Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1933, Blaðsíða 6
190 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flug (Tlatterns. James J. Mattern og flugvjeí hans „Century of Progress." Skamt frá Kragerö í Yíkinni 1 Noregi, er lítil eyja, sem heitir Jomfruland. Þar eru um 60 íbúar og lifa þeir í friði og ró utan við skarkala heimsins. En á Hvítasunnudag komst alt í uppnám á eynni. Þangað kom flugvjel og' lenti þar á ströndinni. Það var auðsjeð að flugmaðurinn var ókunnugur, því að hann steypti sjer beint ofan í stórgrýtta urð, og er það talið furðulegt, að liann skvldi okki drepa sig á því. Þetta var ameríski flugmaður- inn Mattern, er var í hnattflugi og ætlaði að fara fram úr hnattflugs- meti þeirra Post og Gatty í fyrra, en þeir flugu umhverfis hnöttinn á 8y2 sólarhring. Mattern var einn í flugvjelinni og hafði flogið frá New York til Jomfruland á 23 klukkustundum. Yfir Atlantshafi hafði hann fengið versta veður, storm, þoku og ísingu. Hann hafði á allan hátt reynt að forðast storminn, en það var sama hvort liann beygði til hægri eða vinstri, fiaug hátt eða lágt, ekki losnaði hann við storminn og þokuna. — Helst var að fljúga nógu hátt, en þá settist ísing á flugvjelina, og einu sinni sá Mattern sinn kost vænstan að steypa sjer 2000 metra beint niður til þess að kom- ast í hlýrra loft, svo að ísingin bráðnaði af flugvjelinni. Sagði hann svo frá að þetta væri sú versta nótt sem hann hefði lifað, enda var hann alveg iirvinda af þreytu. Vegna þokunnar og ill- viðrisins viltist hann 300 km. af leið. Hann hafði ætlað sjer að fljúga til Skotlands, þaðan til London, París, Berlín, Moskva. En þegar hann sá fyrst land, var hann skamt sunnan við Bergen. Hjelt hann fyrst að hann væri kominn ti! Skotlands, en áttaði sig, þegar hann sá Stavanger. .Hann hafði ekkert sjerkort af Noregi, því að þangað ætlaði hann alls ekki að koma. Var hann nú að hugsa um að fljúga til Oslóar, en treysti sjer svo ekki til að rata þangað og er hann kom í Víkina fór liann að leita sjer að lendingar- ^stað. Flaug hann fyrst vfir Krag- erö, en leist ekki á að lenda þar. Svo flaug hann yfir Jomfrúland. Þar sýndist honum ágætur lend- ingarstaður, sljettir harðvellis- bakkar meðfram sjónum. En það var missýning. Þar var aðeins hnullungagrjót eins og áður er sagt. Annað hjól flugvjelarinnar sprakk og skektist í lendingunni, en aðrar skemdir urðu ekki svo teljandi sje. Flugvjelina varð að draga langa leið þangað, sem nokkurt viðlit var fyrir Mattern að hefja sig til flugs. Var beitt fyrir hana hestum og mönnum og gekk flutn- ingurinn furðu vel. Flugvjelar frá hernum komu til þess að veita Mattern lijálp við að gera við flugvjelina. Hvíldist hann á með- an, enda veitti honum ekki af því. En hann gat ekki sofið ró- lega, svo óðfvis var hann að halda áfram. Og undir eins og flugvjelin var tilbúin, lagði hann á stað. Flugvjelin ,Century of Progress' er liin sama sem Mattern og Griffin flugu á í fyrra, ]>egar þeir ætluðu umhverfis hnöttinn. Þeir komust þá ekki lengra en til Rússlands, urðu að nauðlenda þar, og skemdu flugvjelina, svo að ekki var hægt að lialda áfram ferðinni. En á þessu flugi settu þeir ný met og eru þau máluð á flugvjelina : „Yfir Atlantshaf 2000 mílur á 10 klst. 50 mínútum. Frá New York til Berlín 4106 mílur á 29 klst. 31 mín Frá Newfound- land til Berlín, 2960 mílur á 17 klst. 30 mín. Fyrsta beint flug frá Ameríku til Berlín.“ Og nu hafði Mattern orðið til þess fyrst- ur manna að fljúga beint frá Ameríku til Noregs. Áður en hann lagði á stað þaðan, kvaðst hann kvíða mest fyrir fluginu frá Si- beríu til Alaska. Það er alveg eins og hann liafi haft eitthvert hugboð um það hvernig átti að fara. Einmitt á þeirri leið slysað- ist honum — hann hvarf þar og hefir ekki til hans spurst síðan. — Þú veist það Bjössi, að þú mátt ekki láta illa meðan hann pabbi þinn sefur. — Jú, jú, meðan hann sefur má jeg ekki hreyfa mig. Og þegar hann er vakandi ætlar hann að verða vitlaus ef jeg hreyfi mig. Hvenær má jeg þá láta illa?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.