Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1933, Blaðsíða 2
138 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Japanar gera áhlaup á kínverska uppreisnarmenn, hjá járnbrautinni til Mukden. traustataki. Og takist þeim eigi að bægja Rússum frá þeim slóðum, telja þeir sjer yfirvofandi hættu af þeim. Þá líta -Tapanar Rússa ekki síður hornauga vegna hinnar kom- múnistisku undirróðursstarfsemi, er Rússastjórn hefir haldið uppi í Kína og Mansjúríu, síðan ó- friðnum lauk. Hefir sá undirróður Rússa gripið nokkuð um sig í •Japan, en þó meira kveðið að honum í Kína og Mansjúríu- Starfsemi þessa vilja Jápanar uppræta. og telja sjer hagkvæm- ast að gera það með þvi. að hrekja Rússa yfirleitt úr nágrannalönd- um Japana í Austur-Asíu. Aftur á móti er ekki annað sýnna en Rússastjórn vilji forðast allar ýfingar við Japana, og kom- "st hjá ófriði, enda sýnilegti að Rússar ættu erfitt með að reka ófrið þar eystra, vegna þess live flutningar yrðu erfiðir þangað, og nuk þess óvíst hve Moskvastjórnin yrði örugg í sessi, er hún hefði sent megin herafla sinn til Austur Asíu. Það var í mars að Jóhann fór frá Japan, eftir þriggja vikna dvöl þar, og vfir til Kóreaskaga, 1 i 1 hafnarborgarinnar Pusan. Er ]>að ramlega víggirt borg. — Þaðan fór hann norður eftir Kó- rea. og norður um Mansjúríu. úrar það fimm daga járbrautar- ferð frá Fúsan og norður til Sí- heríu landamæra. En járnhrautar- lestir óku ekki að næturlagi á þessari aðalbraut Mansjúríu, sak- ir þess, að hætta var á að ræn- ingjar rjeðust á næturlestir. TJrðu farþegar því að leita sjer nátt- staða í viðkomuborgum. Mjög var það greinilegt. er til Mansjúríu kom, að Japönum sem ])ar eru, var lítið gefið um ferða- lög Evrópumanna þar um slóðir. ■ Japanar hafa sem kunnugt er í raun og veru lagt landið undir- sig, og hafa þar öll yfirráð, þó Mansjúría, eða Manschuko, sem nú er nefnd svo, sje í orði kveðnu sjálfstætt ríki. En þegar Evrópumenn ber þar að garði, telja japanskir ráðamenri landsins að þar muni vera blaða- menn- og fregnritarar, er kunna að hera þeim misjafnt orð, sakir ráðríki þeirra þar í landinu. Jóhann fór um Mansjúríu þessa sömu leið fyrir tveim árum siðau. Vai’ það sýnilegt í öllu, að fram- farir eru þar miklar, mikið af nýjum byggingum hvar sem kom- ið var. Og allar voru þar járn- brautir, vagnar og annar útbún- nður í hinu hesta lagi. Fara Jap- anar ekki dult með það, að járn- bratitarsamgöngur þurfi þar að vcra greiðar og góðar. til herflutn inga er til kemur. Alt annan þug virðast Japanar bera til Kinverja, en til Rússa. Þó þeir eigi nú í ófriði við Kín- verja virðist svo sem Japanar taki sjer það mjög ljettilega. — Herbúnaður Kínverja allur er í ólestri, en Japana hinn besti. Er ekkert sýnna, en Japanar lmgsi sjer að halda Kínverjum í skefj- )im, meðan þeir eru að koma sjer fýrir í Mansjúríu, og til þess að þeir geti haft yfirhöndina við væntanlega samningagerð við Kín- verja um Mansjúríu og annað. í Harbin í Mansjúríu gisti Jó- hann eina nótt. Þar eru kross- brautir. Járnbrautin frá, Kórea og norður til Síberu liggur þar um. Og þaðán liggur austurbraut Mansjúríu austur til Vladivostock í Siberíu. Austurbrautin er til mestra nota fyrir Rússa, stysta leið til Vladivostock. Austan við Harbin liggur brautin, um fjall- lendi. Japanar í Mansjúríu kæra sig ekki um velfarnað þeirra sam- gangna. Lestir hafa farið um ])á braut að næturlagi. Nóttina áður en Jóhann kom til Harbin, liafði lest á Vladivo- stoek hrautinni verið rænd. Járnbrautarránin eru þannig framkvæmd, að ræningjar brjóta upp járnbrautarteinana, svo lest- ii-nar verða að .stöðvast. Um leið og lestirnar staðnæmast ræðst ræningjahópurinn á farþega-, og lestarþjóna. Þeir, sem sýna nokk- urn mótþróa eru skotnir. Og öllu fjemætu, smáu og stóru er rænt. Að ])essu sinni voru 5 vopnaðir japanskir hermenn með lestinni. Þeir sýndu mótþróa, — og voru skotnir. Aðrir sluppu lífs af — en slvppir. Japanskir liðsforingjar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.