Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1932, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1932, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 195 14 ára blaðamaður, Fyrsta samtalið við Herriot þegar hann var orðinn forsætisráðherra- Ritstjóri skólablaðsins „Petit Lycéen1' var sá. fyrsti, sem náði tali a'f Herriot, þegar hann var orðinn forsætisráðherra. Hanu heit ir Pierre Bourgeon, og er að eins i4 ára gamall .Þetta skeði kl. 6 á laugardagskvöld, er Herriot kom til Quai d’Orsay til þess að taka við af Tardieu. Þar tóku blaða- menn margar myndir af honum, en alt í einu gengur litli snáðinn fram og skorar á Herriot að veita sjer viðtal. Ráðlierrann rak upp stór augu og mælti: — Ha, eruð þjer blaðamaður? — er aðalritstjóri „Petit Lycéen“, svaraði strákur hiklaust. Þetta fekk Herriot ekki staðist. Hann bað drenginn að ljá sjer minnisbók sína, og svo skrifaði liaiin eftirfarandi klausu í hana. — Kæri herra ritstjóri: — Sem — ja, segjum samverkamaður við blað yðar, verð jeg því miður að játa þáð, að jeg hefi gleymt svo að segja öllu, sem gerðist í æsku minní. Jeg man þó eftir þorpskól- anum, þar sem jeg lærði að lesa og skrifa. Jeg get enn þá lesið með gleraugum, en síðan jeg fór að fást við stjórnmál, hefi jeg glevmt að skrifa. Yðar einlægur o. s. frv. Bamarœningjar í Hollyuuooð. Verður lögð dauðarefsing við mannránum? Það virðist svo sem fjöldi barna- íæningja sje í Hollywood eða þar í grend. Að minsta kosti fá kvik- myndaleikarar hvert hótunarbrjef- ið á eftir öðru frá þeim. Afleiðing- in er sú, að farið er að víggirða ýms hús þar sem börn eru. Marlene Dietrich á sjö ára gamla dóttur, sem, María heitir. Hún hef- ir fengið mörg hótunarbrjef, og lætur nú vopnaðan mann gæta dóttur sinnar dag og nótt. Hann heitir Hans Wright og var í her- Hði Belga í stríðinu og um eitt skeið í lífverði Belgakonungs. Ann Harding fær hótunarbrjef á liverjum degi. Ef hún greiðir ekki svo og svo mikið fje, verður Joan dóttur hennar rænt. En Ann Hard- ing hefir tekið það ráð að vig- girða hús sitt og hefir þar marga vopnaða menn á verði dag og nótt. Harald Lloyd hefir aftur á móti tekið það til bragðs að fá sjer grimma varðhunda og vaka þeir vfir barnaherbergi hans. Meðal þeirra, sem fengið hafa hótunarbrjef, er Tom Mix. Um- hverfis hús lians er hár múrveggur og nii hefir hann látið koma þar fyrir rafmagnsútbúnaði, svo að ef einhver ætlar að klífa yfir múr- vegginn, liringja ótal klukkur 'og Ijós kvikna. Auk þess hefir hann tvo Cow-boys á verði við hliðið. En skyldi ræningjunum samt sem áður takast að komast inn í húsið, þá hefir hann til vonar og vara b.ent Thomasinu dóttur sinni að nota marghleypu. Telpan er nú að eins 9 ára, en hann lætur hana æfa sig á hverjum degi að skjóta, og hún ber alt af hlaðna marg- hleypu á sjer. Þing Bandaríkja er nú að bolla- leggja hvort ekki eigi að leggja dauðarefsingu við mannránum. í Englandi liggur dauðarefsing við því og síðan 1861 hafa fjórir menn verið teknir þar af lífi fyrir barna- rán. Ef slík lög verða samþykt í Bi ndaríkjunum, koma öll slík mál fyrir sjerstakan dómstól, sem skip- aður er af „The Secret Serviee Departement“ (leynilögreglunni). • •»• —^^- <^p> >••• Er bygð á Uenus? Ameríksku stjörnufræðingarnir Adams og Dunham, sem starfa við stjörnurannsóknastöðina á Mount Wilson, hafa komist að því nýlega að í gufuhvolfi Venusar sje „Koldi oxyd“, en það er eitt af aðalskil- yrðunum fyrir því að líf þrífst hjer á jörðu, að loftið er mengað þessu efni. Það er því ekki loku fyrir það skotið að Venus sje bygð lifandi verum. Þetta er í fyrsta skifti að þetta eftii finst í gufu- hvolfi jarðstjarnanna, og þykirþað all merkilegt, þótt á hinn bóginn muni seint fullsannað hvort líf sje þar. Aður liafa rtienn komist að því að það er súrefni í gufu- hvolfi Mars, en eru þó enn engu nær um það hvort þar sje nokkur jarðargróður, hvað þá heldur æðri lífverur. Um Venus er það að segja að nóttin er þar löng — um einn mánuður á okkar mælikvarða — og loftið verður kalt á svo Jangri nóttu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.