Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1933, Blaðsíða 6
22 Kurt uon Schleicher ríkisfcanslari. v Schleicher á tali við v. Papen. Það er fátítt, að hermanni hlotn- ist sú uppliefð að vera gerður að kanslara í Þýskalandi. Það hefir aðeins komið fyrir tvívegis. I fyrra skiftið fyrir 40 árum, þegar Caprivi tók við af Bismarck, og r.ú í annað sinn, er Hindenburg gerði Schleicher hershöfðingja að kanslara. Það hefir margt verið rætt og ritað um þenna hershöfðingja, síð- an þýska lýðveldið var stofnað. Menn hafa sagt að hann væri ráð- gáta, Sphinx, undirróðursmaður, brögðóttur, skuggi allra stjórna, ráðandi herliðsins, iðjuhöldur. Og elcki er það nafn til á stjórnmála- manni, að honum hafi ekki verið gefið það, bæði í góðum og illum Hlgangi. Stundum hafa vinstri menn hatað hann. stundum liafa hægrimenn* vantrevst honum. Og fram á seinustu stundu hafa marg- ir haft illan bifur á honuin- Það hlaut að vera eitthvað athugavert við þann mann, sem var samtímis sainverkamaður jafnaðarmanna- foringja og hafði samband við LESBÓK MORGUNBLÁÐSINS Nazista! Það eru ekki margir, sem þekkja hann rjett, þennan mann. sem er óháður öllum flokkum og við- skiftarekstri. Scldeiclier hershöfðingi er fædd- ur hermaður, eins og forfeður hans. Faðir lians tók ungur þátt í stríðinu 1870, og liann var hinn fyrsti í sinni hersveit, sem feltk járnkrossinn. Afi hans var ekki í hernum neina lítinn tíma, en gerðist búhöldur mesti í Vest- falen. Langafi hans var hersveit- arforingi og fell í áhlaupi á Ligny. Schleicher kanslari er fæddur 7. apríl 1882. Seytján ára gamall gekk hann í 3. lífvarðarsveitina þar sem Hindenburg hafði áður verið. Nokkur ár var hann að- stoðarforingi við tvífylki og stór- fylki, gekk því næst á herforingja- skólann og í marsmáinuði 1914 var hann gerður að höfuðsmanni inn- an yfirherstjórnarinnar og aðstoð- armaður Groeners yfirforingja. í stríðinu var liann 1. herstjórnar- foringi við eina aðalherdeildina. Og meðan hann starfaði í aðal- herbúðunum komst hann fyrst í kynni við stjórnmálin. Eftir stríð- ið hefir hann þó meira liaft með þau mál að gera. Hann var þá majór og honum var það mauna inest að þakka að stofnaðar voru sjálfboðaliðahersveitir til styrktar ríkisvaldinu árið 1919. Og það var eigi síst ráðum hans að þakka að landvarnarliðinu tókst að kæfa byitingatilraunirnar 1920 og sjer- staklega 1923. Þá var hann ráð- gjafi þeirra hervarnaráðherranna Gesslers og v. Seeckt. Honum var þakkað með því, að hann var gerður að Oberstleutnant vorið 1924, og var það fyr en hann hefði herþjónustualdur til þess. Arið 1926 varð hann yfirforingi í landvarnarliðinu og 1926 gerðist liann hervarnaráðherra í ráðu- neyti Papens. Schleicher er svo lýst, að hann hafi þá föstu reglu „að skoða endirinn í upphafi“ eins og liverj- um góðum herforingja sami. — Hann er mannþekkjari mikill og gjörhugull. Dálítið er hann tor- tryggur, en dómgreindin er alveg óhlutdræg. Svartsýni þekkir liann ekki. Fyrir honum vakir fvrst og fremst að koma upp öflugum hlut- lausum landvarnarher til styrktar ríkisstjórninni og til þess að gera Þýskaland aftur frjálst og vold- ugt. Schleicher kanslari er enginn Sphinx. Hver, sem hefir tækifæn til þess að fá að tala við hann, hlýtur að undrast það hvað hann er bersögull og opinskár. H!ann segir hispurslaust eins og honum býr í brjósti, við hvern, sem um er að eiga. Og með þessari hrein- skilni afvopnar hann alla mót- stöðumenn sína. Það er óþarfi að taka það fram — segir maður, sem lýsir honum — • að liann missir aldrei sjónar á því takmarki, sem liann liefir sett sjer, heldur hiklaust sitt stryk, og kann að gera glöggan greinar- mun á því, sem þýðingu hefir og hinu, sem enga þýðingu hefir. Úr- eltar kenningar hatar hann og hann veit ekki hvað það er að leggja árar í bát. Best ka/>n hann við sig meðal ungra manna og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.