Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1933, Blaðsíða 2
18 LESBÓK MO'RGUNBLAÐSrNS Nyrðri tóttaleifarnar (að mestu innan veggja). Gólfin sýnd neðan við. I. Eldstœði (langelds). 2. Hlóðir (eldstór matelda). 3. Leirker. 4. Lltil eldstœði. 5. Steincir l röð (frambrún flets). 6. Steinn (leifar af palli undan kolusteini). unum sjáist ekki votta fyrir nein- um tóttum. Árið 1896 kemur Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi á Bólstað. Hann lýsir landslagi svo: „Þar sem Úlfarsfellsá rennur út í Álftafjörð, hefir híin fylt af ár- burði allstóra vík, sem verið hefir milli Úlfarsfells og Vaðilshöfða; hefir þar myndast landauki (aur- land, ,,delta“), sem liefir gróið upp og verið orðið byggilegt þá er landið hygðist. Þar er flat- lendi, dálítið bunguvaxið. eins og aurlönd oftast eru, og hallar því ofan að sjónum. Uppgrónir far- vegir eftir ána sjást þar hjer og hvar; en flestir munu þeir eldri en síðan landið bygðist. Síðan mun áin jafnaðarlega hafa runnið við annan hvorn jaðar aurlands- ins. Bærinn Bólstaður hefir staðið á þessu aurlandi. Rústirnar eru ofan til á miðri bungunni. Eru tvær þeirra auðsæastar, og þó eigi glöggar; önnur þeirra, sú er ofar er, lítur út fyrir að vera bæjarrústin, en hin neðri gæti verið fjóss og hlöðurúst. Vottur sjest þar fleiri rústa. Eigi hreyfði jeg við rústum þessum.“ Aftur kemur Brynjólfur þang- að 1899 og gerði þá uppdrátt af staðnum. Niður við sjóinn, um 70 faðma frá bænum, er Arnkels- haugur, og var Úlfarsfellsá þá farin að brjóta hann og eins sjáv- argangur. Segir Brynjólfur nú, að ekki sjáist aðrar rústir á landinu en af bæjarhúsunum tveimur, en hugsanlegt að fleiri hafi verið áður, því að áin muni einhvern tima hafa runnið um norðurhluta aurlandsins og brotið þar jarðveg af, en er síðan hafi raunar gróið upp aftur, en sje þunnur og ný- legur. Geti því verið að tóttir hafi horfið þar. Brynjólfur ltann- aði rústirnar með stálstaf, en gat hvergi fundið grjót, enda er bygg- ingargrjót í aurlendinu Rannsókn Matthíasar Þórð- sonar í fyrra sumar. — í júlímánuði í fyrra sumar, gróf Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður í bæjarrústirnar á Bólstað. Hafa húsin verið tvö, eins og þeir Sigurður og Brynjólfur segja. Byrjað var á nyrðra hús- inu. Var þar jarðvegur y2—% meter niður á gólf liússins. Osku- drefjar og kolamylsna báru vott um það, hvar gólfið hefði verið, en gólfskán var uppleyst og ekki glögg. Þarna voru í rauninni þrjú hús, tvö, er sneru stöfnunum sam- an, og hið þriðja útbygging (soð- hús). Syðri hluti hússins var 7X3 metrar að innanmáli. Grjót var nokkuð við vesturhlið, en við austurhlið innarlega var eldstæði iit við vegg. Var þar mikil aska og flatar hellur á gólfinu um- hverfis. Stoðarsteinar fundust, og við suðurgafl allmikil grjóthrúga. Hefir grjót það sennilega hrunið úr gaflinum. Á miðlu gólfi var eldstæði; tvær hellur er mynduðu ferhyrning, 70X40 cm. að stærð. Voru þar miklar leifar ösku og eimyrju á gólfhellum og umhverfis þær, en frá báðum þessum eld- stæðum hafði aska og kolamylsna borist um alt gólfið. Eldstæðið á miðju gólfi hefir verið fyrir lang- eld, og fanst annar umbúnaður eldri þar undir. Á veggnum milli húsanna höfðu verið dyr og útidyr sunnan við þvervegginn. Var helluröð milli dyranna og í útganginum og náði um 3 metra fram á hlað. í norðurhluta hússins hefir gólf verið 20—25 cm. lægra en í suð- urendanum og þrep í dyrunum. Þverveggurinn hefir verið um 1 mtr. á þykt, en dálítið skot í norðurhlið hans og var þar mikil aska. Við austurvegg í norður- húsinu hafði verið eldstæði, en úti á gólfinu þar andspænis, gegnt dyrunum á þverveggnum, hafði verið aðal-eldstæðið í þessu húsi. Voru þar 3 smáhellur reistar á rönd og mynduðu hlóð. Húsið hefir ekki verið jafnbreitt, 3 metr- ar við þvervegg, en breikkar svo litlu norðar um y2 meter. Lengdin var 6 metrar, svo að allur bærinn hefir verið 14 metra að innan- máli milli stafna. Um gólfið voru öskudrefjar og kolaagnir, þó eigi nyrst í húsinu.Tvennar dyr virðast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.