Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1933, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1933, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSDÍS Olíulindir neðansjávar. Eigi alls fyrir löngu hafa menn komist að því að sums staðar eru auðugar olíulindir neðansjávar. — Þannig er það í Svarta hafinu hjá Baku og þannig er það hjá Kaliforníuströnd. Hjer á mynd- inni sjest olíubrunnur úti í sjón- um hjá Kaliforníu. — Drengnum þykir svo gaman að lesa, að pabbi hans er að hugsa um að koma honum að rafmagns- stöðinni til þess að lesa á alla mœlana. — Konan mín þóttist heyra til innbrotsþjófa í nótt, og jeg hljóp þegar niður til þess að aðgæta það. •—- Hvernig stóð á þvi, að þú varst svo viss um að henni hefði misheyrst ? Þau hafa verið trúlofuð í mörg ár og hann var kominn að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki kona við sitt hæfi. Afrjeð hann því að segja henni upp. En hann hafði fitnað á þessum árum, og gat nú ekki náð af sjer hringnum. Þess vegna er það ákveðið að þau gisti sjg núna um páskana- Covent Garden, hin fræga sönghöll í London, þar sem mestu söngmenn heimsins og frægustu hljómleikastjórar hafa komið fram nú um tveggja manns aldra skeið, á nú að rífa að grunni. Ástæðan til þess er sú, að skipulagsbreyting á að fara fram á torginu þar sem sönghöll- in stendur. Myndin er frá óperu- sj'ningu í Covent Garden. Stærsta leikhús í heimi var nýlega vígt. Það er í New York, á eynni Manhattan. í því eru sæti fyrir 6200 áhorfendur. ná sjer mikið fyr en ella. Er legutími þeirra að jafnaði alt að þriðjungi styttri, en annars mundi verið hafa. Margir spítalalæknar í London hafa þegar tekið upp þessa aðferð dr. Rowntrees. Henry prins næstyngsti sonur Bretakonungs er lagður á stað í leiðangur til Sú- dan, til þess að ná kvikmyndum af viltum dýrum þar. 5maelfci. __ Þjer hafið verið svikinn á þessu Rembrandtsmálverki. Það er ekki meira en 50 ára gamalt. — Mjer er alveg sama hvað gamalt það er, úr því að það er ekta Rembrandtsmálverk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.