Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31 að fagna að lifa í landi, þar sein allir voru læsir, pat hún einstöku sinnum stytt sjer stundirnar með j)ví að lesa neðanmálssögur, sem einliver ungur eyðsluseggur liafði keypt og síðan gengu mann frá manni í kofahverfínu. Þau Jón og Gróa voru mikið saman, eins og vera ber um trúlofað fóik. En íbúum kofanna í kring fanst nú samt of mikið af því góða og hvískraði um það sín á milli. Aldrei var jiví samt hreyft við þau sjálf uþp í eyrun, ekki af því að fólkinu fyndist vanþörf á því, heldur af hinu, að bpeði Jón og Gróa voru kunn að ]>ví að geta svarað fyrir sig, livort úr sínum hóp, og væru menn ófúsir ti] illinda við Jón, þá var engin kerling í kofahverfinu, sem kærði sig um að lenda í handa- lögmáli við Gróu. En inni í kofunum og á mil'li jieirra gengu undiröldur livískurs og linippinga. Síðasta sagan, sögð yfir svörtu, sjóðheitu kaffi í sprungnum leirbollum, var sú, að nú væri Gróa orðin óljett. VT. Dag nokkurn síðla hausts kom Jón neðan úr bænum. Hann hafði verið á síld um sumarið, upp á ,kaup og premíu, og gengið vel. Síðan hafði hann róið á mótorbát, er seldi fiskinn í togara, sem flutti hann út í ís. En nú voru þeir hættir og ileit illa út með atvinnu, að minsta kosti fram yfir hátíðar. Jón gekk sem leið lá heim til sín, inn i kofann, j)ar sem móðir hans var að enda við að búa til matinn , soðinn fisk og kartöflur með svörtu kaffi á eftir. Hann gekk út að glugganum sem vissi upp að hlíðinni. Þar, nokkru ofar hinum kofunum stóð allstór skúr úr bárujárni og timbri. Yorið áður hafði verið gert við göturnar niðri í bænum og bygð uppfylling meðal annars. Þá var sóttur grjótmulningur jiarna upp eftir og hafði verið unnið þar með mulningsvjel um sumarið. Þá var jiessi skúr reistur. Tnnst var jiiljuð kompa, sem verkstjórinn hafði haft til afnota. en framhús- ið í skúrnum, sem var óþiljað. liafðj verið notað til að geyma í verkfæri og sem afdrep og mötun- arskýli handa verkamönnum þeim. er við jietta unnu. Nú var búið að fjytja alt draslið í burtu, en skúr- inn stóð eftir þarna ofan til við kofahverfið eins og til að sýna fólkinu, hvernig skúrar ættu að vera, því að óneitanlega bar liann af flestum mannahíbýlum í kring, livað ytra útlit snerti. Móðir Jóns kallaði nú til lians og bað hann fara að borða. Hann gekk að ómáluðu furuborðinu, settist á bekk einn og tók til matar. Það var soðinn bútungur, kart- öflur og brætt smjörlíki ,eins og vana'lega — með svörtu molakaffi á eftir. Þegar hann hafði matast og drukkið kaffið, kveikti hann í pípu sinni, studdi alnbogunum á borðið og tiorfði framundan sjer. — Já, liann lnafði fest kaup á þessum fyrverandi verkfæraskúr. þarna upp í hlíðinni. Skúrinn var ]>eim lítils virði, er höfðu látið slá honum upp á meðan grjótvinslan stóð yfir ,svo að hann fekk hann við vægu verði. Hann hafði líka diugsað fyrir „innrjettingunni“. Ekki alls fyrir löngu liafði gamalt pakkhús verið rifið og viðurinn boðinn upp. Jón hafði náð þar í nokkrar spýtur, og með jieim ætlaði hann að ])iija fram- liýsi skúrsins. Tnni í j)iljnðu kompunni hafði hann hugsað sjer að slá upp rúmi og hafa j)ar svefnlierbergi. Fram- liýsið yrði ])á að eins notað fyrir borðstofu, dagstofu og eldhús. Það var hvorki meira nje minna en tveggja herbergja íbúð — og slíkt var nú ekki á allra færi, þarna í kofahverfinu. Það yrði liklega einna erfiðast að útvega eldavjel, ]>ær voru svo dýrar nýjar, og ilt að fá gamlar, sem nokkurt gagn var í. Jæja, j>að myndi rætast úr því einhvern veginn. Og Jón stóð upp frá borðinu. Móðir hans spurði. hvort hann vissi til, að hægt væri að fá ýsu í soðið nokkurs staðar, en liann tók ekki eftir Jiví, hann gekk út úr dyrunum, hugsandi um, hvernig hann gæti hvort tveggja, útvegað eklavjel og keypt jólag.jöf handa unnustu sinni. VTI. Aðfangadagurinn rann upp, ekki kaldur og heiðskír eða með fa 11- andi logndrífu eins og í jólasögum fagurfræðilegra höfunda, heldur eins og fyrir getur komið i hinum jarðneska veruleika. í kofaliverfinu óðu menn krapið og forina í miðja leggi, enda var það engin furða, ])ví að niðri í sjálfum bænum átti kristilegt fólk ]>að á hættu að fara upp fyrir skóhlífarnar, vökna í fæturna, afkælast og spilla þannig dýrmætrj heilsu sinni, ]>egar verst gegndi. f kofunum börðust foreldrarnir hinni góðu baráttu við að lialda krökkunum innan dyra, því J>að var svo sem auðvitað hvernig þau myndu líta út, er þau kæmu inn aftur. Þótt jiau væru enn ekki komin í skárri garmana, var mæðr- unum ])að ekkert tilhlökkunarefni að fá þau útötuð í for og rennblaut vfir hausinn inn í stofukytrurnar, sem þær höfðu verið að basla við að j>vo og snyrta til á allar lundir fyrir hátíðina. Húsbændurnir í kofunum voru hins vegar á sífeldu rölti niður í bæ og heim aftur. Jafnvel íbúar kofahverfisins þurfa svo margt smá vegis til jólanna, að þeir muna sjaJdan eftir því öTlu fyr en á síð- ustu stundu. Hvernig á t. d. nokk- ur maður að muna hvað marga pakka af gerdufti liann á að kaupa með svo eða svo mörgum pundum af hveiti, — eða að vera viss um, að þegar kertunum, sem hann hef- ir keypt, verður skipt niður á milli barnanna, að jafnmörg komi í livers hlut? Börnin eru ef til vill sjii eða níu og það leikur sjer nú eriginn að því að deila með slíkum tölum, Jregar liann lu'fir hiifuðið fult af hveiti, gerdufti, rúsínum, bökun- ardropum og öðrum slíkum verald- legum nauðsynjum jólahátíðarinn- ar. — VTTT. Einn þeirra, sem ösluðu elginn neðan úr bænum seinni hluta jiessa dags, var Jón Bergsson. TTann hjelt á böggli stórum undir hendinni, og í jiessum biiggli var kvenkápa, hin prýðilegasta flík, sem nokkru sinni liafði sjest í kofahverfinu. Ekki var heldur að óttast að hún væri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.