Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1932, Page 6
34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Veiðihaukar. Framh. F álkamaður konuugs, eða „ferða- fálkarinn“, sem hann var ætíð kallaður, kom með þjónum sínum á Hólmsskipi o<? síðar á sjerstöku fálkaskipi hvert vor um Jónsmessu lej’tið. Ferðafálkarinn veiddi aldrei sjálfur. Hann velur úr þá fálka, sem hann telur brúklega. Gráfálk- ar máttu helst ekki vera eldri en 2ja ára og hvítfálkar ekki eldri en 3ja; um ])á mun þeirri reglu þó oft ekki liafa verið fylgt, þeir tekn- ir þótt eOdri væru. Fálkinn varð að vera gallalaus; vængja -og stjel- fjaðrir heiiar, liafa góða matarlyst og vera hnarreistur, ekki slæptur eða lúpulegur, því að þá var hætt við að hann væri sjúkur, og enginn fá.iki var keyptur neina hann hefðj setið 8 daga minst eftir hann var veiddnr. Þá varð fálkinn og að liafa góð augu, ekki gilda fætur og vera raddgóður. Ferðafá'lkarinn Jiótti títt ldutdrægur, og það orð ijek á, að hann Ijeti múta sjer. Eitt sinn hafði ferðafálkarinn ranglega liafnað 60 fálkum, þar af 15 frá snina manni, að eins vegna þess, að fálkafangarnir höfðu ekki „smurt“ liann áður. Ferðafálkarinn ákvað einnig iit fuglsins og þurfti til þess samviskusemi ef rjett skyldi vera, því að nær enginn fá'lki var alhvítur, sem þó mátti teljast livít- ur. — U,tí rð það sem fálkaföngurum var greitt fyrir fálka var lengi vel 15 rdl. croner fyrir hvítan, 10 fyrir hálfhvítan og 5 fyrir gráan. Arið 1739 var verðið fvrir gráa hækkað upp í 7 rdl., og 1743 var heitið 4 rdl. aukaþóknun fyrir hvíta og 2ja rdl. fyrir hálfhvíta, þegar sjer- staklega stóð á, en með konungs- úrsk. 4. jan. 1764 var það gert að alniennri fastri reglu. Þegar móðu- hnrðindin stóðu yfir, fóru fálka- f ngarar fram á hækkun þessa verðs, sökum dýrleika kjöts. Sögðu ]>eir, að verðið eins og það var, væri lítið meira en fyrir fóðri fálk- ans. Gerðu þeir kröfu um 20 rdl. croner fyrir hvíta og 10 fyrir gráa, og ætluðust vitanlega til, að auka- þóknunin fyrir livíta hjeldist. Skúli landfógeti mælti með þessari beiðni. Sýndi hann fram á, að fálkafangararnir beinlúns sköðuð- ust á veiðinni, nema hún gengi því betur. Miðað við fálkatekju síðustu 10 ára, hefðu 5 fálkar komið á hvern veiðimann að meðaltali, og eftir verðlaginu hefði fengist fyrir þá 37 rdl. 18 sk., en veiðimenn þyrftu að fá 53 rdl. 4 sk. cour. \rar verðið ]iá hækkað upp í 20, 15 og 10 rdl., en aukaþóknun af- nuinin. Þetta verðlag var í fyrstu ákveðið til 3ja ára en lijelst að mestu óbrevtt síðan. ^álkarnir voru ekki fluttir á skip fyr en það var alveg ferðbúið. Þeir sátu undir þiljum á stöngum, er settar voru lang.sum í skipið. — Stengurnar voru vafðar heyi og þar utan yfir klæddar vaðmáli. Til |iess að fuglarnir ekki dyttu og meiddust, þegar skipið valt í sjó, voru snúrur meðfram og milli stanganna, svo að ]>eir gætu fótað sig þar. (Horrebow, bls. 153). A gólfinu voru dúkar og um þá skift tvisvar til þrisvar á viltu og þeir þvegnir, því að þrifnaður varð að vera í góðu lagi. ^^ður en lagt var af stað var siátrað nautgripum til fæðu handa fálkunum í 14 daga, en skipið birgt með vistum handa þeim til 7 vikna. Nautpeningur og sauðfje flutt lif- andi og nægilegt fóður handa því; gripunum svo slátrað á leiðinni eftir þörfum. Það var eitt af em- bættisstörfum landfógeta að sjá fyrir nægilegu af fálkagripum, ann ast flutning þeirra ti*l fálkaliússins og öflun heyja handa gripunum á lriðinni til Danmerkur. Flutning- u r fálkagripanna frá seljenelum og öflun og flutningur heysins var ein kvaða þeirra, sem lá á bænd- i'.ni i nágrenni Bessastaða, sjer- staklega þeim í Álftanes-, Sel- tjarnarnes- og Mosfellshreppum. í liarðæri reyndist ]>að örðugt stundum að afla nægilegs fálka- fóðurs. Árið 1702 var kvartað und- an ]iví, að ekki fengist í grend við Bessastaði nógu margir stórgripir til þess, og varð að fá þá austan úr sýslum og ofan úr Borgarfirði. Yfir hinu sama kvartaði landfó- geti 1759 og ljet þess getið, að ekki yrði stundum hjá því komist að beita valdi og þvingun við bændur í 4 nágrannasýs'lum til þess að láta af hendi gripina, þar sem liægt væri að spj’rja þá uppi. — Krefðust bændur í stað peninga greiðslu í kornvöru og skæðaskinni, enda þyrftu ])eir þessa mjög; lagði lvann til að send væru liingað næsta ár 40 gallalaus og vel liert naut- skinn frá Kliöfn í skiftum fyrir nautgripi. Árið 1784 skrifaði land- fógeti stjórninni og kvað það alls ekki mundi takast að afla nægi- legs fálkafóðurs næsta ár sökum gripafalls. Var þá tekið það ráð, að taka færri fálka en venjulega, að eins 30, og senda hingað með fálkaskipinu 20 naut og 1680 lpd. af heyi. Kostnaðurinn við nauta- sendinguna var ráðgerður 2125 rdl. eða lijer um bil 1896 rdl. meira en undanfarin ár, þegar gripirnir voru keyptii' hjer á ‘landi, en eftir 5 ára meðaltali hafði verið gefið fj’rir ])á 228 rdl. 19 sk. á ári. (Lfí. V. 128). Af fjármálastjórninni var í þetta sinn vakið máls á því, hvort nauðsjm væri á fálkum það árið. rtanríkisstjórnin taldi mjög óráð- legt að afla ekki fálka, og fálka- meistararnir fylgdu því máli fast eftir, enda höfðu þeir mjög sinna hagsmuna að gæta, því að þeir þágu ríkuleg laun og gjafir frá þeim útlendu höfðingjum, er fálk- ana fengu. Pegar komið var með fálkana ti'l Khafnar voru ]ieir fj'rst sýndir hátíðlega konungi og öðru stór- menni. Því næst voru þeir tamdir og vandir til veiða og loks sendir að gjöf með sjerstökum erindrekum til flestra hirða þjóðhöfðingja og annara fyrirmanna í Norðurálfu og einnig til annara heimsálfa. — Soldáninn í Marokkó hafði t. d. mjög miklar mætur á Jieim. Heima fyrir var ekki haldið eftir nema örfáum fálkum. U m tölu útfluttra fálka eru ekki tii skýrslur fyr en eftir miðja 17.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.