Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1932, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1932, Side 4
208 LESBðk MORGUNBLAÐSINS Jarðgeislar. / Eftir dr. K. R. v. Rogues. Þýskur maður, v. Pohl fríherra, þykist hafa furdið hver sje ástæðan til þess að menn fá krabbamein. Hann segir að veikin stafi ekki af sóttkveikju, heldur af hættulegum straumum eða geislum, sem stafa út frá jörðunni. Hann hefir gefið út bók um rannsóknir sinar í þessu efni. — Sii skoðun, sem jeg ætla að tala hjer um, er svo stórfengleg og hefir svo merkilega þvðingu fyrir mannkynið, að ef jeg væri spurður livaða dóm jeg vildi leggja á hana, þá mundi jeg skjóta uijer undan því að svara beinlínis, en segja: „Jeg veit það ekki“. Sem lyflæknir og ráðgjafi fjölda manna verð jeg að vera varkár og tortryggja alt, en á hinn bóginn er skoðunin svo sennileg, og hún styðst við fengna reynslu mann- kynsins og -—■ rannsóknamaður- inn er svo ákveðinn og viss í sinni sök, að jeg er með sjálfum mjer sannfærður og get ekki kom- ið fram ineð neinar mótbárur. En þótt þetth væri ekki rjett, nema að litlu lejdi, og þótt ekki væri hægt að hjálpa nema fáeinum mönnum, og ef rannsóknum yrði haldið áfram með öilum þeim ráðum, sem unt er, þá væri þessar Oínur ekki ófyr- irsynju ritaðar. Kenning v. Pohls byggist á því, að til sje heilnæmir og hættulegir ósýnisgeislar. Það gildir einu hvort menn kalla þessa geisla .kosmiska' geisla, eins og franski vísindamað- urinn Lakhovsky*, eða jarðgeisla, e:ns og v. PohO. Niðurstöður Jieirra beggja eru svo merkilegar, að maður getur ekki neitað því lengur, að til sje ósýnisgeislar, eða straumar, sem hafa mikil áhrif. Nú Iiefir v. Pohl gefið út hók sem heitir ,,Erd-Strahlen als Krank heitserreger" (Huher-forlag, Dies- sen vor Miinchen) og þar segir liann frá nærfelt 30 ára tilraunum sínum með ,,óskakvist“, og ýms- um atvikum og staðreyndum, sem * Hann hefir fengist við að rannsaka hættulega geisla, sem stafa frá sólinni í sambandi við sólblettina. eru svo talandi, að maður verð- ur að trúa þeim. Hann staðhæfir (og sannar) hvorki meira nje minna en það, að -jarðgeislar sje orsök krabbameins. Aðrir, svo sem Winzer og Melzer hafa áður látið hið saina í Qjós (sjá lækna- vikuritið „Medizinisehe Welt“ 1927), án ]>ess þó að þeir hafi get- að fært jafn mikil og sannfærandi rök að því eins og v. Pohl. Geislarnir. v. Pohl ber eltki á móti því, að til sje „Kosmiskir“ geislar, held- ur þvert á móti játar hann, að þeir stafi frá sólblettum og tunglinu, en hann er jafn viss um hitt, að geislar eða straumar þeir. sem bar.n hefir Luidið með „óskakvisf- inum“, stafi frá jörðinni sjálfri. Samkvæmt' kenningu hans, stafa , negativir" rafgeis'lar frá hinum glóandi kjarna jarðarinnar, og leita helst framrásar þar sem vatnsæðar eru í jörð eða sprungur. Geisla þessa leggur lóðrjett út frá jörðinni, og þeir geta smogið í gegn um alt með svo miklum krafti, að engin einangrun dugar. Og svo ná þeir langt út fvrir jörðina, að v. Pohl hefir orðið ]>eirra var — í flugbelg — í rúm- lega þúsund metra hæð. Hjer skortir frekari rannsóknir. AMsindin eru enn komin skamt á leið í þekkingu á ósýnisgeislum, enda. eru rannsóknir á þeim enn í bernsku, og áhöld til þeirra vant- ar. v. Pohl og þeir sem fylgja hon- um (þar á meðal læknar), nota ,,óskakvist“, sem er nokkurs kon- ai „sjötta skilningarvitið“ —- næmleiki, eða öllu heldur ofur- næmleiki á geislastrauma. ,,Óska- kvisturinn“ sýnir með mælanleg- tim titringi stefnu og styrkleika geislastraumanna, en straumar þessir eiga ekkert skylt við út- geisliui af radíum. Krabbamein. Það er langt síðan að inenn þótt- ust Skynja, að eitthvert samband væri milli krabbameins og stað- liátta. Fyrstu mennirnir, sem gátu ]>ess til. svo mjer sje kunnugt, vr.ru læknarnir Kolb og Prinzing (sjá Zeitsehrift f. Krebsforschung 1 í‘14). En þeir komust þó ekki að neinni fastri niðurstöðu um það. En liitt var sannað, að krabbamein \æri miklu tíðara í ýmsum hjer.uð- um en öðrum og þó sjerstaklega á vissum stöðum (húsum eða bæj- um). Með margra ára rannsóknum hefir Pohl tekist að sanna, að rúm krabbameins-sjúklinga (eða þeirra> sem dáið liafa úr krabbameini) hafa einmitt staðið þar ,sem sterk- ar útgeislanir eru úr jörð. Hann er því sá fyrsti, sem tekur sjer fyrir hendur að sanna með skipu- legum rannsóknum, að jarðgeisl- arnir sje orsök krabbameins. í janúarmánuði 1929 rannsakaði hann, uridir opinberu eftirliti, honum ókunnan stað, þorpið Yils- biburg í Bayern. Átti hann að finna þar með „óskakvisti“ sínum hvar jarðgeislar kæmi fram. Þetta gerði hann og merkti á uppdrátt af bænum með línum hvar geisla straumar væri. Síðan ljetu yfir- völdin merkja á kortið kross við öll þau hús, þar sem einhver hafði dáið úr krabbameini, og var þar farið eftir 10 ára skýrslum lækna (1918—1928), og þá kom það undraverða í Ijós, að krossarnir fylgdu nákvæmlega þeim Gínum, sem Pohl hafði markað á uppdrátt inn, en enginn kross lenti utan við Iiær línur. Sömu tilraunir hefir v. Pold gert í öðrum bæjum, og árangurinn hefir orðið sá sami. Aðrir sjúkdómar. f bók v. Pohls er þess líka get- ið. að jarðgeislarnir <jeti valdið öðrum sjúkdómum, eða ýtt undir þá, svo sem svefnleysi, andarteppu, æðabólgu, hjartveiki o. s. frv. Er þar getið um mörg dæmi þar sem sjúklingum batnaði, þegar rúm þeirra voru færð úr stað og þangað sem jarðgeislarnir náðu þeim ekki. Eins og áður er sagt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.