Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1933, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1933, Blaðsíða 4
212 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ýmislegt um Balbo — Tekiö á móti Balbo hershöfðingja í Vatnagöröum viö Reykjavík þ. 6. júlí. Það var engu líkara en bylur færi af húsi hjer í Reykjavík, er ítalirnir flugu lijeðan. Frá því á miðvikudagskvöld þ. 5. júlí og þangað til þeir fóru var ekki meira um annað hugsað og talað hjer í bænum en ítalina, hvernig þeir væru, livað þeir gerðu, og hvað þeir ætluðu fyrir sjer. Eftir- tekt manna óx svo að segja með bverjum degi, uns hún náði há- marki á mánudagskvöld og að- faranótt þriðjudags í fyrri viku. |>egar við því var búist fastlega að þeir mvndu leggja upp í vestur- flugið. Alt kvöldið stóð múgur og margmenni framan við Hótel Borg, M1 þess að fá að sjá í svip flug- kappann mikla, Balbo hershöfð- ing.ja, er liann legði af stað í næsta áfanga í sinni frækilegu. ferð. Timunum saman stóð fólk og beið, ungir og gamlir, og þar á meðal margt manna, sein ekki að jafnaði er á strætum úti að kvöldi dags. Og inni á hæðunum umhverfis Vatnagarða voru liundr- uð manna alla nóttina, en ótalið alt það fólk, sem vakti fram á nótt og alla nóttina í húsum inni, tiJ þess að bíða og sjá flngið. En svo vel vildi til, að veðrið þessa nótt var svo fagurt, að eng- inn iðraðist að hafa vakað, og sjeð dýrð liinnar kyrru sumarnæt- ur, er sól reis upp yfir Esju. Eins og geta má nærri var það foringi flugsveitarinnar, Balbo Jiershöfðingi og ráðherra, sem mesta eftirtekt manna vakti, og umtal. Hann mun vera með valda- mestu og' frægustu mönnum sem Jitið liafa land vort. Hvar sem liann fer, hlýtur maður sá að vek.ja á sjer geysimikla eftirtekt, með framkomu sinni og' gjörvileik. TTann er allra manna hvatlegastur á velli. Af honuin ljómar fjör og þróttur. Framúrskarandi höfðing- legur er hann í sjón. En hver sem A hann yrðir, eða við liann hefir Jiin minstu viðskifti. finnur þegar, að maðurinn er frábærlega ljúf- ur í viðmóti, látlaus og laus við allan valdamenskuhroka. Balbo hershöfðingi og flugmála- ráðherra í stjórn Italíu er sá nú- lifandi Itali sem næstmesta lýð- hylli hefir. Hann var í þeim fá- menna hóp manna, er stofnaði til fascistahrevfingarinnar á ítalíu. I hergöngunni frægu til Róm gekk liann við hlið Mussolini. Alt frá þeim tíma hefir liann verið vild- arvinur og fremsti stuðningsmaður forystumanns ítala, Mussolini. En hvernig er þessi maðiir, og hvernig er starfsferill hans? Flug- leiðangrar hans heimsálfanna á milli tala sínu máli um það. En nú er margir af lesendum Lesbókarinnar nýlega hafa sjeð manninn og aðrir heyrt mikið um liann talað. þykir rjett að Játa Lesbókina flytja af honum nokkr- ar frásagnir. Um það leyti sem fascistahreyf- ir'gin á Italíu var rjett í byrjun. og hún hafði fáa'fylgismenn feng- ið. en kommúnistar óðu hvar vetna uppi í landinu, vildi það til eitt sinn, að kommúnistar höfðu fengið eitt af leikhúsum Róma- borgar til fundarhalds. Aheyr- endur fyltu húsið. Þeir voru um 3000. Hávaði þeirra var í svipinn liommúnistamegin. Þá komst Balbo við 12. mann inn um bakdyr leik- hússins. Hann og liinn fámenni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.