Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1933, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1933, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 213 og flugleiðangur hans Tólf flíigvjolar úr ílölsku flugsveitinni .á Kleppsvikinni. Önnur röð vjelanna er var noiðar á vi únni. sjest ekki á myndinni. flokkur hans komst alla leið upp á leiksvið. Þar kvaddi liann sjer Jiljóðs. Hann ávarpaði kommi'mista með þunfruni ávítiim. Hann kvaðst vera fascisti. Fáir meðal álieyr- enda vissu þá glögg skil á þeirri stefnu. Hún var svo ný. En komin- únistar þarna vissu allir sem einn að hjer var árás á þá gerð, óvænt árás. Alt húsið komst í uppnám. Öllu lauslegu sem fyrir liendi var, var hent í þessa óboðnu gesti. Á þá var skotið úr skammbyssum. En þeir voru ekki óvopnaðir. .Þeir voru einbeittir opr bandfljótir. Þeir tóku fundarstjóra kommúnista böndum og böfðu hann á burt með s.jer. Fundarbaldið kafnaði í ólát- uiu. Balbo, við 12. mann, ?at þarna unnið verk, sem að óreyndu bafði verið talið ófært, ófram- kvæmanlegt. Síðan liefir hann hald ið áfram á þeirri braut, að fram- kvæma það sem öðrum er ómögu- legt. — En hvað getur mannshöndin ein og ein? Balbo bersböfðingi er manna hæfastur til þess að fá sjer samhenta liðsmenn. Hann hef- ir skapað og skipulagt flugher ítala. Þar hefir hann lagt mesta stund á að æfa hraust og duglegt fluglið. Minni áhersla hefir verið liigð á ,að afla flugvjela. Flugvjel- ar er liægt að kaupa og smíða. segir Balbo. En það er ekki eins auðvelt að finna og æfa hrausta og djarfa flugmenn er kunna list : ína. í liermannaskólum hins ítalska flughers, er daglegt líf ineð öðru sniði en tíðkast meðal hermanna. Þar sitja sveitarforingjar og hers- höfðingjar við sama borð. Þar er allur viðurgemingur hinn saini, sem óbreyttir liðsmenn húa við og foringjar liðsins. Þar situr hers- höfðinginn Balbo á bekk með inönnum sínum, eins og herkon- ungur á Norðurlöndum í fornöld. Greinarmunurinn eini þar er sá, að eftir því sem menn eru liærra settir í hernum, hafa þar meiri virðingarstöður, eftir því verða þeir að greiða margfaldara verð fvrir þann sama viðurgerning sein óbrevttir liðsmenn fá. Þegar Balþo fór í hinn fræga flugleiðangur sinn til Suður-Ame- ríku. kom hann við í Algier. ITnd- irbúningur liafði verið gerður und- ir viðkomu hans þar. En í milli- tíð liafði eitthvað slest upp á vin- : kapinn milli ítala og Frakka, eins og oft vill verða. Balbo mun hafa búist við, að hinn franski landsstjóri þarna í Algier myndi ekki láta þann kala sem ríkti milli þjóðanna koma fram við sig í þessu tilfelli. En er liann kom í hina frönsku hjájendu, sýndu stjórnarvöldin þar enga kurteisi, og ljetu sem þau sæ.ju hann ekki. Hann ljet sjer fátt um finnast. Svo kom seint og síðar meir tollþjónn franskur til Balbo og bað um vegabrjef lians. Balbo sagði til sín. Jeg er flugmálaráðherra Itala, sagði hann. Tollþjóni fanst sú munnlega slcýring eklii full- nægjandi. Og talið barst, að ein- hverri tollskoðun á farangri Balbo. Þá þyknaði í Italanum. Hann gaf í skyn að vel gæti farið svo, að hann ljeti inenn sína varpa tollþjóninum á dyr. Þá fór toll- þjónninn. Nú var gefin skýrsla til Parísar uin atburðinn. Næsta dag gekk landsstjórinn franski til fundar við Balbo. Er Balbo lieyrði hver kominn var sagði liann, að í dag hefði liann ckki tíma til að taka á móti vestuni. Síðan flaug hann leiðar sinnar. Þegar ítölsku blöðin tóku að ræða um undirbúning undir flug- leiðangur Balbos yfir norðanvert Atlantshaf var í ráði að allmörg herskip eða önnur stór skip yrðu höfð á flugleiðinni, t. d. á milli íslands og Labrador. Frá þessu var sagt í frönskum blöðum, og haft í háði. Var þar Jiomist að orði á þá leið, að Balbo ætlaði að fljúga yfir Atlantshaf á ]>ann kyndúga hátt að hann ætl- aði að gera sjer „skipabrú‘‘ yfir hafið. Þetta kom fyrir augu Balbo.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.