Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Blaðsíða 6
222 {■egar fteri hans kom í botn og hann búinn að taka grunnmálið, kallaði hann upp og sagði: „Renn- ið þið og rennið þið, hann (fisk- urinn) er eins og þarinn i botn- inum“. En það var ekki fiskur sem hann fann, heldur botninn, argasta hraun. Jeg held að hann liafi ekki mist færið, sem oft vildi þ(S til, en jeg man vel að við vor- um lengi að snúast við að losa liann úr botni. Við höfðum gaman af þessu og afleiðingin var sú, að hann sagði okkur að hanka upp. Afskaplega var oft gott að heyra þetta orð: „Hankið þið upp, pilt- ar“ ! Að minsta kosti fanst mjer það, eftir að hafa legið lengi á spýjustokknum. Annars var það ekki vanalegt hjá okkur undir Fjöllunum, því þegar sjór er dauð- Pr er hann öldulaus. Það var eitt sem þurfti að hafa mjög vakandi auga á, þegar á sjó var komið, hvort sjóinn brimaði, og þó sjer- staklega, þegar verið var iiti á Holtshrauni, því þaðan var iöng ieið í land. Það kom líka stund- um fyrir, að höfð voru snör hand- tök og róinn lífróður alla leið í land. Þetta kom ekki síður fyrir lijá Ólafi en öðrum, sem við var að búast þar sem liann var allra manna sætnastur. Ein frásögn gekk um Olaf. Það var einu sinni sem oftar, að hann var að lenda, var kominn inn fyrir rifið inn á leguna. Það var svo mikið brirn að hann gat varla varið skipið fyr- ir ágjöf. Heyrðist þá að hann hefði sagt: „Nú 'þykir mjer hann gúl- óttur, piltar“, og í þeim tón eins og hjer væri engin hætta á ferð- um. Eins atviks verð jeg að geta, áður en jeg skil við Ólaf, þó jeg skammist mín fyrir það. Eins og allir fermingardrengir var jeg látinn læra sjóferðamannsbæn, en jeg gleymdi henni svo fljótt, að jeg held að jeg hafi aldrei lesið hana á sjó, og fór jeg þó til Eyja sama vorið sem jeg fermdist. í staðinn fyrir sjóferðabæn las jeg ávalt faðirvor og hefi altaf gert. Jeg var eðlilega fljótari að lesa það en hinir, sem lásu sjóferða- bænina, en jeg leit homauga til formanns og gætti að hvenær hann setti upp hattinn og þá gerði jeg það einnig. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Einu sinni rerum við í mjög vondum sjó (brimi). Þá þurftu allir að gæta vel verks síns, og leggja alt sitt fram. Við komumst á flot við iflan leik. Þá voru tekin ofan höfuðfötin og lesin bænin. Það gerði jeg líka, en var fljótari en hinir, gleymdi mjer alveg, varð litið á fætur mínar og sá, að jeg liafði mist annan sjóskóinn, og án þess að hugsa um hvernig á stóð, kallaði jeg upp: „Hver andskotinn. jeg er búinn að missa sjóskóinn minn!“ TJm leið leit jeg upp, og sje að allir eru berhöfðaðir og með mestu and- akt eins og vant var þegar bænin var lesin. Jeg man að jeg skamm- aðist mín mikið, og enn þann dag í dag skammast jeg mín fyrir það. Það gekk svo yfir alla, að jeg man ekki að þeir skömmuðu mig. Nú man þetta víst enginn nema jeg. Þriðji formaðurinn hjet Jónas og bjó í Drangshlíð. Jeg reri aldrei hjá honum, og get því lítið um liann sagt. Hann var talinn ágætur maður, og óaðfinnanlegur formaður. Fjórði formaðurinn hjet Ami, Arni á Bökkunum var hann kall- aður. Það má segja um hann eins og sagt er stundum, að það er margur rámur en syngur samt.- — Hann reri þegar aðrir reru og fór í land þegar aðrir fóru í land. Fimti formaðurinn hjet Þor- steinn og bjó á Hrútafelli. Það var fyrsti formaður minn undir Fjöllunum. Ekki man jeg hvernig það atvikaðist, en hjá honum rjeð- ist jeg sem hálfdrættingur. Jeg vil geta þess að þegar róið var við Sandinn undir Fjöllunum, var sjórinn öldulaus og því miklu minni hætta á að verða sjóveikur. Þó voru þeir til sem veikir voru þar, jeg held þeir hafi aldrei árætt að. róa í Eyjum. Það var mín huggun, að jeg var þó ekki verst- ur, því jeg hafði aldrei sjósótt við sandinn, og var því talinn eftir aldri skipgengur þar. Jeg byrjaði vorvertíðina hjá Þorsteini á Hrútafelli, sem hálf- drættingur, en eins og áður er sagt, skil jeg ekki og man ekki hvernig á því stóð. En jeg minn- ist þeirrar veru minnar mjög vel, og þó sjerstaklega Þorsteins. Jeg held jeg hafi þá verið kátur og fjörugur strákur, og að lokum sæmilega sjeður á skipinu. Ekki var það fyrir dugnað minn við árina, þó kunni jeg áralagið. Það var fyrir fjör mitt og glaðværð, og þó sjerstaklega fyrir það, hvað jeg var fiskinn sem kallað var. Jeg lield jeg hafi þá aldrei dregið minna en tvo hluti, og stundum meira, svo endirinn varð, að jeg var gerður háseti, og hvíldi eins og aðrir, en þó var mjer aldrei trúað fyrir að róa úr landi nje í land. En mig minnir að jeg ha-fi fengið að stökkva upp með hnútu- bandið þegar best og blíðast var. Jeg get ejvki gengið fram hjá einu í fari Þorsteins, þó góður væri, og það var þetta: Þegar róið var, og ekki farið út á Holts- hraun heldur verið skamt frá landi, þá var það talið fiskisælla að kippa hver fram fyrir annan: Straumurinn bar skipin stundum vestur eða þá austur með landi, þar af leiðandi var um að gera að vera fremstur t. d. vestastur, ]>eg- ar vestur bar. Þannig gekk það að liver kipt.i fram fyrir annan. Þannig fóru skipin langar leiðir frá lendingarstað Þegar t. d. við vorunx fremstir og drógum vel, þá kom skip fram fyrir okkur, og því lengra sem það fór fram fyrir okkur, því betra. Það var því um að gera að láta þeim sýnast., að við yrðum ekki varir, því þá þótti skipinu ekki fiskilegt, að vera ná- lægt. okkur. Þorsteinn hafði það ]>ví þannig, þegar hann sá að skip var að koma, þá ljet hann okkur ekki draga færið upp, þó fiskur væri á önglinum á meðan skipið fór fram hjá. Engan vissi jeg gera þetta nema Þorstein. Það var ekki af neinni mannvonsku, heldur af þessari gömlu góðu metorðagirnd, að vera ekki minstur. Framh. Amerískt. Lítill drengur í Will- ington veiktist af mislingum og mátti því ekki fara í skólann. — Honum datt nú það snjallræði í hug, að útvega skólabræðrum sín- um frí líka, og svo seldi hann sjö þeirra mislinga, 10 cent hverj- um. Þeir laumuðust inn í herbergi hans og smituðust allir, og enginn refjaðist um að borga 10 centin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.