokkur þess vann á dögunum Islandsbikarinn í 7. sinn. en síðan 1926 hefir 1. flokkur K- R. unnið öll knattspymumót nema Islandsmótið í fyrra vor. Skömmu áður en 1. flokkur vann íslands' mótið var 2. flokks mótið háð, og bar K. R. þar einnig sigur af hólmi í fjórða sinni í röð. Allir þessir knattleikarar hafa æft knattleik og tekið ]>átt í kapji- leikum á hverju ári frá 12 ára aldri og hefir Guðmundur Ólafsson. knattspyrnukennari K. R. æft þá stöðugt. Hann hefir tekið þá að sjer smánagga og kent þeim fyrstu spörkin og ekki slept hendi af þeim fyrri en þeir vom orðnir snjallir knattspyrnumenn. Guðmundur hefir unnið frábær- lega óeigingjarnt starf í þágu í- þróttanna og þó fyrst og fremst knattspyrnunnar. Hefir hann verið vakinn og sofinn í starfi sínu sem kennari, og aldrei þegið eyrisvirði að launum í öll þessi ár. Hann hefir lialdið knattspyrnumönnum f jelagsins saman; öllum þykir þeim vænt um hann, og hann hefir kunnað þau tök á þeim, sem hinn raunverulegi árangur ber vitni um. íslandsmeistarairnir. í efstu röð frá vinstri, eru framherjar: Jón Sveinsson, Hans Kragh, Þorsteinn Einarsson, Gísli Guðmundsson og Þorsteinn Jónsson. í miðröð em forverðimir: Ragnar Pjetursson, Björgvin Scliram og Daníel Stefánsson. í fremstu röð eru bakverð- irnir: Hákon Jónsson og Sigurjón Jónsson, sitt hvora megin við markvörðinn, Eiríli Þorsteinsson. Annars flokks meistarar (piltar 18—20 ára). 1 aftari röð frá vinstri: Bjarni Ólafsson, Sigurður Guðjónsson. Ólafur Kristmanns- son, Guðmundur Jónsson, Tryggvi Thorsteinsson, Gísli Halldósson. í fremri röð frá vinstri: Georg L. Sveinsson, Þorsteinn Gíslason, Eiríkur Þorsteinsson, Egill Jóhansson, Kjartan Gíslason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.