Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 219 inga fyrir óhlntdrægni sína og víðsýni. En það eru kostir, sem auðkenna einatt rithöfunda smærri þjóða, að þeir hafa oft aflað sjer bæði viðtækara yfirlits yfir bókmentir stórþjóðanna og líta óvilhallari augum á menn og inálefni en sjálfir rithöfundar stórþjóðanna, sem oft lesa ekki nema sitt eigið mál og finsf auð- vitað alt mest og best hjá sinni eigin þjóð. Sjálfur leit Höffding á heimspekisöguna sem einskonar samræðu mismunandi aðilja á vms- um tímum um helstu vandamál mannkynsins. Mætti því margt af henni læra bæði um mismun- andi sjónarmið og mismunandi úrlausnir þeirra vandamála, er ]iar kæmu til álita. Þá er komið að þeim þættinum í ritferli Höffdings, er snertir við- kvæmustu hugðarefni manna. trú lieirra og heimsskoðun. Hefir iiann ritað um þetta tvö stór rit, annað, er nefnist Trúspeki (Reli- gionsfilosofi, 1901), og hitt, er nefnist Mannleg hugsun (Den menneskelige Tanke, 1910). Jeg hafði vænst þess og vonað, er Trúspeki Höffdings kom út, að þar myndi hann leggja einna mest af mörkum, því að þann eld- inn. er að trúmálunum snýr, hafði hann vaðið heitastan í æsku. Og að vísu er þetta stórmerkilegt rit, mannúðlegt. frjálslynt og fult af skilningi; lýkur því með lofgjörð til lífsins og þeirra dásamlegu afla, er í mannssálinni felast. Og víst er sú viðleitni eftirtektarverð, er höf. þykist finna í flestum trú- arbrögðum. Hvggur bann. að trú manna yfirleitt. sje snrottin af óskinni um viðhald gæðanna bæði bessa heims og annars. Nefnir hann þetta : „Loven om Værdiens Bestaaen", og er sú hugsun í fvrstu komin frá Hegel, (sbr. Eil. Hist., II.. bls. 162). En bier finst mier ekki nógu ríkt að orðið kveðið. Menn óska, sier ekki einungis tím- anlegs, heldur og eilífs lifs : ekki að eins veraldlegrar hamingju, heldur og bimneskrar sælu o.s.frv. Hier er bví ekki emungis um viðhald. heldur o" a,ukningu allra gæða að ræða, enda samsvarar bað bet- ur beirri almennu tilhneigingu manna. að mikið vill jafnan meira. Jeg hefði því kosið að láta lög- málið heita: Loven om Værdiens Bestaaen og Berigelse. í ,,Den menneskelige Tanke“, sem er einskonar yfirlit yfir helstu viðfangsefni heimspekinn- ai og það, bvaða tökum bæði böf. og aðrir hafi tekið þeim, virðist mjer kenna nokkurrar þreytu og þess, sem aldurhnignum mönnum hættir við, að endurtaka það, sem þeir áður hafa margsagt- (sbr. t.d.Filosofiske Problemer. 1902).Og hræddur er jeg um, að skorður þær, sem mannsandanum eru reist- ar í riti þessu, verði ekki langæjar. 011 lögmál 19. aldar spekinnar leika eins og menn vita, nú orðið á reiðiskjálfi. Nýir og nýir heimar hafa lokist upp fyrir oss síðustu 20 árin, og ný sjónarmið, sem útheimta ný lögmál og ný skiln- ingstæki, eru nú fyrir stafni. Það er því hætt við, að sumt af því, sem áður þótti óvggjandi, þvki nú ekki lengur víst og satt. En þetta rýrir miklu síður gildi Höffdings og rita hans en ann- ara. af því að hann, hinn síleit- andi andi, var sín þess fylllilega meðvitandi, að hann með sinni heimspeki væri hvergi nærri kom- inn á leiðarenda. Enn er ósögð sagan um það, sem jeg áleit þessa manns mestu prýði, en það var krafan, sem hann sífelt gerði bæði til sjálfs sín og annara, krafan um and- legan beiðarleik (initellekuel Rede- lighed). Menn ættu aldrei að látast vita meira en beir vissu: þeir ættu aldrei að draga hvorki siálfa sig nie aðra á tálar með innantómum orðum eða lognum líkingum um bað, sem þeir vissu ekkert um. Þeir ættu að vita bað, að eng- inn hefði höndlað allan sannleik- ann. Riálfur þóttist hann ekki hafa orðið fengsæll á þá vöru um ævina Þó var honum unun að því að halda sannleiksleitinni áfram. skygnast eftir ný.ium og nýjum sannindum. Og þetta gerði bann til sinnar hinstu stundar. Þegar ieg heimsótti hann á heiðurssetri bans fvrir riettum tveimur árum, hjelt jeg. að hann, vel hálfníræð- ur maðurinn, hefði ekki lesið nokkur nýjustu ritin, er boða gagngerða breytingu á heimsskoð- un vorri. En þar kom jeg ekki að tómum kofa; hann hafði lesið þau öll og benti mjer á fleiri af ■ sama tæi. En þetta gerði það að verkum, að hann vildi aldrei full- yrða neitt endanlegt um dýpstu og viðkvæmustu málin. ,,Vi faar se“, — sagði hann og brosti. Og þó var hann trúaður maður á sína vísu, Hann trúði á sigur lífsins og sigur mannsandans, þrátt fyrir eða einmitt, fvrir alt það mótlæti og þá örðugleika, er mennirnir ættu við að etja. og væru að reyna að sigrast á, Hann trúði á hið svonefnda „þriðja ríki“, ríki mannúðarinnar. En ekki þóttist. hann vita, hvenær það kæmi, nje heldur, hvernig því yrði háttað, nema að enginn mætti vera þræll þar, en allir sjálfstæðar persónur. er ynnu samhuga, en þó hver á sinn hátt að sameigin- legri velferð allra. Heimspekingurinn Oomte hafði haldið því fram, að mannsandinn hefði þegar runnið tvö skeið, en ættti eftir að renna þriðja skeið- ið á enda, áður en liann næði verulegri fullkomnun, Pyrsta skeiðið, bernskuskeiðið, sem fjöld- inn raunar enn væri á, væri skeið eðlisbundinnar, blindrar trúar; annað skeiðið, æskuskeiðið. væri skeið ungæðislegrar gagnrýni og heimspekilegs hugarflugs; en | riðja skeiðið. manndómsskeiðið, sem menn nú væru að revna að komast á, væri skeifi hinna vís- indalegu sanninda og skipulags- bnndinnar viðleitni til þess að tryggja lífið. fegra bað og göfga. Þetta var bað, sem Höffding trúði á og nefndi stundum ..þriðja rík- ið.“ En hann trúði ekki á neina „Nýkaþólsku", eins og Oomte. — Hann trúði því, að menn á sín- um tíma myndu skapa 3jer þá trú, sem hæfði þeim. Besta trúin þangað til væri að sínu viti trúin á lífið. sú trú og sú ástundun, að lifa bessu lífi sem best og göfugmannlegast. enda væri það besti undirbúningurinn undir annað líf, ef manni ætti að hlotn- ast bað. Leitin að hinum æðstu verðmæt- um í lífi, list og hugsun var hon-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.