Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 221 fara og allir nokkurn veg. Allir voru ríðandi og ekki hægt að koma hestunum heim til sín, ekki einu sinni, þó víst- væri, sem ekki var, að þeir gætu setið lengi, því oft kom það fyrir, að rjett eftir að á flot kom, brimaði sjóinn svo að lenda varð aftur um hæl. Það hefði því verið löng bið, hefðu hqstarnir verið komnir heim á bæina. Því var fenginn einn mað- ur, vanalega unglingur, að fara með hestana upp á grös og gæta þeirra þar. Reiðverin voru skilin eftir í sandinum þar sem skipin höfðu verið. Þegar sjór var vondur — dálítið brim — var ekki farið strax með hestana og aldrei fyr en þetta og þetta skip var komið á flot, . því hestastrákur var frá hverju skipi. Þegar skip lenti, gaf það merki með veifu sem fest var á ár er reist var upp við eina virkisvörðuna. Nú þnrftu strákarnir að vita hvort. veifan var frá þeirra skipi, því ekki lentu skipin á sama tíma, ef gott var í sjó. Það var því regla að hver strákur hafði virkisvörðu (hrúgu) sína þar sem skip hans hafði verið. Ef skipin voru t. d. sex, þá voru stundum sex veifur uppi í einu á bökkunum. — Það voni grashakkar ofan við Gljána, sem svo er köiluð. Annars er Gljáin rennandi á, sem rann vest- ur með fjörunni, milli hennar og grasbakkans, þar sem hestarnir voru hafðir. Það er auðvitað, að þarna á bökkunum var stundum fjörugt. Ptrákarnir hafa sjálfsagt verið þar i áflogum og glímu og þess á milli þeystu þeir fram í sand og gæta að hvað skipunum liði. Svo kom upp veifa t. d. á þriðju vörðu vestan frá. Þá tók sá strákur, sem þá vörðu átti, að smala saman sínum hestum, og svo koll af kolli. Allir geta sjeð að þetta var ekki skemtilegt starf, en það var þarna eins og annars staðar. alt. gott iianda strákum: Þarna höfðu þeir ekkert skvli, engin hlífðarföt, og engan mat að jeg held. Aflanum var skift. þannig: fvrst fengu allir skipsmenn hlut og þar með talinn formaður. Yæri skipið sexæringur þá fekk það þrjá hluti, svo fekk formaður hálfan hlut í formannskaup, og hestastrákurinn hálfan. Ef 14 manns voru á skipinu, þá urðu lilutirnir 18: Um svona lagaða skiftingu var aldrei nein missætt. Jeg held að af „Jölunum", sem voru þó sexróin hafi verið teknir fyrir skipsins hönd, þrír hlutir, og þar í talið formanns og hesta- gæslukaup. En svo var ,,skipsaróður“. Það var sjerstakt kaup. Jeg man ekki að jeg heyrði annað nafn yfir það og var þó mikið um þetta talað. Þetta kaup átti að jafna þann mismun sem var á hásetunum. Þetta kaup var æði misjafnt, og jeg held að sumir hafi aldrei feng- ið neinn skipsaróður, að minsta kosti feklc jeg aldrei neinn. Þeir sem reru út í Eyjum á Eyja- skipum, fengu að auki Hróflösku, þriggja pela flösku af brennivíni. Hann fekk jeg einu einni að mig minnir. Það var mín mesta sjó- mannsviðurkenning, en hvort jeg drakk hana sjálfur eða gaf hana öðrum, man jeg ekki. ITpphæð .skipsaróðursins1 mundi ekki þykja há nú. Mig minnir jeg heyrði riefndar 30 krónur. en vanalega 6—12 kr. En í þessu eins og öðrn er duglega manninum aldrei of vel launað, en mestu rjeði fyrir hjá góðu mönnunum ,að vera hjá þeim formönnum sem best fiskuðu. Oft lieyrði jeg leiguliða kvarta út af því að þurfa að róa á jarð- areigenda skipum, sein vanalega fiskuðu illa, sem viðbúið var, því að allir voru meira og minna óá- nægðir og alt gert með hangandi hendi af hásetunum og skipið illa útbúíð. Þetta var kallað mannslán, að jeg held, og sjálfsagt hafa verið einhver lög fyrir þessu. Og þó ein- liver ábúandinn vildi útvega mann í sinn stað, þá var jarðareigandi sjálfráður um hvert hann vildi taka þeim skiftum. I Formenn undir Eyjafjöllum. Jeg sje mjer ekki fært að fara lengra í þessari frásögn minni, án þess að telja upp og minnast þeirra formanna, sem voru undir Anstur-Eyjafjöllum um það tíma- bil sein þessi frásögn nær, en það er frá 1876—1883. Fyrst skal frægan telja Þórð á líaufarfelli. Jeg hefi litlu við að bæta, það sem jeg hefi áður sagt um hann, en jeg og aðrir Fjalla- menn töldum hann að öllu besta formanninn þar. Jeg held að liann liafi getað valið úr Eyféllingum á sitt skip. Það hjálpaði líka til, að hann reri allar vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum og fiskaði vana- lega best af landmönnum. Annar var Olafur í Berjanesi. Jeg hefi minst lians áður. Rerja- nes var næsti bær við Leirur þar sem foreldrar mínir bjuggu) svo það gæti verið inargs að minnast ef frásögn þessi væti ekki ein- skoi'ðiið við sjómensku. Jeg tel Ólaf annan í riiðinni livað sjómensku snertir, og máske mætti kalla liann langinesta for- majininn við brim. Honum varð aldrei á við útróður eða lendingu þó brim væri, og allir álitu að hann hræddist ekkert. Jeg reri oft hjá Olafi, og þótti gott, nema livað hann var sætinn. Hann lenti æfin- lega langseinastur og sjaldan fór •hann að fiska fyr en allir voru farnir í land. Auðvitað fór hann í land um leið og aðrir ef sjó var að brima. Sem dæmi upp á livað hann var þaulsætinn, er þetta: Við vorum úti á Holtshrauni, það var dýpsta fiskimið Eyjafjalla, — Þangað reru baiði Ut- og Austur- Fjallamenn. Ekki veit jeg hvers- vegna |>að lijet Holtshraun, frem- úr en t. d. Steinahraun. Ekki man jeg heldur miðin að því, en lík- lega heitir það Holtshraun af því að miðað er við Holt. Það var gott veður en enginn fiskur, allir farnir í’ land nema Ólafur, og þrátt fyrir, að við vor- uni orðnir einir, varð enginn var. Allir vildu komast í land, og þrátt fyrir það, að menn ljetu það í ljósi við Ólaf, hafði það engin álirif. Jeg man að hann sagði einu sinni: „Jeg vil helst hafa tóma stráka, því þeir eru ekki að ónotast, og tala um langa setu.“ Síðan skipar liann okkur að liafa uppi. Það var sama og að segja: dragið upp færin. Við fundum þegar, að af því hann sagði ekki að hanka upp — gera upp færin —• ætlaði hann sjer ekki beina leið í land. Hann ljet kippa dálítið grynnra, og þar rendi hann færinu í botn. En til að sýna hvað allir voru orðnir leiðir á setunni. þá rendi enginn nema hann. Og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.