Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1933, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1933, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 187 liækka verðlagið, með samkomu- lafíi inilli framleiðenda. Loks ltomum við að aðalmálinu: Eip:a Bretar að verðfesta sterling's- pundið iá stigi, sem Bandaríkin o<>' Frakkland íteta sætt si»' við? Breskir ráðherrar hafa sagt alt fram á þenna dajr, að trygg- ingar þyrftu að fást fyrir því, að viðburðirnir á fjármálasviðinu, er gerðust ’31, endurtæki sig ekki, að Bretar þyrftu aldrei að liverfa frá því gengi, sem þeir hefðu ákveðið að haldast skyldi. En um hvaða ‘ •yggingar er að ræða gegn slíku? Og hver á að gefa þær trygg- ingar? Enginn getur trygt það, að þjóð', sem lánar mikið fje ti! útlanda, og það til langs tíma, lendi ekki einhvern tíma í vand- ræðum og verði að gripa til hjálp- ar utan að. Nú er mikið af er- lendu fjármagni í Englandi, sem hægt er að kippa þaðan hvenær sem er. Reynslan hefir kent Bretum, að eklti er vogandi að lána slikt fje útlendingum. En þetta ástand er ekki heilbrigt; því ef fátæku þióð- umim er ekki lánað, geta þær ekki komið eðlilegri framþróun í at- vinnuvegi sína, og heimsviðskift- in komast eklti í eðlilegt horf. En það eru fjármálamenn City, sem mesta reynsluþekking hafa { út- lánastarfsemi til annara þjóða. Þegar talað er um það, með óljós- um orðum, að tryggja þurfi að gengishrun sterlingspunds eins og árið 1931, endurtaki sig ekki, þá geta menn varla átt við annað cn það, að leysa verði úr ófriðar- skuldamálum Breta við Bandarík- in. Með því móti geta Bretar feng- ið losað sitt eigið fjármagn til þess að taka upp útlánastarfsemi að nýju, með eigin fje. Með því að færa niður gullgengi myntanna, vinst tvent.l fyrsta lagi hætta þjóðirnar að keppast um að lækka gengi sitt, og- varnar- ráðstafanir þær, sem þ.jóðir nú grípa til gegn gengislækkun ann- ara, tollahækkanir og innflutn- inshömlur, hverfa. Þ.e.a.s. toll- stríði linnir. í öðru lagi drýgist gullforði heimsins, þegar gullgildi myntanna lækkar, og framleið- endur í heiminum fá ódýrara rekstrarfje. En þetta er ekki nægilegt til þess að koma heimsversluninni á rjettan kjöi. Allra nauðsynlegast er að tollmiirarnir verði niður rifnir. Sennilega tekst viðskifta- ráðstefnunni ekki að ráðast beint á tollmúrana. En það er hægt að ráðast að þeim óbeinlínis. Það virð- 'st vera fær leið, að þjóðiy með líkum atvinnuskilyrðum , myndi • með sjer lágtolla-bandalög. -—- 1 Bretlandi hafa menn mikinn á- Knga fyrir slíkum bandalögum. —- Viðskiftaráðstefnan getur gert stórvirki með því, að koma því til leiðar, að breyta ákvæðunum um .bestu kjör“ þjóða á þann veg, að þær þjóðir sem eru í lágtolla- bandalagi, geti notið ,bestu kjara', meðal annara þjóða. Hjer cr mikið verkefni fyrir Norður- landaþjóðii', að vinna að. Það get,- ur farið svo að framkoma þeirra á viðskiftaráðstefnunni fái úrslita þýðingu. Mormandí. Áður en Rómverjar lögðu Gallíu undir sig, skiftust íbúarnir í Nor- mandi í marga flokka, og hafði liver flokkur sinn höfðingja. Var sífeldur ófriður á milli þeirra. En Cæsar braut höfðingjana til hlýðni og sameinaði landið Gallíu. Á 5. öld kom landið undir Franka, en þegar ríki þeirra var skift 843, kom Normandi undir Karl sköllótta. Fekk það þá nafn- ið „Ducatus Franciæ“ (hertoga- dæmið Frakkland) og var yfir það settur sjerstakur landstjóri. — Eftir fráfall Karls sköllótta byrj- Uðu norrænir víkin<>ar að herja á landið, og Karl einfaldi neydd- ist að lokum til ])ess að selja Norðmannahöfðingjanum Göngu- Ilrólfi Normandi að ljeni, til þess að kaupa sjer frið. Göngu-Hrólfur tók sjer þá nafnið Robert og land- ið var þá skírt Normandi (Nor- mannia). Tók þetta nýja ríki brátt að blómgvast og mátti sjálf- stætt kallast, enda þótt ]>að í orði kveðnu væri undir yfirráðum Frakkakonunga. Robert I. andað- ist 927 og tók þá Vilhjálmur son- ur hans við og ríkti til 946. Þá tók við sonur hans Ríkarður I. (til 996), þá sonur hans Ríkarður 11 (til 1026), ]>á synir hans tveir Ríkarður III (til 1028) og Robert II til 1035). Sonur lians var Vil- hjálmur bastarður, sem lagði Eng- land undir sig og gerðist kon- ungur þar. Eftir fráfall Vilhjálms varð sonur hans Robert III. her- togi yfir Normandi. Árið 1106 gerði liann kröfu til konungs- dóms í Englandi, en hróðir hans Hinrik I. Englandskonungur, Ijet })á varpa lionum í fangelsi og rat liann þar til dauðadags. — Englakonungar voru nú jafnframt liertogar yfir Normandi, þangað til 1259, að Hinrik III. varð að afsala sjer öllum rjettindum þar í hendur Frakkakonungs. — Nor- mandi hjelt þó sjerrjettindum sínum undir frönskum hertogum, ]>angað til 1351 að Karl V. inn- limaði það í Frakldand. Þó er Normandi enn kallað hertoga- dæmi. Á blómaöld þess náði }>að yfir þau lijeruð, sem nú nefnast Seine-Tnferieure, Eure, Calvados, Orne og Manche og var ])á um 29.540 ferkílómetrar að flatar- máli. Ungar stúlkur í Normandi í fornum þjcðbúningum. Nú liafa nýskeð farið fram mifeil hátíðahiild í Normandi, í tilefni af því, að 1000 ár eru liðin síðan öll }>essi hjeruð voru sam- einuð i sjálfstætt hertogadæmi. — Aðal-hátíðahöldin fóru fram í borginni Coutance. Gekk fólk þar í skrúðfylkingu klætt í eldgamla þjóðbúninga, og hjer á myndinni sjást tvær ungar stúlkur í fornum búningum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.