Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1933, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1933, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 139 Ilæninfíjarnir eru þetta 30—40 í hóp, þegar þeir eru fæstir, en skifta oft hundruðum. Milli Japana og- Rússa hefir ver- ið mikil deila iit af þessari Aust- urbraut Mansjúríu. Samkvæmt samninjii milli Kínverja og Rússa, áttu Rússar að reka samprön"ur um braut þessa- En nú segja Jap- anar, að síðan Mansjúría varð sjálfstætt riki, eigi Mansjúría brautina. Og vagna, sem notaðir hafa verið á þessari braut, hafa Rússar tekið traustataki. En Jap- anar heimta vapnana aftur. Því svara Rússar, að vagnar þessir sjeu úr Síberíu og hafi aldrei A’erið borgaðir. Eftir síðustu fregnum þarna að austan selja Rússar Japönum eða Mansjúríu, öll vfirráð vfir braut þessari og eignarhald á henni. Er sú undanlátssemi Rússa skilin ]>annig, að ]>eir vilji fyrir hvern mun komast hjá illdeilum og ýf- insrum við Japana Þegar menn koma frá Japan og sjá þröngbýlið þar, þar sem hver blettur er ræktaður eins og frek- ast er unt upp um allar fjalls- hlíðar. og þeysir’ siðan eftir járn- brailtum Mansjúríu, er það eigi torskilið mál, hversvegna Japanar seilast eftir þessu mikla landi, sem enn er eijri nema að litlu leyti notað. fbúar Mansjúríu, sem eigi hafa notið áhrifa Japana, eða annara ii;enningarþjóða, lifa e)in í dag hjarðlífi iá víðáttumiklum gresj- um landsins. Mongólar þessir eru, rem flestar hirðingjaþjóðir, á lágu menningarstigi. Sagt er að þeir sjeu svo aumlega staddir, að þeir kunni ekki að telja, enda þótt þeir hafi mikilla hjarða að gæta. Árið 1931 vildi ])að til, að einn hjarðmannaflokkur í Mansjúríu misti nautpeningshjörð sína yfir landamærin, inn i Síberíu. Sóttu þeir um að fá hjörðinni skilað aft- ur. En er þeir voru spurðir að því, hver höfðatalan hefði verið, ])á gátu þeir ekki gefið aðrar skýringar en þær, hve löng og hve breið hjörðin hefði verið í rekstri. Auðæfi Mansjúríu eru mikil, og margt innflytjenda rúmar hún. —■ Landið er frjósamt. Þeir sem jarð yrkju stunda þár, framleiða firn af soyabaunum. Námur eru þar miklar, kol t. d. meiri en Japanar þurfa að nota. Og þetta gósenland nema Jap- anar nú óðum, og leggja undir sig auðlindir þess með fjármagni sínu. Þá skal horfið frá Mansjúríu- málum. TTm langt skeið, meðan mestar voru skærur og óeirðir í Man- sjúríu í vetur, var ferðamanna- leiðin um Mansjúríu og Síberíu lokuð útlendingum með öllu- Annars fer eftir Síberíubraut ein lest á viku, sem ætluð er út- lendum ferðamönnum. Er hún nefnd ,.luxus“-lestin. fjest sú. er Jóhann Olafsson tók sjer far með vestur eftir Síberíu- braut, var hin fyrsta sem útlend- ingar tóku sjer far með þessa leið, eftir að farbanninu var af- l.iett, en því hafði verið lokið í febrúar, þó engir hefðu valið þessa leið, sem annars áttu úrkosta, fvr en þetta, ]). 29. mars. Þeir voru níu útlendingar, er tóku sjer far með lestinni í þetta sinn. Fargjaldið til Evrópu er miðað við það, að jafnist á við ferðakostnaðinn sjóleiðina suður fvrir Tndland, og um Suezskurð. A landamærum Síberíu og Man- sjúríu var tollskoðun ekki ströng, og gekk greiðlega. Þeir sem hafa mcð sjer myndavjelar mega ekki nota þa*r. meðan þeir eru iru'-ar takmarka Rússaveldis, og innsigla tollverðir vjelarnar. Ritvjel hafði Jóhann í farangri sínum. Varð hann að skuldbinda sig til þess að selja hana ekki í Rússlandi. Yfirleitt mega útlendir menn sem þangað koma, ekkert sel.ja Rússum. Tollverðir gera skýrslu yfir pen- inga þá og ávísanir, sem ferða- raenn hafa með sjer, og mega þeir taka alt að því sömu upphæð með s.jer út úr landinu í erlendri mynt. En rúblur mega menn ekki flytja með sjer til Rússlands, því yfir- völdin þar geta biiist við því að menn hafi getað kevpt rússnesku rtibluimar erlendis fyrir sáralítið >erð. Það sem Rússar sel.ja út- lendum ferðamiinnum vilja þeir hafa gull fyrir, eða gulls ígildi. Vagnarnir í „luxus“-lestinni á Síberíubrautinni voru gamlir, sagðir bygðir fyrir ófrið. — En sæmilega voru þeir vagnar þrifa- legir, er ætlaðir voru útlendingum og svo rúmt var um þá, „luxus“- farþegana, að þeir höfðu venju- Icga sinn vagnklefann hver. Verkfræðingar, sem urðu okkur ■ amferða innan Síberiu, sögðu, að hjerumbil æfinlega kæmi eitthvað stærra eða rninna slys eða óhapp fvrir hverja lest, sein færi um endilanga Síberíubraut, og kendu ]>eir því um, hve vagnar væru gamlir, Ijelegir, en þó frekar því, hve járnbrautin sjálf væri nr sjer gengin- Við vorum komnir miðja veg-i vestur eftir Síberíu, segir Jóhann, or það vildi til. er lestin var að hægja á sjer, til þess að stað- næmast á járnbrautarstöð, að alt í einu heyrðist brestur mikill, og kom hnykkur á vagnana. Lestin staðnæmdist jiegar og farþegar allir hlupu út til þess að sjá hvað um væri að vera. Hjólasamstæða ein liafði losn- að undan næstaftasta vagninum, og höfðu hjólin þeyst út af brautinni. Brautarþjónar tóku hjólin, tjösluðu þeim undir vagn- inn, og var sú aðgerð látin duga alla leið til Moskva. En vagn sá, sem bilað hafði, var upp frá þessu hafður aftast í lestinni. Á tveim stöðum austan til i Sí- beríu, Há brak úr vöniflutninga- lesturn er nýlega höfðu rekist á. TTafði vagnabrakinu verið velt til hliðar út af brautinni og þar lá ]iað vegfarendum til viðvörunar. Á einum stað í Úralfjöllum sá Jóhann rústirnar af farþegalest einni er oltið liafði út af brgnt- inni, í beygju, og ofan í gil «11- djúpt. Þýskir verkfræðingar, er voru um tíma samferða Jóhanni, sögðu honum, að viku áður en hann var þar á ferð, hefði skriða hlaupið á hraðlest, er var að fara með- fram Baikal-vatni. Fórust þar allir farþegar sem voru í þrem vögnum lestarinnar. En ekki sögðu Þjóð- verjarnir að fregnir af slysi þesiíu hefðu borist til útlanda. Mest alla leiðina hefir Síberíu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.