Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1931, Blaðsíða 8
224 LESBÓK MORGUNBLAÐSÍNS Heimsmeistari í hnefaleik. Fyrir nokkru börðust þeir Ntribling og Nehmeling um heims- meistaratigninga í lmefaleik í þyngsta flokki. En þannig fóru leikar, að Sehmeling vann frækilegan sigur. Ilafði hann jafnan betur í hverri lotu, en að lotum sló hann Stribl- ing í rot, og bar hann..sjálfur út al' pallínum. Sigur hans vakti mikinn fögnuð í l'yskalandi og verður honum án ela fagnað einS o-g konungi þegar liann kemur heim. Hjartslætti útvajrpað. 1 Amer- íku hafa menn fundið upp áhakl til þess að útvarpa hjartslætti, og var það gert í fyrsta skifti í há- skólanum í Pensylvaníu. Ung stúlka var látin sitja á stóli og svo var hjartslætti hennar út- varpað um öll Bandaríkin og. hundruðum þíisunda saman hlust- uðu ungu mennirnir á hann með fjálgleik. Stribling. Sehmeling vann þessa tign í fyrra, en nú skoraði Stribling á hann og var talið algerlega ósýnt hvernig fara mundi. Var því gríðarleg aðsókn að hnefa- leiknum og veðmál mörg, eins og títt 'er í Ameríku. í lyftu. Uóðlátleg gömul kona er hýstigin inn í lyftu og segir við lyftudrenginn. — Leiðist þjer það ekki að vera svona á ferðinni upp og niður allan daginn? — Jú. — Leiðist þjer að fara upp? — Nei. — Leiðist þjer að fara niður? — Nei. — Hvað leiðist ]>jer þá? — Hinar heimskulegu spurning- ar, sem fyrir mig eru lagðar. Næturdrotning New York borg- ar heitir Texas Guinau. Hún fór fyrir skemstu til Parísar og ætl- aði að stofna þar náttklúbb, en yfirvöldin bönnuðn henni það og vísuðu henni úr landi. Varð hún því að hverfa heim til New York af'tur. En hún segir að franska stjórnin skuli fá að súpa seiðið af því hvernig hún hafi farið með sig. Ekki er þó kunnugt á hvern hátt hún ætlar að hefna sín á stjórninni. — M, hvað hann rignir. Það er eins og helt sje vatni úr fötu. Jeg er hræddur um konuna mína. 11 ún fór regnhlífarlaus inn í borgina. — Þú skalt ekki vera hræddur — hún stendur af sjer skúrina inni í einhverri búð. — Já, ]>að er einmitt það sem jeg er hræddur um. —¦ Hvað á jag að gefa Ellu í afraælisgjöf 1 — Gefðu henni bók. — Hún á bók. Bernhard Shaw va-r einu sinni spurður að því í veislu hvernig honum litist á stúlku, sem allir dáðust að þar. — Hú'n er bæði ung og fögur, svaraði hann, og ef hún væri líka heimsk, þá væri hún full- komin kona. Isafoldarprentsmitsja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.