Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 33 þá er sagt, að liann liafi hinn mesta stuðning af rödd sinni, sem sje svo hljómfögur eins og fiðla. A þann hátt er talað, þegar menn eru að gera sjer grein fyrir Briand, eins og hánn ltemur almenningi fyrir sjónir. En jeg verð þegar að viðurkenna að liinn sanni og rjetti Briand er a'lur annar. Hann t. d. fisltar aldrei. Engu er hann fráhverfari. En les mikið, mest ferðasögur og sagnfræði. Og þótt hann hafi mikla í'ödd, liefi jeg 'aldrei liej'rt hana hljóma eins og fiðlu. En það kynlega er, að enginn þekkir betur þenna tilbúna Briand en Briand sjálfur. Og hann gerir ekkert til þess að útrýma þessum gerfi-Briand. Honum finst einmitt gerfi-Briand vera sjer mjög innan handar. Oft talar hann um þetta gerfi sitt, eins og Charles Chaplin talar um „hinn fljótfærna litla mann í kvikmyndunum“. — Það kæmi mjer ekki á ó- vart, þó Briand hefði það til, að ýta undir frásagnirnar um þenna tilbúna Briand, og bæta við hann nokkrum smásögum til smekkbæt- is — En hvernig er þá hinn sanni og rjetti Briand"? Hvers verða menn vísari t. d. um hann, ef menn eta með honum árdegisverð? Briand kemur inn, þjettur á velli, dálítið álútur. AndHt hans minnir á sævi- sorfna hamra, sem særokið hefir ])ó á vissan hátt fegrað. Undir eins og Briand tekur til máls, verða andlitsdrættir hans enn fpgurri. Borðgeetur hans kemst að raun um, að Briand hefir fengið kunnleika af ákaflega mörgum og margs konar málefnum, að á liann liefir verið ráðist, af hinni mestu lieift, og honum hrósað, hann haf- inn til skýja, og af atlri þessari reynslu sinni hafi hann orðið á- kaflega varkár maður og öll hje- gómagirni og stærilæti er horfið úr hug hans, en í staðinn kominn ó- þrjótandi fjársjóður af heilbrigðri skynsemi — og mannkærleika. Og hann segir m. a.: — Menn finna að því við inig, að jtg skuli nota persónuleg viðtöl í stjórnmálastarfi mínu. En ef að jeg hefi komið því til leiðar, að stjórnmálamenn tala saman eins og kunningjar, þá finst mjer jeg hafi gert gagn í lífinu. — Aður voru menn fjötraðir í gömul og úrelt forin. .Jeg sagði við þá: „Þið verðið að vera blátt áfram ,og koma til dyranna eins og þið eruð k’æddir“. Þegar Luther ríkiskansl- ari og C hamberlain komu í fyrsta sinn á minn fund, þá bauð jeg þeim báðum með mjer á veitinga- hús. Luther var i æstu skapi og byrjaði að halda ræðu. En þá sagði jeg við liann: „Þetta spörum við okkur þangað til á þingi. Hjer sitjum við og borðum í ró og næði, og ef ]>að er eitthað sem þið vild- uð sagt liafa, þá er best að fá að heyra það með sem fæstum og ó- brotnustum orðum, enda þótt um sje að ræða flókin mál og vanda- söm“. Luther brosti í kampinn, og svo urðum við vinir. — En ef almenningur kemur auga á þessa hlið í stjórnmála- fetarfinu, þá verður hún aldrei til þess að auka hróður manns. Því kjósendurnir liafa mest á'lit á því, að menn komi fram með hátíðleg- um eða spámannslegum jarðarfar- arsvip. Það er erfitt að halda slík- uin svip, og jafnframt sínu góða skapi. — Þegar Briand er spurður að því, hvort hann ætli ekki að skrifa endurminningar sínar, þvertekur liann fyrir ]iað, og telur slíkt fá- nýtt. Nægilegt til af slíkum bók- mentum. Og svo eru endurminn- ingarnar alt af ósannar. Ekki verður Briand orðfátt, þó talað sje við hann um fyrri stjórn- málaskoðanir hans, og þátttöku lians í þá daga í sósíalistaóeirðun- um. — — Jeg veit vel, segir hann, að til erti þeir menn, sem finna að því, að jeg skuli hafa skift um skoðun. Jeg liefði gaman af að fá ]>á með injer heim ti] Bretagne, svo jeg gæti sýnt þeim þar sjávar- klettana. Þar gætu ])eir fengið að sjá skelfiskana. sem festa sig ])ar við blautt bergið. Og ])ó ])eir komi á sama stað fjórum dögum seinna, þá er skelfiskurinn grafkyr á sín- um steini, Jeg myndi líka geta sýnt þeim ál í lítilli bergholu. En ef maður ætlar að svipast eftir honurn að nokkrum klukkustund- um liðnum, þá er hann allur á burt. Állinn er æðra dýr en skel- fiskurinn. Almenningi líkar yel við skelfiskinn. En jeg er állinn. Og nú fer sá sem við hann ræðir að skilja, hvers konar töfraafli þessi þróttmikli rólyndi maður býr yfir. Það er engin tilviljun, að liann talar um hafið. Ilann þekkir hafið, elskar hafið, og af haföld- unum hefir hann lært að láta und- an síga, ]>egar árásir eru á liann gerðar í stormaheimi stjórnmál- anna, til ]>ess að hann síðar meir geti lireykt sjer á bylgjutoppunum. Er hann þá skáld? spyr ])ú les- ari. Og ]iá fer ]Jig að gruna livert er innsta eðli Briands. Hann er skáld. Hann kemst ekki að stað- reyndum sínum og þekking eftir rökvissum leiðum vísindamannsins, eii giöggvar sig á hlutunum með ófreskri skáldskynjan sinni. Hin marg umtalaða leti lians er liug- renningar skáldsins. Oft misskilur hann smáatriði. Þegar hann er í ræðustól, með skjalamöppu sína fulla af fróðleik og blöðum, þá er hann oft illa staddur, finnur eklci fcölu |>á, sem hann leitar að, gramsar i skjölun- um, árangurslaust, og fleygir síð- an öllu frá sjer. En þegar hann intð innsæi skáldsins útlistar ein- faldar kenningar, nær hann sjer á stryk. Þegar hann byrjar ræðu sína, hvarflar liann oft um lveima og geima með orðaskvaldri. ]>ang- að til a!t í einu að hann fær byr í seglin og stefnir beint að marki. Mjer er það ininnisstætt hve milda cftirtekt það vakti í þinginu í fyrra, er liann var að tala um Rathenau og Stresemann, og sneri sjer alt í einu til andstæðinga sinna, með þessum orðum : „Þurfa menn endilega að vera koinnir und ir græna torfu til ]iess að þið treystið ])eim ?“ Geðnæinj Briands trvggir honum samband við fjöldann, og rödd lians. tryggir honum forustuna á þingi. Þegar stjórnmálamenn frá víðri veröld mættust i fundarsal Þjóðabandalagsins, var það Briand, sem fekk bestu viðtökurnar. Hver þeirra? Gerfipersónan eða hann sjálfur, fiskimaðurinn eða skáldið ? Jeg fer að lialda að þeir sjeu eitt og hið sama.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.