Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1932, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1932, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 höfn við fermingu eða affermingu, fer um vinnu háseta eft-ir því, er venja hefir verið, nema annars sje getið í ráðningarsamningi háseta. 2. gr. — Þá er skip er að veið- um með botnvörpu eða á siglingu milli innlendra hafna og fiskimið- anna, skal jafnan skifta sólar- hiingnnm í 3 vökur. Skulu % hlut- ar háseta skyldir að vinna í einu, en Vn lv'.uti ]>eirra eiga hvíld, og skal svo skifta vökum, að hver háseti hafi að minsta kosti 8 klst. óslitna hvíld í sólarhring hverjum. Pvrirfram gerðir samningar um lengri vinnutíma í senn en fyrir er mælt í þessari grein, eru ógildir, en ekki skal ]>að talið brot á á- kvæðum hennar, þó háseti, eftir eigin ósk í einstök skifti, vinni lengur en þar er urn mælt. 3. gr. — Engin af fyrirmælum 1. og 2. gr. gi'lda, þá er skip er í sjávarháska eða líf skipshafnar í hættu. 4. gr. — Skipstjóri ber ábyrgð á því, að fyrirmælum þessara laga sje fylgt. 5. gr. — Brot gegn lögum þess- um varða sektuin frá 1000—10000 kr. Mál út af slíkum brotum skulu rekin sem almenn lögreglumál. 6. gr. — Lög þessi öðlast gildi 1. jú'H 1928. — Saga togaralífsins hefir sannað það, að þar er harðsnúinn og þróttmikill flokkur að verki, og yfirleitt flokkur, sem með ári hverju eykur lærdóm sinn og ment un, fram yfir fiskimenn annara Sanda, og til þess liafa togaramenn, að sumu leyti, betri skilyrði en skútumenn. A fyrstu árum togaranna var slæmt að fá vana netjamenn, og þeim goldið hærra kaup; borið mun það hafa við, hjá sumum þeirra, að upphefð þessi hafi stigið þeim til höfuðs og óhreinindin og tjaran á höndum þeirra, er í land var komið, átt að vera aug- lýsing um þá, að þeir væru „netja- menn á togara“, svipað og sagt var um „brýnsluna“ á sumum sláttumönnunum gömlu. Annars er netjavinna bakraun og kaldsöm vinna, t. d. í frosti og ágjöf, berhentum mönnum, eins og ætíð er, þegar dæla verður heitum Fimm sjó á "netið, til að ]>ýða það. For- 'maður netjavinnunnar pr bátsmað- ur. Matsveinninn sjer um fæðuna; er það mikið og vandasamt verk, ef vel er af hendi leyst. Þarf til þeirra að vanda, verk þeirra að raeta og þá sjálfa, sem það eiga skilið. Vjelavinnunni þyrfti betur að lýsa, frá fyrstu tíð útvegsins; hún er svo mikilsvarðandi þáttur í þessu starfi. Ometanlegur kostur er það ein- att ,að hafa duglegt „vjelafólk“, veit jeg til þess sjálfur, að í hættu- legu áfa'lli, sem einn togari fekk um vetur á miðunum hjer, sá jeg „fyrsta“ og mig minnir „annan“ vjelstjóra líka, standa í sjó við bálholin og vinna ötult að því að kynda efri bálholin, ti'l skiftis við kyndara, því dautt var í hinum neðri. Þannig breyta þeir, sem ríkir ern af skyldurækni og dug. — Ef þessar ófullkomnu línur mín- ar um sjómannalífið gætu aukið œttlið-ir. meiri ski'lning á sjómönnum og starfi þeirra; að t. d. orðið „sjóari“ eða ,,sjómaður“ verði framvegis ætíð notað sem virðingarorð, en aldrei framar sem smánaryrði, og að enn fleiri en áður vildu festa sjer í minni hin gullfögru orð eins góðskáldsins okkar ,]>egar vjer er- um dæmdir, að: „sjómannslíf i herrans hendi helgast fósturjörð“, ]>ættist jeg ekki hafa ur.nið fyrir S'g. — — Kæri læknir, jeg veit ekki hvað jeg á að gera. Þjer eruð |>riðji læknirinn, .sem jeg sný mjer til. — Svo-o? Hvað gengur að yður? —i Jeg er — er alt of feitur." — Og hvað hafa hinir læknarnir ráðlagt yður? — Annar ráðlagði mjer að hlaupa, en hinn ráðlagði mjer að fara til hressingarstaðar í Baden- Baden. Hvað ráðleggið ]>jer mjer? — Að hlaupa til Baden—Baden. Ekki er öllum ]>að lán ljeð, að fá að sjá barna-barna-barna-böm sín, eða verða langa-lang-amma, eins og gamla konan hjerna á mynd- inni. Hún heitir Guðrún Klemensdóttir og er frá Bólstaðarhlíð í Húna- vatnssýslu, en fluttist fyrir mörgum árum vestur um haf. — Með henni eru þarna á myndinni dóttir hennar, dóttur-dóttir, dóttur- dóttur.-dóttir og , dótfur-dóttur-dóttur-dóttir, eða fimm ættliðir á einu spjaldi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.