Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 8
232 LESBÖK MORGtJNBLAÐSÍNS Borgarís hefir enginn sjest hjá Newfound- landi í ár og þykir það tíðindum sæta. A nú að fara að rannsaka hvernig á þessu muni standa, því að það hefir mikla þýðingu fyrir siglingar. — Hjer sjest einn af þeim borgarjökum, sem árlega eru a sveimi hjá Newfoundlandi og' stundum berast langt suður í haf. Geta menn giskað á stærð hans með því að bera liann saman við skipið. Björgun kafbáta. Hvað eftir annað hlekkist kaf- bátum á, svo að stórslys verða að. Menn hafa því spreytt sig á því að reyna að finna upp áhöld til þess að geta bjargað mönnum þeim, sem sökkva með kafbátunum. Seinasta uppfinningin á þessu sviði er hylki eitt ailmikið, sem kafarar geta farið í niður á regin- dýpi. Er hjer mynd af hylki þessu. Smælki. — Stýrðu beint á duflið þarna fram undan. — Þag er ekki dufl, herra skip- stjóri, það er már. — Heldurðu að jeg sje svo vit- laus að jeg sjái ekki mun á dufli og iná ? — Jæja, herra skipstjóri, þá er jiað dufl — en nú flaúg það. Hann: Flytja, flytja! Það er ekki nema ár síðan við fluttum l'.ingað, og þá varstu mjög ánægð með nágrannana. Hún: Veit jeg vel, en heldurðu að nokkur manneskja geti taláð um sömu nábúana lengur en eitt ár? — Mamma, gefðu mjer 25 aura, jeg ætla að fara í dýragarðinn til að sjá stóru slönguna-. — Það er óþarfi. Taktu stækk- unarglerið hans pabba þíns og skoðaðu ánamaðk í því. — Hvers vegna tók hún ekki síra Jóni, þegar hann bað hennar? — Hún heyrir illa, og hjelt að hann væri að biðja hana um sam- skot til nýja kirkjuorgelsíns og þess vegna sagði hún, að hún hefði annað við peninga sína að gera. Frúin (hefir skoðað allar þær skyrtur, sem til eru í versluninni) : Hafið þjer áreiðanlega ekki fleiri skyrtur ? — Ekki nema þá sem jeg er í. — Get. jeg fengið rottueitur? — Já — ætlið þjer að taka það með yður? — Nei, jeg sendi rotturnar eft- ir því. Leiðrjettingar. í greininni um Harald Höffding, í seinustu Les- bók, voru þessar villur: Næstsein- asta lína í 2. dálki á að vera sein- asta lína í 1. dálki. í 4. dálki 10. línu stendur: háskólann, les há- skólanum og í 6. dálki 43. línu: verkfræri les verkfæri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.