Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Page 1
Sundlaug í háf jal I i. Einkennilegasta sundlaug á íslandi. Árið 1923 var stofnað í- þróttafjelag Eyfellinga und ir Austur-Eyjafjöllum, fyr- ir forgöngu Björns And- rjessonar. Fjelag þetta tók það þegar á stefnuskrá sína, að koma upp sund- kenslu og efla ^undkunn- áttu í sýsluiíni. En þar er fátt um staði, er hentugir sje til sundkenslu og sund- œfinga. Eru þar varla önn- ur vötn en straumharðar og kaldar ár. Á einum stað í sýslunni er þó jarðhiti. Er smálaug, 90 st. heit, uppi í háfjalli, skamt fyrir ofan bæinn Seljavelli, sém stend- ur innst í dalkvos, er skerst inn í fjöllin. Kom mönnum nú til hugar að ná í jarð- hita þarna, til þess að hita upp sundlaug, og varð þeg- ar mikill áhugi fyrir því. Fjelags- menn voru þá 25—30, en þótt þeir væri ekki fleiri, lögðu 'þeir ó- trauðir iit í það að gera sjer sundlaug skamt þaðan sem laugin er. Var þó nokkuð um það deilt hvar sundlaugin skyldi gerð, en að lokum varð það að ráði að byggja hana uppi í miðju fjallinu. Var nú hafist handa og steypt þró undir háum kletti, þar sem ekki er að óttast skriðuhlaup úr fjallinu. Var svo leitt þangað heitt vatn úr hvernum í járnpípu, sem sjest á myndinni, og er sú leiðsla um 30 metra. Onnur leiðsla var gerð xir jökullæk, sem fellur niður fjallið rjett hjá sundlauginni, og með því að auka eða minka að- rensli kalda vatnsins, er hægt að takmarka liitann í lauginni eftir vild, Sundlaugin er 25 metrar á lengd og 6—8 metra breið. Dýpi er 1 til 2^4 m. Fyrir ofan hana er kletta- belti, 6—8 mannhæða hátt og er laugin undir homi þess, og rjett þar hjá steypist Laugará niður fjallið. Er það jökulvatn og dreg- ur nafn af því að lækur frá laug- inni rann í hana. Laugará er mjög straumhörð og oft koma mikil hlaup í hana, eins og fleiri vötn undir Fjöllunum. — Þess vegna varð að hlaða grimmilega sterkan varnar- garð við þann gafl sund- laugarinnar, sem ag ánni snýr, þar sem búningsklefl liefir verið bygður. Að öðr- um kosti gat verið hætta á, að áin bryti klefann og sundlaugina í mestu vatna- vöxtum. Þetta er án efa einkenni- legasta sundlaug hjer á landi, og skemtileg er hún. Myndin gefur góða hug- mynd um legu hennar að öðru leyti en því, að ekki sjest hvað hún er hátt uppi í fjallinu. Brekkan upp að lauginni sjest ekki, en hún er bæði há og brött. Niðri í dalnum, skamt frá Seljavöllum eru rennsljettir og víðir vellir meðfram ánni. Er þar tilvalinn staður fyrir íþróttamót. Ætti þar að standa skóli og þing- liús, og allir mannfundir að hald- ast þar. Yrði það mjög til efling- ar íþróttalífi þar eystra, og gæti Eyfellingar þá gert sund að skyldunámsgrein við bamaskóla sinn. En að því verður að keppa í hverri sveit, hverju þorpi og hverjum kaupstað, að sund geti orðið skyldunámsgrein við alla skóla, Mönnum er jafnnauðsynlegt að kunna að synda, eins og kunna að ganga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.