Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Blaðsíða 7
LESBÓK MORQ-UNBLAÐSINS 223 Heimsflugið. Harold Gatty. Willy Post. Það eru nú rúm 60 ár síðan Jules Verne reit skáldsöguna „Umhveifis jörðina á 80 dögurn". Þótti það þá hin mesta fjarstæða, að láta sjer detta í hug, að hægt væri að komast umhverfis jörðina á svo skömmum tíma. Jules Verne var kallaður hugóramaður. Hann . skrifaði ferðasogu inn að iðrum jarðar, aðra ferðasögu til tungls- ins, þá þriðju neðansjávar o. s. frv. Þetta átti sjer ekki neinn stað í veruleikanum þá, en hvern- ig er komið? Kafbátar fara um öll höf og nú er verið að búa út leiðangur til þess að sigla undir heimskautaísnum landa á milli. Og það þykir ekkert ósennilegt, að bráðum geti menn brugðið sjer t.il tunglsins, eða skroppið vestur um haf til Ameríku á svona 3—4 klukkustundum. Hvað er alt hug- myndaflug Jules Verne hjá þessu? Að vísu eru rákettu farartækin ekki nothæf enn, en tveir amerísk- ir flugmenn, þeir Post og Gatty, hafa farið svo langt fram úr djörf- ustu áætlun Jules Verne, að þeir fóru um'hverfis hnöttinn á einum tíunda hluta þess tíma, er Veme hafði hugsað sjer. Þeir flugu frá New York austur yfir haf og aust- ur allt af þangað til þeir koihu aftur til New York íir vestri, og höfðu ekki verið nema ruma 8 sólarhringa á leiðinni. Ferðasaga þeirra Post og Gatty er í fám orðum þessi: Þriðjudaginn 23. júní lögðu þeir á stað frá NewYork og flugu fyrst til Harbour Grace (1200 enskar mílur), hjeldu svo áfram um nótt- ina og komu á miðvikudag til ('liester í Englandi (2300 mílur). Þaðan flugu þeir á miðvikudag- inn til Hannover (525 míluri og hjeldu enn áfram og tii Berlín (150 mílur). Fimtudag 25. júní flugu þeir frá Berlín til Moskva (975 mílur). Föstudag 26. júní flugu þeir frá Moskva til Novosibirisk (2100 rcílur). Laugardag 27. júní flugu þeir fyrst frá Novosibirisk til Irkutsk (1000 mílur) og þaðan tiI Blago- vestchenk (HKK) mílur). Sunnudag 28. júní flugu þeir frá Blagovestchenk til Khabarovsk (400 mílur). A mánudag og þriðjudagsnótt flugu þeir frá Kliabarovsk í Sí- beríu til iSalomon í Alaska og þaðan til Fairbanks (3000 mílur). A þriðjudaginn 30. júní flugu þeir frá Fairbanks til Edmonton (1350 mílur). Og á miðvikudaginn 1. júlí fiugu þeir frá Edmonton til New York (2000 mílur). Alls höfðu þeir þá flogið 16000 enskar mílur á þessum tíma. Uti í frumskógi. Kunnur þýiskur visindamaður dr. Schoedsack fór í hittifyrra til Súmatra til þess að ná lifandi myndum af dýralífinu í frumskóg- unum þar. Kona hans var í fylgd með honum og hún segir svo frá: — 1 heilt ár bjuggum við í kofa úti í frumskóginum. Sá kofi stóð ekki á grunni, heldur á þriggja metra háum stólpum. Það var gert til þess að tígrisdýrin skyldi ekki ráðast á okkur meðan við sváfum. En við fengum þar aðra óboðna gesti. Þegar við vorum ekki heima flykktist ótölulegur grúi af öp- um að kofanum. Þeir brutu og ónýttu alt, sem hönd á festi, og átu hvern matarbita sem til var. Fyrst í stað sárnaði mjer svo, að jeg grjet oft þegar aðkoman heima var þannig. En þetta komst smám saman í vana og jeg hætti að kippa mjer upp við það þótt kof- inn væri fullur af öpum þegar við komum heim. Þessi kvikindi flýðu þá með mesta írafári, ópum og óhljóðum eftir trjátoppunum. En það voru ekki aðeins þessi litlu kvikindi sem gerðu okkur lífið leitt í bústað okkar. Steypi- regn hitabeltisins rauf þakið á kofanum okkar (það var úr pálma- blöðum) og vatnsflóð var uin alt gólfið. En matreiðslan var ekki erfið nje margbrotin. Aðalfæðu okkar tökum við af trjánum. Við fund- um þar 29 tegundir af bjúgald- inum og 30 tegundir af allskonar ætilegum berjum. Auk þess voru þarna 'óteljandi ávextir aðrir. Við höfðum með okkur egg og niður- soðin matvæli og þurftum því ekki að kvarta um einhæft mataræði. Við fórum altaf á fætur kl. 4 á morgnana. Lengur gátum við ekki sofið, því að þá hófu allir fuglar og villudýr skógarins upp morgunsönginn með svo miklum djöflagangi að ekki var viðlit að sofa lengur. Við þurftum að fara snemma á fætur, því að ma.rgt þurfti að athuga. Við urðum að verja okkur fyrir bitflugunum, sem sýkja menn af malaria ])ar sem hitinn er 50—60 stig. Fuglar og dýr hjuggu og nöguðu stoð- irnar undir kofa okkar, og við þær urðum við að gera, svo að kofinn hryndi ekki. Og svo var að safna matv'ælum og matreiða. Já, það var nóg að gera áður en sjálft dagsverkið byrjaði — að ná lifandi myndum af villudýr- unum í skóginum. Skrifaralærlingur: Og svo vona jeg að forstjórinn borgi mjer kaup eftir því sem sanngjarnt er. — Miklu meira — þjer skuluð fá 50 krönur á mánnði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.